Skólinn hafi leyft rausnarlegri gjöf ömmunnar að breytast í „sögusvið hryllingsmyndar“ Kristín Ólafsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 9. júlí 2020 16:01 Eitt húsanna á jörðinni Végeirsstöðum. Sigurður Guðmundsson Barnabarn konu, sem ásamt systkinum sínum ánafnaði Háskólanum á Akureyri jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum, segir skólann „svívirða minningu“ hennar með því að hafa ekki hirt um uppihald jarðarinnar. Húsakosturinn hafi drabbast niður og lóðin sé í algjörri órækt. Systkinahópurinn vonaðist til þess á sínum tíma að á jörðinni risi rannsókna- og kennsluhús. „Þetta er gjöf sem amma og systkini hennar gefa háskólanum fyrir 25 árum síðan, sem er eiginlega bara búið að koma í ruslið á tiltölulega fáum árum. Þetta var í ágætu standi fyrir örfáum árum síðan,“ segir Sigurður Guðmundsson í samtali við Vísi en hann vakti athygli á málinu í pistli á Facebook-síðu sinni í gær. Gjöfin fólst í húsakosti, sem sjá má á meðfylgjandi myndum, „einu álitlegasta málverkasafni norðan heiða“, auk jarðarinnar Végeirsstaða í Fnjóskadal. „Háskólinn þiggur gjöfina með þökkum. En hefur einfaldlega látið þetta drabbast niður,“ segir Sigurður. Fjallað var um gjafmildi systkinanna í Morgunblaðinu árið 2005. Þar var greint frá því að þau hefðu afsalað til Háskólans á Akureyri öllum eignarhlutum sínum í Végeirsstöðum, og höfðu þá áður látið bróðurpart hennar af hendi til háskólans 1995. Eitt húsanna á Végeirsstöðum.Sigurður Guðmundsson „Að auki afsöluðu Arnór og Geirfinnur nú í sumar þremur sumarhúsum, bænahúsi og fleiri eignum á Végeirsstöðum til háskólans. Þá afhenti Geirfinnur Végeirsstaðasjóði 10 milljónir króna sem nýta skal til uppbyggingar á Végeirsstöðum. Fyrir 10 árum færði Arnór Háskólanum á Akureyri að gjöf 40 listaverk eftir ýmsa af bestu listamönnum þjóðarinnar og þrjá skúlptúra eftir japanskan listamann í tilefni af flutningi skólans á framtíðarsvæðið á Sólborg. Árið 1998 færði Arnór háskólanum að gjöf tvær fasteignir, íbúð í raðhúsi við Furulund og verslunarhúsnæði í Sunnuhlíð. Að auki ánafnaði Arnór háskólanum allt innbú sitt í Furulundi, þar á meðal 30 málverk. Gjafirnar voru bundnar því skilyrði að andvirði eignanna yrði notað til stofnunar gjafasjóðs til uppbyggingar rannsóknarstarfs á Végeirsstöðum,“ segir í frétt Morgunblaðsins í desember 2005. Sælureitur breytist í sögusvið hryllingsmyndar Sigurður segir í samtali við Vísi að þau fjölskyldan telji tiltölulega stutt, um fjögur, fimm ár, sé síðan byrjað var að vanrækja jörðina. Hann var að vinna í veiðihúsi í grennd við Végeirsstaði í gær og ákvað að líta við á staðnum. „Ég hafði heyrt útundan mér að þetta væri ekki í góðum málum og varð bara verulega brugðið,“ segir Sigurður. Hann lýsir viðbrögðunum betur í Facebook-færslu sinni í gær. Gróðurinn er í talsverðri órækt.Sigurður Guðmundsson „Allur sá hlýhugur sem ég hef hingað til borið til Háskólans á Akureyri er farinn út í buskann. Sú stórkostlega gjöf sem ættingjar mínir gáfu í góðri trú hefur verið vanvirt og eyðilögð. Minningin um sælureit breyttist í sögusvið hryllingsmyndar þar sem yfirgefnar og ónýtar byggingar sem voru milljónatuga virði eru látnar grotna niður vegna hirðuleysis,“ skrifar Sigurður og beinir orðum sínum svo til stjórnenda Háskólans á Akureyri. „Þið hafið svívirt minningu afa míns og ömmu með þessari framkomu. Hirðuleysið er slíkt að ekki einu sinni mestu skíthælar landsins hafa svona í sér. Ég óska ykkur alls hins versta sem ég geri nú í fyrsta skipti á ævi minni. Hef hingað til viljað ykkur vel en þeim tíma er lokið.“ Systkininin afsöluðu sér öllum eignarhlut sínum í jörðinni árið 2005.Sigurður guðmundsson Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki fengið nein viðbrögð frá skólanum eftir að hann birti færsluna í gær. Hann hafi raunar ekki áhuga á að sækjast neitt frekar eftir þeim. „Það er ekki mitt að fylgja þessu eftir. Það er kannski mitt að vekja máls á þessu en að fylgja því eftir með einhverjum hætti, ég bara hef engan rétt til þess.“ Akureyri Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira
Barnabarn konu, sem ásamt systkinum sínum ánafnaði Háskólanum á Akureyri jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum, segir skólann „svívirða minningu“ hennar með því að hafa ekki hirt um uppihald jarðarinnar. Húsakosturinn hafi drabbast niður og lóðin sé í algjörri órækt. Systkinahópurinn vonaðist til þess á sínum tíma að á jörðinni risi rannsókna- og kennsluhús. „Þetta er gjöf sem amma og systkini hennar gefa háskólanum fyrir 25 árum síðan, sem er eiginlega bara búið að koma í ruslið á tiltölulega fáum árum. Þetta var í ágætu standi fyrir örfáum árum síðan,“ segir Sigurður Guðmundsson í samtali við Vísi en hann vakti athygli á málinu í pistli á Facebook-síðu sinni í gær. Gjöfin fólst í húsakosti, sem sjá má á meðfylgjandi myndum, „einu álitlegasta málverkasafni norðan heiða“, auk jarðarinnar Végeirsstaða í Fnjóskadal. „Háskólinn þiggur gjöfina með þökkum. En hefur einfaldlega látið þetta drabbast niður,“ segir Sigurður. Fjallað var um gjafmildi systkinanna í Morgunblaðinu árið 2005. Þar var greint frá því að þau hefðu afsalað til Háskólans á Akureyri öllum eignarhlutum sínum í Végeirsstöðum, og höfðu þá áður látið bróðurpart hennar af hendi til háskólans 1995. Eitt húsanna á Végeirsstöðum.Sigurður Guðmundsson „Að auki afsöluðu Arnór og Geirfinnur nú í sumar þremur sumarhúsum, bænahúsi og fleiri eignum á Végeirsstöðum til háskólans. Þá afhenti Geirfinnur Végeirsstaðasjóði 10 milljónir króna sem nýta skal til uppbyggingar á Végeirsstöðum. Fyrir 10 árum færði Arnór Háskólanum á Akureyri að gjöf 40 listaverk eftir ýmsa af bestu listamönnum þjóðarinnar og þrjá skúlptúra eftir japanskan listamann í tilefni af flutningi skólans á framtíðarsvæðið á Sólborg. Árið 1998 færði Arnór háskólanum að gjöf tvær fasteignir, íbúð í raðhúsi við Furulund og verslunarhúsnæði í Sunnuhlíð. Að auki ánafnaði Arnór háskólanum allt innbú sitt í Furulundi, þar á meðal 30 málverk. Gjafirnar voru bundnar því skilyrði að andvirði eignanna yrði notað til stofnunar gjafasjóðs til uppbyggingar rannsóknarstarfs á Végeirsstöðum,“ segir í frétt Morgunblaðsins í desember 2005. Sælureitur breytist í sögusvið hryllingsmyndar Sigurður segir í samtali við Vísi að þau fjölskyldan telji tiltölulega stutt, um fjögur, fimm ár, sé síðan byrjað var að vanrækja jörðina. Hann var að vinna í veiðihúsi í grennd við Végeirsstaði í gær og ákvað að líta við á staðnum. „Ég hafði heyrt útundan mér að þetta væri ekki í góðum málum og varð bara verulega brugðið,“ segir Sigurður. Hann lýsir viðbrögðunum betur í Facebook-færslu sinni í gær. Gróðurinn er í talsverðri órækt.Sigurður Guðmundsson „Allur sá hlýhugur sem ég hef hingað til borið til Háskólans á Akureyri er farinn út í buskann. Sú stórkostlega gjöf sem ættingjar mínir gáfu í góðri trú hefur verið vanvirt og eyðilögð. Minningin um sælureit breyttist í sögusvið hryllingsmyndar þar sem yfirgefnar og ónýtar byggingar sem voru milljónatuga virði eru látnar grotna niður vegna hirðuleysis,“ skrifar Sigurður og beinir orðum sínum svo til stjórnenda Háskólans á Akureyri. „Þið hafið svívirt minningu afa míns og ömmu með þessari framkomu. Hirðuleysið er slíkt að ekki einu sinni mestu skíthælar landsins hafa svona í sér. Ég óska ykkur alls hins versta sem ég geri nú í fyrsta skipti á ævi minni. Hef hingað til viljað ykkur vel en þeim tíma er lokið.“ Systkininin afsöluðu sér öllum eignarhlut sínum í jörðinni árið 2005.Sigurður guðmundsson Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi ekki fengið nein viðbrögð frá skólanum eftir að hann birti færsluna í gær. Hann hafi raunar ekki áhuga á að sækjast neitt frekar eftir þeim. „Það er ekki mitt að fylgja þessu eftir. Það er kannski mitt að vekja máls á þessu en að fylgja því eftir með einhverjum hætti, ég bara hef engan rétt til þess.“
Akureyri Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira