Börn Brittu Nielsen fá þunga fangelsisdóma Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2020 12:15 Britta Nielsen í réttarsal árið 2018. Vísir/AP Þrjú börn Brittu Nielsen, fyrrverandi starfsmanns danskra félagsmálayfirvalda, voru í dag dæmd í fangelsi fyrir hylmingu. Þeim var gefið að sök að hafa tekið við samtals um 50 milljónum danskra króna frá móður sinni, sem dómurinn taldi ljóst að þau hefðu átt að vita að væri illa fengið fé. Öll hafa systkinin áfrýjað dómunum. Nielsen var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í febrúar síðastliðnum. Fertugur sonur Nielsen, Jimmy Hayat, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dætur hennar, hin 36 ára Jamilla Hayat og Samina Hayat, 33 ára, hlutu einnig fangelsisdóma; Jamilla eitt og hálft ár og Samina þrjú og hálft ár. Í frétt danska ríkisútvarpsins DR segir að sú síðastnefnda hafi þegið mest fé frá móður sinni, eða alls um 37 milljónir danskra króna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Saminu hefði átt að vera ljóst að fé móður hennar væri illa fengið. Samina og systkini hennar neituðu öll sök og báru því fyrir sig að þau hefðu ekki vitað að móðir þeirra hefði komist yfir fjármunina með glæpsamlegum hætti. Dómurinn taldi framburð þeirra þess efnis ekki trúverðugan. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Nielsen sagði fyrir dómi að hún hefði eytt peningunum að stórum hluta í sjálfan sig – en einnig í börn sín. „Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína.“ Danmörk Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Þrjú börn Brittu Nielsen, fyrrverandi starfsmanns danskra félagsmálayfirvalda, voru í dag dæmd í fangelsi fyrir hylmingu. Þeim var gefið að sök að hafa tekið við samtals um 50 milljónum danskra króna frá móður sinni, sem dómurinn taldi ljóst að þau hefðu átt að vita að væri illa fengið fé. Öll hafa systkinin áfrýjað dómunum. Nielsen var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í febrúar síðastliðnum. Fertugur sonur Nielsen, Jimmy Hayat, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dætur hennar, hin 36 ára Jamilla Hayat og Samina Hayat, 33 ára, hlutu einnig fangelsisdóma; Jamilla eitt og hálft ár og Samina þrjú og hálft ár. Í frétt danska ríkisútvarpsins DR segir að sú síðastnefnda hafi þegið mest fé frá móður sinni, eða alls um 37 milljónir danskra króna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Saminu hefði átt að vera ljóst að fé móður hennar væri illa fengið. Samina og systkini hennar neituðu öll sök og báru því fyrir sig að þau hefðu ekki vitað að móðir þeirra hefði komist yfir fjármunina með glæpsamlegum hætti. Dómurinn taldi framburð þeirra þess efnis ekki trúverðugan. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Nielsen sagði fyrir dómi að hún hefði eytt peningunum að stórum hluta í sjálfan sig – en einnig í börn sín. „Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína.“
Danmörk Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira