Fjallvegir opna hver af öðrum Telma Tómasson skrifar 13. júlí 2020 16:56 Færðin á öllu landinu. vegagerðin Vegagerðin er nú að opna fjallvegi einn af öðrum. Almennt má segja að verið sé að opna helstu fjallvegi frekar seint í ár, þar sem snjóþyngsli hafa verið mikil og aurbleyta víða. Þar sem búið er að opna er hins vegar ágætlega fært og Vegagerðin hefur lagað helstu skemmdir á vegum. Ferðalangar eru beðnir um að gæta að því að heldur mikið er í ám þessa stundina út af leysingum. Helstu leiðir eru nú opnar; Kjalvegur var opnaður fyrst fyrir um þremur vikum, en hann er yfirleitt snjóléttastur hálendisvega. Sprengisandur var opnaður fyrir helgi og Skagafjarðarleið einnig. Síðasti leggur Fjallabaks-Syðri var opnaður í morgun. Örfaár leiðir eru þó enn lokaðar; á Norðurlandi er Eyjafjarðarleið enn lokuð, en þar er mikill snjór og sama má segja um Fjörður. Allflestir vegirnir eru eingöngu færir stærri bílum og jeppum með fjórhjóladrifi, einstaka leið má þó fara yfir á jepplingi. Kort með ástandi hálendisvega má finna á vefsíðu Vegagerðarinnar og er mjög mikilvægt að kynna sér það áður en lagt er af stað og einnig eru ítarlegar upplýsingar veittar í síma 1777. Málum fjölgar ár frá ári sem lögreglan á Suðurlandi sinnir á hálendinu í samræmi við aukinn áhuga útlendra og innlendra ferðamanna. Mestur er áhuginn á Landmannalaugum og Þórsmörk og eru flest verkefni lögreglunnar á þeim svæðum. Útköll eru algengust vegna slysa, en einnig hefur tilkynningum vegna utanvegaaksturs fjölgað töluvert síðustu ár. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi nær frá Litlu-Kaffistofunni og allt austur að Hvalnesskriðum. Samgöngur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Vegagerðin er nú að opna fjallvegi einn af öðrum. Almennt má segja að verið sé að opna helstu fjallvegi frekar seint í ár, þar sem snjóþyngsli hafa verið mikil og aurbleyta víða. Þar sem búið er að opna er hins vegar ágætlega fært og Vegagerðin hefur lagað helstu skemmdir á vegum. Ferðalangar eru beðnir um að gæta að því að heldur mikið er í ám þessa stundina út af leysingum. Helstu leiðir eru nú opnar; Kjalvegur var opnaður fyrst fyrir um þremur vikum, en hann er yfirleitt snjóléttastur hálendisvega. Sprengisandur var opnaður fyrir helgi og Skagafjarðarleið einnig. Síðasti leggur Fjallabaks-Syðri var opnaður í morgun. Örfaár leiðir eru þó enn lokaðar; á Norðurlandi er Eyjafjarðarleið enn lokuð, en þar er mikill snjór og sama má segja um Fjörður. Allflestir vegirnir eru eingöngu færir stærri bílum og jeppum með fjórhjóladrifi, einstaka leið má þó fara yfir á jepplingi. Kort með ástandi hálendisvega má finna á vefsíðu Vegagerðarinnar og er mjög mikilvægt að kynna sér það áður en lagt er af stað og einnig eru ítarlegar upplýsingar veittar í síma 1777. Málum fjölgar ár frá ári sem lögreglan á Suðurlandi sinnir á hálendinu í samræmi við aukinn áhuga útlendra og innlendra ferðamanna. Mestur er áhuginn á Landmannalaugum og Þórsmörk og eru flest verkefni lögreglunnar á þeim svæðum. Útköll eru algengust vegna slysa, en einnig hefur tilkynningum vegna utanvegaaksturs fjölgað töluvert síðustu ár. Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi nær frá Litlu-Kaffistofunni og allt austur að Hvalnesskriðum.
Samgöngur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira