Fjárfestir Klopp í Thiago gegn sannfæringu sinni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 13:00 Er Thiago á leið í ensku úrvalsdeildina? EPA-EFE/ANDREAS SCHAAD Það virðist sem vera Thiago Alcântara hjá þýska stórliðinu Bayern Munich sé á enda. Þessi 29 ára gamli miðjumaður vill yfirgefa herbúðir Bæjara og færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Samkvæmt Melissu Reddy hjá The Independent vill þessi magnaði miðjumaður helst ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool. Jürgen Norbert Klopp, þjálfari Liverpool, hefur verið aðdáandi Thiago síðan hann þjálfaði Borussia Dortmund. Hann telur leikmanninn búa yfir miklum gæðum og jafnvel hæfileikum sem miðjumenn hans búa ekki yfir. Það þýðir þó ekki endilega að Klopp vilji fjárfesta í leikmanninum. Thiago hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 2013 en þar áður lék hann með spænska stórliðinu Barcelona. Eflaust myndi Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, ekki segja nei ef leikmaðurinn vildi koma þangað en það virðist sem miðjumaðurinn vilji leika undir stjórn Klopp í ensku úrvalsdeildinni. Thiago gæti hafa spurt Philippe Coutinho um Klopp og Liverpool.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Í raun færu kaup á Thiago – sem myndi kosta Liverpool í kringum 30 milljónir punda – gegn kaupstefnu Englandsmeistaranna. Félagið vill helst kaupa yngri leikmenn sem mögulega er hægt að selja aftur síðar. Það virðist taka tíma fyrir miðjumenn að átta sig á hvað Klopp vill fá frá þeim. Til að mynda byrjaði Fabinho ekki leik fyrir Liverpool fyrr en í október árið 2018 eftir að hafa gengið til liðs við félagið sama sumar. Hann er svo í dag einn af betri varnartengiliðum í heimi. Meiðslatíðni Thiago er annað sem gæti fælt Liverpool frá. Thiago hefur nær aldrei spilað heila leiktíð án þess að meiðast. Ákefðin og hraðinn í ensku úrvalsdeildinni gæti því hentað honum illa. Spánverjinn er samt langbesti miðjumaðurinn – og líklega leikmaðurinn – sem Liverpool gæti fengið á viðráðanlegu verði í sumar. Þessum mögulegu félagaskiptum hefur verið líkt við það þegar Sir Alex Ferguson keypti Robin van Persie á tombóluverði frá Arsenal. Ferguson ætlaði sér ekki að fjárfesta í fleiri leikmönnum það sumarið en þegar Van Persie var til sölu var svarið einfalt: Robin van Persie reyndist Manchester United mikill happafengur.EPA/PETER POWELL „Þú getur ekki sagt nei við þessum leikmanni.“ Það er spurning hvort það sama verðu upp á teningnum hjá Klopp. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Það virðist sem vera Thiago Alcântara hjá þýska stórliðinu Bayern Munich sé á enda. Þessi 29 ára gamli miðjumaður vill yfirgefa herbúðir Bæjara og færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Samkvæmt Melissu Reddy hjá The Independent vill þessi magnaði miðjumaður helst ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool. Jürgen Norbert Klopp, þjálfari Liverpool, hefur verið aðdáandi Thiago síðan hann þjálfaði Borussia Dortmund. Hann telur leikmanninn búa yfir miklum gæðum og jafnvel hæfileikum sem miðjumenn hans búa ekki yfir. Það þýðir þó ekki endilega að Klopp vilji fjárfesta í leikmanninum. Thiago hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 2013 en þar áður lék hann með spænska stórliðinu Barcelona. Eflaust myndi Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, ekki segja nei ef leikmaðurinn vildi koma þangað en það virðist sem miðjumaðurinn vilji leika undir stjórn Klopp í ensku úrvalsdeildinni. Thiago gæti hafa spurt Philippe Coutinho um Klopp og Liverpool.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Í raun færu kaup á Thiago – sem myndi kosta Liverpool í kringum 30 milljónir punda – gegn kaupstefnu Englandsmeistaranna. Félagið vill helst kaupa yngri leikmenn sem mögulega er hægt að selja aftur síðar. Það virðist taka tíma fyrir miðjumenn að átta sig á hvað Klopp vill fá frá þeim. Til að mynda byrjaði Fabinho ekki leik fyrir Liverpool fyrr en í október árið 2018 eftir að hafa gengið til liðs við félagið sama sumar. Hann er svo í dag einn af betri varnartengiliðum í heimi. Meiðslatíðni Thiago er annað sem gæti fælt Liverpool frá. Thiago hefur nær aldrei spilað heila leiktíð án þess að meiðast. Ákefðin og hraðinn í ensku úrvalsdeildinni gæti því hentað honum illa. Spánverjinn er samt langbesti miðjumaðurinn – og líklega leikmaðurinn – sem Liverpool gæti fengið á viðráðanlegu verði í sumar. Þessum mögulegu félagaskiptum hefur verið líkt við það þegar Sir Alex Ferguson keypti Robin van Persie á tombóluverði frá Arsenal. Ferguson ætlaði sér ekki að fjárfesta í fleiri leikmönnum það sumarið en þegar Van Persie var til sölu var svarið einfalt: Robin van Persie reyndist Manchester United mikill happafengur.EPA/PETER POWELL „Þú getur ekki sagt nei við þessum leikmanni.“ Það er spurning hvort það sama verðu upp á teningnum hjá Klopp.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira