Kveikt var í styttu af Melania Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2020 21:21 Styttan í Melania Trump sem stóð nærri heimabæ hennar í Slóveníu. Vísir/AP Kveikt var í viðarskúlptúr af Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna nærri Sevnica, heimabæ hennar í Slóveníu aðfaranótt 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Styttan varð fyrir miklum skemmdum og var hún fjarlægð næsta dag. Brad Downey, bandarískur listamaður sem búsettur er í Berlín og hafði umsjón með styttunni, segir að hún hafi verið fjarlægð um leið og lögreglan hafði gert honum viðvart um skemmdarverkið. „Ég vil vita hvers vegna þeir gerðu þetta,“ sagði Downey. Hann segist hafa vonast til þess að styttan myndi vekja upp umræðu um ástand stjórnmála í Bandaríkjunum og þá sérstaklega þar sem Melania sem sjálf er innflytjandi er gift forseta sem talað hefur fyrir hertari innflytjendalöggjöf. Undanfarnar vikur hefur Bandaríkjaforseti heitið því að ekki verði tekið á þeim sem skemma söguleg minningamerki með neinum vettlingatökum. Fjöldinn allur af sögulegum styttum hefur verið skemmdur eða tekinn niður síðustu vikur í kjölfar þess að Black Lives Matter hreyfingin varð háværari. Þá sagði Downey að hann hafi tilkynnt málið til lögreglu og að hann vilji fá að taka viðtal við þá sem frömdu skemmdarverkið ef þeir finnast fyrir heimildamynd sem sýna á á listasýningu hans í Slóveníu í september. Verkið var skorið út með keðjusög og var það listamaðurinn Ales Zupevc heimamaður í bænum sem skapaði verkið. Í janúar var svipuð stytta af Trump, sem hönnuð var af slóvenskum listamanni, brennd í borginni Moravce í Slóveníu. Donald Trump Bandaríkin Slóvenía Styttur og útilistaverk Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Kveikt var í viðarskúlptúr af Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna nærri Sevnica, heimabæ hennar í Slóveníu aðfaranótt 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Styttan varð fyrir miklum skemmdum og var hún fjarlægð næsta dag. Brad Downey, bandarískur listamaður sem búsettur er í Berlín og hafði umsjón með styttunni, segir að hún hafi verið fjarlægð um leið og lögreglan hafði gert honum viðvart um skemmdarverkið. „Ég vil vita hvers vegna þeir gerðu þetta,“ sagði Downey. Hann segist hafa vonast til þess að styttan myndi vekja upp umræðu um ástand stjórnmála í Bandaríkjunum og þá sérstaklega þar sem Melania sem sjálf er innflytjandi er gift forseta sem talað hefur fyrir hertari innflytjendalöggjöf. Undanfarnar vikur hefur Bandaríkjaforseti heitið því að ekki verði tekið á þeim sem skemma söguleg minningamerki með neinum vettlingatökum. Fjöldinn allur af sögulegum styttum hefur verið skemmdur eða tekinn niður síðustu vikur í kjölfar þess að Black Lives Matter hreyfingin varð háværari. Þá sagði Downey að hann hafi tilkynnt málið til lögreglu og að hann vilji fá að taka viðtal við þá sem frömdu skemmdarverkið ef þeir finnast fyrir heimildamynd sem sýna á á listasýningu hans í Slóveníu í september. Verkið var skorið út með keðjusög og var það listamaðurinn Ales Zupevc heimamaður í bænum sem skapaði verkið. Í janúar var svipuð stytta af Trump, sem hönnuð var af slóvenskum listamanni, brennd í borginni Moravce í Slóveníu.
Donald Trump Bandaríkin Slóvenía Styttur og útilistaverk Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira