Telur að endurskoða þurfi lagaákvæði um akstur utan vega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 10:59 Akstur utan vega getur valdið náttúruspjöllum. Mynd/Umhverfisstofnun Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4x4, segir það mikið hagsmunamál fyrir félagið að ökumenn hér á landi haldi sig innan vega og slóða, og aki þannig ekki utan vega. Þá telur hann tilefni til að endurskoða lög um náttúruvernd frá 2013, en þar er tekið á utanvegaakstri. Sveinbjörn var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um akstur utan vega, en nokkur umræða hefur farið af stað eftir fréttaflutning af hópi tékkneskra jeppakalla, sem birti myndir og myndskeið af jeppum sínum utan vega. Málinu lauk með tiltali frá lögreglu, en ekki var unnt að staðsetja brot mannanna nákvæmlega. „Lögin eru bara þannig að utanvegaakstur er bannaður á Íslandi,“ segir Sveinbjörn. Þó séu undantekningar á því, þar sem björgunarsveitir, bændur og vísindamenn fái að keyra utan vega. „Það sem við höfum verið að benda á er að sá utanvegaakstur er ekki leyfisskyldur.“ Hann segir að oft fari af stað umræða um utanvegaakstur, og hann oft sagður mikill, en leyfður utanvegaakstur sé hvergi skráður. Þá segir hann utanvegaakstur bannaðan, óháð því umhverfi sem ekið er um. „Lögin gera engar skilgreiningar á því hvernig umhverfið lítur út. Lagabókstafurinn er rosalega fast skilgreindur og það hefur oft verið bent á að það er verið að setja lög sem er jafnvel ekki farið eftir. Þú mátt til dæmis ekki keyra í fjöruborði. Þú mátt ekki á áreyrum, þar sem þú ert að leita þér að vaði til að fara yfir á. Í ströngum skilningi laganna máttu ekki keyra upp með ánni til þess að leita þér að betra vaði, heldurðu verður þú bara að fara þar sem vegurinn liggur,“ segir Sveinbjörn. Þá segist Sveinbjörn telja tilefni til endurskoðunar á lögunum. „Lögin eru þannig að það þarf að fara að endurskoða þetta, því það er verið að setja á okkur lög sem bæði er vonlaust að fylgja eftir og í öðru lagi þá eru menn ekkert að fylgja þeim.“ Vægari refsing ef brot er framið með bílaleigubíl Í áðurnefndum lögum um náttúruvernd frá 2013 er heimild til þess að gera ökutæki, sem notuð hafa verið við framningu brots á lögunum, upptæk. Sveinbjörn telur ákveðna mismunun felast í þessu. „Þarna bentum við á að þarna er verið að mismuna okkur. Ef þú ert á bílaleigubíl getur þú keyrt út um allt og ert bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund. Ef þetta hefði verið Íslendingur á sínum eigin bíl, þá hefði hann verið bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund og bíllinn tekinn af honum. Það er kannski ökutæki upp á tíu til fimmtán milljónir.“ Viðtalið við Sveinbjörn má heyra í spilaranum hér að ofan. Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Máli jeppakallanna lauk með tiltali Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. 8. júlí 2020 08:41 „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri 7. júlí 2020 14:13 Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Tékknesku jeppakarlarnir segjast ekki hafa komið hingað Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. 8. júlí 2020 11:21 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4x4, segir það mikið hagsmunamál fyrir félagið að ökumenn hér á landi haldi sig innan vega og slóða, og aki þannig ekki utan vega. Þá telur hann tilefni til að endurskoða lög um náttúruvernd frá 2013, en þar er tekið á utanvegaakstri. Sveinbjörn var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um akstur utan vega, en nokkur umræða hefur farið af stað eftir fréttaflutning af hópi tékkneskra jeppakalla, sem birti myndir og myndskeið af jeppum sínum utan vega. Málinu lauk með tiltali frá lögreglu, en ekki var unnt að staðsetja brot mannanna nákvæmlega. „Lögin eru bara þannig að utanvegaakstur er bannaður á Íslandi,“ segir Sveinbjörn. Þó séu undantekningar á því, þar sem björgunarsveitir, bændur og vísindamenn fái að keyra utan vega. „Það sem við höfum verið að benda á er að sá utanvegaakstur er ekki leyfisskyldur.“ Hann segir að oft fari af stað umræða um utanvegaakstur, og hann oft sagður mikill, en leyfður utanvegaakstur sé hvergi skráður. Þá segir hann utanvegaakstur bannaðan, óháð því umhverfi sem ekið er um. „Lögin gera engar skilgreiningar á því hvernig umhverfið lítur út. Lagabókstafurinn er rosalega fast skilgreindur og það hefur oft verið bent á að það er verið að setja lög sem er jafnvel ekki farið eftir. Þú mátt til dæmis ekki keyra í fjöruborði. Þú mátt ekki á áreyrum, þar sem þú ert að leita þér að vaði til að fara yfir á. Í ströngum skilningi laganna máttu ekki keyra upp með ánni til þess að leita þér að betra vaði, heldurðu verður þú bara að fara þar sem vegurinn liggur,“ segir Sveinbjörn. Þá segist Sveinbjörn telja tilefni til endurskoðunar á lögunum. „Lögin eru þannig að það þarf að fara að endurskoða þetta, því það er verið að setja á okkur lög sem bæði er vonlaust að fylgja eftir og í öðru lagi þá eru menn ekkert að fylgja þeim.“ Vægari refsing ef brot er framið með bílaleigubíl Í áðurnefndum lögum um náttúruvernd frá 2013 er heimild til þess að gera ökutæki, sem notuð hafa verið við framningu brots á lögunum, upptæk. Sveinbjörn telur ákveðna mismunun felast í þessu. „Þarna bentum við á að þarna er verið að mismuna okkur. Ef þú ert á bílaleigubíl getur þú keyrt út um allt og ert bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund. Ef þetta hefði verið Íslendingur á sínum eigin bíl, þá hefði hann verið bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund og bíllinn tekinn af honum. Það er kannski ökutæki upp á tíu til fimmtán milljónir.“ Viðtalið við Sveinbjörn má heyra í spilaranum hér að ofan.
Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Máli jeppakallanna lauk með tiltali Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. 8. júlí 2020 08:41 „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri 7. júlí 2020 14:13 Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Tékknesku jeppakarlarnir segjast ekki hafa komið hingað Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. 8. júlí 2020 11:21 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Máli jeppakallanna lauk með tiltali Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. 8. júlí 2020 08:41
„Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri 7. júlí 2020 14:13
Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Tékknesku jeppakarlarnir segjast ekki hafa komið hingað Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. 8. júlí 2020 11:21