Elín Metta um föðurmissinn og fyrirmyndirnar í boltanum Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 07:30 Elín Metta Jensen hefur verið einn mesti markaskorari Íslandsmótsins undanfarin ár. vísir/vilhelm Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins og Íslandsmeistara Vals, var í ítarlegu viðtali í nýjasta tímariti 66 norður sem ber nafnið NORÐUR. Framherjinn magnaði fer um víðan völl í viðtalinu en hún rifjar m.a. upp sínar fyrstu stundir af fótboltavellinum. Hún segist hafa byrjað fimm ára en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fimmtán ára, árið 2010. „Ég var um fimm ára þegar ég byrjaði að æfa fótbolta. Ég var farinn aðeins fyrr að mæta á völlinn með pabba en svona fyrsta minningin mín af því að spila fótbolta var fyrsti leikurinn minn,“ sagði Elín Metta í viðtalinu. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera inni á vellinum og var mikið að taka handahlaup og í algjöru rugli úti við hliðarlínuna. Þegar maður fór að verða aðeins eldri þá fann maður sér fyrirmyndir. Maður heldur alltaf að það séu einhverjir töfrar á bakvið fyrirmyndirnar en svo kemst maður að því að þú ert bara að helga þig að einhverju og leggja ógeðslega mikla vinnu í það. Þú kemst ekki neitt nema þú ert með markmið og drauma. Þú verður að stefna eitthvert.“ Það er ekki bara fótboltinn sem á hug Elínar Mettu heldur stundar hún einnig nám við læknisfræði í Háskóla Íslands. Hún var að klára sitt annað ár í læknisfræðinni og hefur lengi haft áhuga á því starfi. „Ég er að læra læknisfræði og ég man þegar ég var yngri að mig langaði að verða læknir. Mér fannst eins og mínir hæfileikar og forvitnin mín myndu nýtast í læknisfræðinni. Ég tók þessa ákvörðun á þeim tíma sem pabbi minn var mjög veikur af krabbameini,“ sagði Elín sem missti pabba sinn fyrir tæpum fjórum árum síðan. „Jólin 2016 lést pabbi. Það fékk bara mig til að hugsa um lífið mitt og hvað mér fyndist vera þess virði að eyða tímanum mínum í. Ég veit að hann hefði verið mjög ánægður með þessa ákvörðun mína. Það er alltaf hægt að snúa slæmu ástandi upp í gott og mér fannst ég gera það þarna, þó að þetta hafi verið mjög erfiður tími í mínu lífi. Þetta var ljósið sem leiddi mig áfram. Eitthvað markmið sem ég hafði.“ Framherjinn í baráttunni við Ingibjörgu Valgeirsdóttur í opnunarleik Pepsi Max-deildar kvenna. Þar var Elín Metta auðvitað á skotskónum.vísir/daníel Framherjinn unar sér vel í fótboltanum en hún segir að margbreytilegt veður hafi ekki áhrif á hana. Það sést líka á tölfræðinni hennar en hún hefur skorað 118 mörk í 165 leikjum í meistaraflokki. „Um leið og maður er kominn með eitthvað sem maður finnur bara: „Vá, mig langar að gera þetta“, það drífur mann svo mikið áfram í öllu harkinu. Það verður alltaf vont veður á æfingu á Íslandi í janúar. Það bara fylgir þessu. Ég man einhvern tímann þurftum við að moka snjóinn af vellinum og þetta var 1. maí. Þjálfarinn var bara: „Út að moka!“ „Veðrið hérna er eitthvað fáránlegt. Ég hef spilað í láréttum vindi og rigningu. Ég man einu sinni að við vorum að spila á frekar slæmum velli og voru farnir að myndast pollar. Maður reyndi að sparka boltanum áfram en hann stoppaði bara í næsta polli svo gæðin í fótboltanum voru ekki upp á sitt besta. Þetta var svo gaman og þetta var svo mikil barátta. Svo geggjuð stemning.“ Hún segir íslenska hugarfarið magnað en hún hefur spilað 84 leiki í íslenska treyjunni, þar af 49 með íslenska A-landsliðinu. „Við erum oft að fara á móti straumnum. Sumarið er alveg yndislegt og bjart allan sólarhringinn en veturnir eru dimmir, kaldir, þungir og erfiðir. Þetta eru svo miklar sveiflur. Ég held að það hafi klárlega áhrif á það hvernig við hugsum og viðhorfið til lífsins. Ef þú pælir í því þá liggjum við í dvala yfir vetrarmánuðina og svo á vorin er eins og vonin vakni aftur hjá manni. Maður hefur alltaf þessa von,“ sagði Elín Metta. watch on YouTube Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins og Íslandsmeistara Vals, var í ítarlegu viðtali í nýjasta tímariti 66 norður sem ber nafnið NORÐUR. Framherjinn magnaði fer um víðan völl í viðtalinu en hún rifjar m.a. upp sínar fyrstu stundir af fótboltavellinum. Hún segist hafa byrjað fimm ára en hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fimmtán ára, árið 2010. „Ég var um fimm ára þegar ég byrjaði að æfa fótbolta. Ég var farinn aðeins fyrr að mæta á völlinn með pabba en svona fyrsta minningin mín af því að spila fótbolta var fyrsti leikurinn minn,“ sagði Elín Metta í viðtalinu. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera inni á vellinum og var mikið að taka handahlaup og í algjöru rugli úti við hliðarlínuna. Þegar maður fór að verða aðeins eldri þá fann maður sér fyrirmyndir. Maður heldur alltaf að það séu einhverjir töfrar á bakvið fyrirmyndirnar en svo kemst maður að því að þú ert bara að helga þig að einhverju og leggja ógeðslega mikla vinnu í það. Þú kemst ekki neitt nema þú ert með markmið og drauma. Þú verður að stefna eitthvert.“ Það er ekki bara fótboltinn sem á hug Elínar Mettu heldur stundar hún einnig nám við læknisfræði í Háskóla Íslands. Hún var að klára sitt annað ár í læknisfræðinni og hefur lengi haft áhuga á því starfi. „Ég er að læra læknisfræði og ég man þegar ég var yngri að mig langaði að verða læknir. Mér fannst eins og mínir hæfileikar og forvitnin mín myndu nýtast í læknisfræðinni. Ég tók þessa ákvörðun á þeim tíma sem pabbi minn var mjög veikur af krabbameini,“ sagði Elín sem missti pabba sinn fyrir tæpum fjórum árum síðan. „Jólin 2016 lést pabbi. Það fékk bara mig til að hugsa um lífið mitt og hvað mér fyndist vera þess virði að eyða tímanum mínum í. Ég veit að hann hefði verið mjög ánægður með þessa ákvörðun mína. Það er alltaf hægt að snúa slæmu ástandi upp í gott og mér fannst ég gera það þarna, þó að þetta hafi verið mjög erfiður tími í mínu lífi. Þetta var ljósið sem leiddi mig áfram. Eitthvað markmið sem ég hafði.“ Framherjinn í baráttunni við Ingibjörgu Valgeirsdóttur í opnunarleik Pepsi Max-deildar kvenna. Þar var Elín Metta auðvitað á skotskónum.vísir/daníel Framherjinn unar sér vel í fótboltanum en hún segir að margbreytilegt veður hafi ekki áhrif á hana. Það sést líka á tölfræðinni hennar en hún hefur skorað 118 mörk í 165 leikjum í meistaraflokki. „Um leið og maður er kominn með eitthvað sem maður finnur bara: „Vá, mig langar að gera þetta“, það drífur mann svo mikið áfram í öllu harkinu. Það verður alltaf vont veður á æfingu á Íslandi í janúar. Það bara fylgir þessu. Ég man einhvern tímann þurftum við að moka snjóinn af vellinum og þetta var 1. maí. Þjálfarinn var bara: „Út að moka!“ „Veðrið hérna er eitthvað fáránlegt. Ég hef spilað í láréttum vindi og rigningu. Ég man einu sinni að við vorum að spila á frekar slæmum velli og voru farnir að myndast pollar. Maður reyndi að sparka boltanum áfram en hann stoppaði bara í næsta polli svo gæðin í fótboltanum voru ekki upp á sitt besta. Þetta var svo gaman og þetta var svo mikil barátta. Svo geggjuð stemning.“ Hún segir íslenska hugarfarið magnað en hún hefur spilað 84 leiki í íslenska treyjunni, þar af 49 með íslenska A-landsliðinu. „Við erum oft að fara á móti straumnum. Sumarið er alveg yndislegt og bjart allan sólarhringinn en veturnir eru dimmir, kaldir, þungir og erfiðir. Þetta eru svo miklar sveiflur. Ég held að það hafi klárlega áhrif á það hvernig við hugsum og viðhorfið til lífsins. Ef þú pælir í því þá liggjum við í dvala yfir vetrarmánuðina og svo á vorin er eins og vonin vakni aftur hjá manni. Maður hefur alltaf þessa von,“ sagði Elín Metta. watch on YouTube
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira