Hálfur milljarður í nýtt hótel í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júlí 2020 13:06 Bjarni Kristján (t.v.) og Jóhann Guðni Reynisson, tveir af eigendum „Stakrar gulrótar ehf.“, sem reisir 40 herbergja hótel/gistihús í Reykholti í Biskupstungum. Skiltið vísar á núverandi gistihús og lóð þeirra í Reykholti sem sést í bakgrunni. Á myndina vantar Kenneth Peterson hjá Columbia Ventures sem einnig á hlut í félaginu. Ljósmynd/Aðsend. Framkvæmdir eru að hefjast við bygginu fjörutíu herbergja hótels í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem mun kosta um hálfan milljarð króna. Hótelið verður tilbúið næsta vor. Nýja hótelið verður byggt í Fagralundi í Reykholti skammt frá Friðheimum og við Gullna hringinn. Þrjár fjölskyldur standa að byggingunni en forsvarsmaður verkefnisins er Jóhann Guðni Reynisson. Hótelið kemur í einingum frá Noregi. „Hótelið byggir mikið á tveggja manna gistingu þannig að við gerum ráð fyrir því að halda áfram að fá til okkar ferðamenn, sem eru á bílaleigubílum. Það breytist núna, við getum líka tekið á móti hópum en ég reikna með að bílaleigutraffík verði í öndvegi hjá okkur allavega til að byrja með,“ segir Jóhann Guðni. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar (t.h.), með eigendunum og eiginkonum þeirra þegar verkefnið var kynnt í vikunni.Ljósmynd/Aðsend. Það vekur óneitanlega athygli að ráðist sé í hótelbyggingu á þessum tíma þegar kórónuveiran er en í gangi og lítið sem ekkert af ferðamönnum á landinu. „Við höldum samt að það sé besti tíminn að gera það á meðan það er tiltölulega rólegt yfir og fáir erlendir ferðamenn á ferðinni, sem er náttúrulega langstærsti viðskiptamannahópurinn okkar, þannig að ef ekki núna, þá hvenær,“ segir Jóhanna Guðni og bætir við; „Reykholt er líka mjög vaxandi núna, þar eru miklar framkvæmdir og Friðheimar draga til sín hundruð þúsunda ferðamanna á hverju ári og það er góður veitingastaður bara í næsta húsi við okkur, sem heitir Mika, Bjarnabúð, sundlaugin og öll þessi þjónusta á svæðinu, stutt á Gullfoss og Geysi og Þingvelli.“ Hluti af eigendum, starfsliði, hönnuði og verktaka sem að verkefninu koma ásamt umboðsaðila Moelven á Íslandi og sveitarstjóra Bláskógabyggðar, sem komu saman vegna byggingar nýja hótelsins í Reykholti.Ljósmynd/Aðsend. Jóhann Guðni er sannfærður að nýja hótelið muni ganga mjög vel og ferðamenn eigi eftir að streyma á ný til landsins. „Orðspor íslands er bara það sterkt á heimsvísu að við höfum enga ástæða til að vera annað en bjartsýnir og látum bara vaða á þetta.“ Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Framkvæmdir eru að hefjast við bygginu fjörutíu herbergja hótels í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem mun kosta um hálfan milljarð króna. Hótelið verður tilbúið næsta vor. Nýja hótelið verður byggt í Fagralundi í Reykholti skammt frá Friðheimum og við Gullna hringinn. Þrjár fjölskyldur standa að byggingunni en forsvarsmaður verkefnisins er Jóhann Guðni Reynisson. Hótelið kemur í einingum frá Noregi. „Hótelið byggir mikið á tveggja manna gistingu þannig að við gerum ráð fyrir því að halda áfram að fá til okkar ferðamenn, sem eru á bílaleigubílum. Það breytist núna, við getum líka tekið á móti hópum en ég reikna með að bílaleigutraffík verði í öndvegi hjá okkur allavega til að byrja með,“ segir Jóhann Guðni. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar (t.h.), með eigendunum og eiginkonum þeirra þegar verkefnið var kynnt í vikunni.Ljósmynd/Aðsend. Það vekur óneitanlega athygli að ráðist sé í hótelbyggingu á þessum tíma þegar kórónuveiran er en í gangi og lítið sem ekkert af ferðamönnum á landinu. „Við höldum samt að það sé besti tíminn að gera það á meðan það er tiltölulega rólegt yfir og fáir erlendir ferðamenn á ferðinni, sem er náttúrulega langstærsti viðskiptamannahópurinn okkar, þannig að ef ekki núna, þá hvenær,“ segir Jóhanna Guðni og bætir við; „Reykholt er líka mjög vaxandi núna, þar eru miklar framkvæmdir og Friðheimar draga til sín hundruð þúsunda ferðamanna á hverju ári og það er góður veitingastaður bara í næsta húsi við okkur, sem heitir Mika, Bjarnabúð, sundlaugin og öll þessi þjónusta á svæðinu, stutt á Gullfoss og Geysi og Þingvelli.“ Hluti af eigendum, starfsliði, hönnuði og verktaka sem að verkefninu koma ásamt umboðsaðila Moelven á Íslandi og sveitarstjóra Bláskógabyggðar, sem komu saman vegna byggingar nýja hótelsins í Reykholti.Ljósmynd/Aðsend. Jóhann Guðni er sannfærður að nýja hótelið muni ganga mjög vel og ferðamenn eigi eftir að streyma á ný til landsins. „Orðspor íslands er bara það sterkt á heimsvísu að við höfum enga ástæða til að vera annað en bjartsýnir og látum bara vaða á þetta.“
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira