Telur að endurskoða þurfi lagaákvæði um akstur utan vega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2020 10:59 Akstur utan vega getur valdið náttúruspjöllum. Mynd/Umhverfisstofnun Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4x4, segir það mikið hagsmunamál fyrir félagið að ökumenn hér á landi haldi sig innan vega og slóða, og aki þannig ekki utan vega. Þá telur hann tilefni til að endurskoða lög um náttúruvernd frá 2013, en þar er tekið á utanvegaakstri. Sveinbjörn var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um akstur utan vega, en nokkur umræða hefur farið af stað eftir fréttaflutning af hópi tékkneskra jeppakalla, sem birti myndir og myndskeið af jeppum sínum utan vega. Málinu lauk með tiltali frá lögreglu, en ekki var unnt að staðsetja brot mannanna nákvæmlega. „Lögin eru bara þannig að utanvegaakstur er bannaður á Íslandi,“ segir Sveinbjörn. Þó séu undantekningar á því, þar sem björgunarsveitir, bændur og vísindamenn fái að keyra utan vega. „Það sem við höfum verið að benda á er að sá utanvegaakstur er ekki leyfisskyldur.“ Hann segir að oft fari af stað umræða um utanvegaakstur, og hann oft sagður mikill, en leyfður utanvegaakstur sé hvergi skráður. Þá segir hann utanvegaakstur bannaðan, óháð því umhverfi sem ekið er um. „Lögin gera engar skilgreiningar á því hvernig umhverfið lítur út. Lagabókstafurinn er rosalega fast skilgreindur og það hefur oft verið bent á að það er verið að setja lög sem er jafnvel ekki farið eftir. Þú mátt til dæmis ekki keyra í fjöruborði. Þú mátt ekki á áreyrum, þar sem þú ert að leita þér að vaði til að fara yfir á. Í ströngum skilningi laganna máttu ekki keyra upp með ánni til þess að leita þér að betra vaði, heldurðu verður þú bara að fara þar sem vegurinn liggur,“ segir Sveinbjörn. Þá segist Sveinbjörn telja tilefni til endurskoðunar á lögunum. „Lögin eru þannig að það þarf að fara að endurskoða þetta, því það er verið að setja á okkur lög sem bæði er vonlaust að fylgja eftir og í öðru lagi þá eru menn ekkert að fylgja þeim.“ Vægari refsing ef brot er framið með bílaleigubíl Í áðurnefndum lögum um náttúruvernd frá 2013 er heimild til þess að gera ökutæki, sem notuð hafa verið við framningu brots á lögunum, upptæk. Sveinbjörn telur ákveðna mismunun felast í þessu. „Þarna bentum við á að þarna er verið að mismuna okkur. Ef þú ert á bílaleigubíl getur þú keyrt út um allt og ert bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund. Ef þetta hefði verið Íslendingur á sínum eigin bíl, þá hefði hann verið bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund og bíllinn tekinn af honum. Það er kannski ökutæki upp á tíu til fimmtán milljónir.“ Viðtalið við Sveinbjörn má heyra í spilaranum hér að ofan. Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Máli jeppakallanna lauk með tiltali Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. 8. júlí 2020 08:41 „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri 7. júlí 2020 14:13 Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Tékknesku jeppakarlarnir segjast ekki hafa komið hingað Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. 8. júlí 2020 11:21 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4x4, segir það mikið hagsmunamál fyrir félagið að ökumenn hér á landi haldi sig innan vega og slóða, og aki þannig ekki utan vega. Þá telur hann tilefni til að endurskoða lög um náttúruvernd frá 2013, en þar er tekið á utanvegaakstri. Sveinbjörn var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um akstur utan vega, en nokkur umræða hefur farið af stað eftir fréttaflutning af hópi tékkneskra jeppakalla, sem birti myndir og myndskeið af jeppum sínum utan vega. Málinu lauk með tiltali frá lögreglu, en ekki var unnt að staðsetja brot mannanna nákvæmlega. „Lögin eru bara þannig að utanvegaakstur er bannaður á Íslandi,“ segir Sveinbjörn. Þó séu undantekningar á því, þar sem björgunarsveitir, bændur og vísindamenn fái að keyra utan vega. „Það sem við höfum verið að benda á er að sá utanvegaakstur er ekki leyfisskyldur.“ Hann segir að oft fari af stað umræða um utanvegaakstur, og hann oft sagður mikill, en leyfður utanvegaakstur sé hvergi skráður. Þá segir hann utanvegaakstur bannaðan, óháð því umhverfi sem ekið er um. „Lögin gera engar skilgreiningar á því hvernig umhverfið lítur út. Lagabókstafurinn er rosalega fast skilgreindur og það hefur oft verið bent á að það er verið að setja lög sem er jafnvel ekki farið eftir. Þú mátt til dæmis ekki keyra í fjöruborði. Þú mátt ekki á áreyrum, þar sem þú ert að leita þér að vaði til að fara yfir á. Í ströngum skilningi laganna máttu ekki keyra upp með ánni til þess að leita þér að betra vaði, heldurðu verður þú bara að fara þar sem vegurinn liggur,“ segir Sveinbjörn. Þá segist Sveinbjörn telja tilefni til endurskoðunar á lögunum. „Lögin eru þannig að það þarf að fara að endurskoða þetta, því það er verið að setja á okkur lög sem bæði er vonlaust að fylgja eftir og í öðru lagi þá eru menn ekkert að fylgja þeim.“ Vægari refsing ef brot er framið með bílaleigubíl Í áðurnefndum lögum um náttúruvernd frá 2013 er heimild til þess að gera ökutæki, sem notuð hafa verið við framningu brots á lögunum, upptæk. Sveinbjörn telur ákveðna mismunun felast í þessu. „Þarna bentum við á að þarna er verið að mismuna okkur. Ef þú ert á bílaleigubíl getur þú keyrt út um allt og ert bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund. Ef þetta hefði verið Íslendingur á sínum eigin bíl, þá hefði hann verið bara sektaður um fjögur til fimm hundruð þúsund og bíllinn tekinn af honum. Það er kannski ökutæki upp á tíu til fimmtán milljónir.“ Viðtalið við Sveinbjörn má heyra í spilaranum hér að ofan.
Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Máli jeppakallanna lauk með tiltali Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. 8. júlí 2020 08:41 „Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri 7. júlí 2020 14:13 Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Tékknesku jeppakarlarnir segjast ekki hafa komið hingað Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. 8. júlí 2020 11:21 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Máli jeppakallanna lauk með tiltali Máli sem snýr að meintum utanvegaakstri tékkneskra jeppakalla er lokið af hálfu lögreglunnar á Suðurlandi. 8. júlí 2020 08:41
„Þeir verða stoppaðir ef að sést til þeirra“ Hópur tékkneskra jeppakalla má vænta tiltals frá lögreglu eftir að hafa birtir myndir af eigin utanvegaakstri 7. júlí 2020 14:13
Segjast hafa fylgt öllum reglum en fengið morðhótanir fyrir Tékknesku jeppakarlarnir segjast ekki hafa komið hingað Íslands til að tæta upp íslenska náttúru. 8. júlí 2020 11:21