Þorstein M. Jónsson, oft auknefndur Steini í kók, hefur sett einbýlishús sitt við Laufásveg á sölu og óskar hann eftir tilboði. Fasteignamat eignarinnar er 149 milljónir. Séð og Heyrt greinir frá.
Húsið er 260 fermetrar að stærð og eru þar fjögur svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Húsið var byggt árið 1928 í Þingholtunum.
Einstaklega fallegur garður er við húsið og búið er að taka húsið í gegn að innan vel og vandlega.
Hér að neðan má sjá myndir af einbýlishúsi Þorsteins.








