Ráðherrar vinni saman að afglæpun neysluskammta Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2020 18:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum. Eitt helsta þrætueplið á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí var frumvarp Pírata um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Það var endingu fellt, þó svo að margir stjórnarþingmenn hafi sagst styðja markmið frumvarpsins. Ein þeirra var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem sagði í ræðu sinni á þingfundinum að hún hygðist vinna í afglæpunarátt innan síns ráðuneytis. Aðspurð hvort hún muni því leggja fram frumvarp í haust, í ljósi þess að þá hefst síðasti þingvetur núverandi ríkisstjórnar, segir dómsmálaráðherra að það myndi falla í skaut heilbrigðisráðherra því Svandís Svavarsdóttir fari með fíkniefnalög. „Það er þó auðvitað margt sem snýr að mínu ráðuneyti og ég mun henda mér í það og hef átt það samtal við heilbrigðisráðherra, að við vinnum að þessu frumvarpi saman,“ segir Áslaug. Ekki þorað að hringja á aðstoð Hún telur sig og heilbrigðisráðherra á sömu blaðsíðu í þessum efnum. „Já, ég held að það þurfi að líta til ýmissa þátta til þess að fara þessa leið. Það er mikilvægt að horfa á þetta sem heilbrigðisvandamál en það þarf líka að horfa til þess hvar vandamálið er í raun,“ segir Áslaug. Vísar hún þar t.a.m. til þess að fólk hafi veigrað sér við að hringja eftir aðstoð lögreglu þegar fíkniefni eru höfð við hönd og einhver missir meðvitund. „Það þarf að sjá til þess að fólk geti gert það með öruggum hætti," segir Áslaug. En fyrst það virðist vera samhljómur um að stefna að afglæpun neysluskammta, hvers vegna þá ekki að samþykkja frumvarpið sem Píratar lögðu fram? Áslaug segir að ýmislegt hafi vantað upp á það. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ segir dómsmálaráðherra. Heilbrigðismál Félagsmál Lögreglumál Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir samhljóm milli sín og heilbrigðisráðherra um að ráðast í breytingar á fíkniefnalögum á næsta þingvetri. Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum. Eitt helsta þrætueplið á síðasta þingfundi fyrir sumarfrí var frumvarp Pírata um afglæpun neysluskammta fíkniefna. Það var endingu fellt, þó svo að margir stjórnarþingmenn hafi sagst styðja markmið frumvarpsins. Ein þeirra var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem sagði í ræðu sinni á þingfundinum að hún hygðist vinna í afglæpunarátt innan síns ráðuneytis. Aðspurð hvort hún muni því leggja fram frumvarp í haust, í ljósi þess að þá hefst síðasti þingvetur núverandi ríkisstjórnar, segir dómsmálaráðherra að það myndi falla í skaut heilbrigðisráðherra því Svandís Svavarsdóttir fari með fíkniefnalög. „Það er þó auðvitað margt sem snýr að mínu ráðuneyti og ég mun henda mér í það og hef átt það samtal við heilbrigðisráðherra, að við vinnum að þessu frumvarpi saman,“ segir Áslaug. Ekki þorað að hringja á aðstoð Hún telur sig og heilbrigðisráðherra á sömu blaðsíðu í þessum efnum. „Já, ég held að það þurfi að líta til ýmissa þátta til þess að fara þessa leið. Það er mikilvægt að horfa á þetta sem heilbrigðisvandamál en það þarf líka að horfa til þess hvar vandamálið er í raun,“ segir Áslaug. Vísar hún þar t.a.m. til þess að fólk hafi veigrað sér við að hringja eftir aðstoð lögreglu þegar fíkniefni eru höfð við hönd og einhver missir meðvitund. „Það þarf að sjá til þess að fólk geti gert það með öruggum hætti," segir Áslaug. En fyrst það virðist vera samhljómur um að stefna að afglæpun neysluskammta, hvers vegna þá ekki að samþykkja frumvarpið sem Píratar lögðu fram? Áslaug segir að ýmislegt hafi vantað upp á það. „Bæði að horfa til lyfja sem og skilgreiningu á neysluskömmtum. Það þarf að skoða betur hvernig á að gera upptæka neysluskammta frá börnum og fleira. Þetta er eitthvað sem þurfum að skoða og auðvitað gera í fullu samráði við flutningsmenn frumvarpsins,“ segir dómsmálaráðherra.
Heilbrigðismál Félagsmál Lögreglumál Fíkn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira