Veröld sem var Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 14. júlí 2020 15:00 Icelandair rær nú lífróður. Covid-19 faraldurinn hefur tímabundið kippt fótunum undan rekstri flugfélaga um allan heim og Icelandair er engin undantekning þar á. Fyrir vikið reynir félagið nú að safna nýju hlutafé inn í reksturinn og semja við lánadrottna, stéttarfélög, flugvélasala og aðra lykilsamstarfsaðila um rekstrargrundvöll til framtíðar. Þetta er ærið verkefni og það er mikið undir, fyrir Icelandair en ekki síður íslenskt samfélag. Ljóst er að uppbygging í flugrekstri og ferðaþjónustu á Íslandi eftir faraldurinn verður önnur og hægari ef Icelandair nýtur ekki við. Það voru því vonbrigði þegar félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands felldu í síðustu viku nýjan kjarasamning við félagið. Samningurinn hefði hvort í senn gert Icelandair samkeppnishæfara á alþjóðamarkaði og tryggt ein þau bestu kjör sem flugfreyjum og flugþjónum bjóðast í heiminum í dag. Erlend flugfélög aðlagast breyttu landslagi Þau flugfélög sem Icelandair ber sig helst saman við hafa á liðnum árum gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum við flugáhafnir, flugmenn og flugfreyjur, sem fela í sér minni kostnað fyrir fyrirtækin. Sú þróun er nauðsynleg og eðlilegt framhald af því að síðustu tuttugu ár hefur fjöldi flugfélaga sprottið upp með allt annað og ódýrara launafyrirkomulag en áður þekktist. Icelandair hefur nú þegar náð samningum við flugmenn og flugvirkja sem taka mið af þessu breytta landslagi og eru þess eðlis að hægt verður að efla samkeppnisstöðu félagsins til lengri tíma. Félög á borð við SAS og Finnair hafa til að mynda brugðist við þessari þróun með breytingum á kjarasamningum 2012 og 2014. Bæði félögin eru því nú betur í stakk búin til að mæta þeim áskorunum sem fylgja Covid-19 faraldrinum sem gerir þeim kleift að halda áfram starfsemi og fólki að halda störfum sínum. Þá hafa British Airways tilkynnt um enn víðtækari aðgerðir sem felast í því að segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum og ráða aftur á 50 prósent af fyrri launum. Forsvarsmenn Play hafa gefið út að félagið hafi gert kjarasamning um störf flugfreyja og flugþjóna sem fela í sér allt að 27 prósent lægri launakostnað en tíðkaðist hjá Wow air vegna sömu starfa, en Wow air var með um 30 prósent hagstæðari samninga við FFÍ en Icelandair. Í fangið á íslenskum skattgreiðendum? Það hlýtur að gefa augaleið að Icelandair getur ekki staðið undir því að borga mun hærri laun en samkeppnisaðilar fyrir sömu störf. Þá getur það reynst samfélögum dýrkeypt að störf flugfreyja og -þjóna séu mönnuð háskólamenntuðum einstaklingum sem á meðan starfa ekki við sitt fag. Þannig tapast dýrmæt reynsla og þekking af vinnumarkaði - inn á spítölum og menntastofnunum, svo dæmi séu tekin. Vegna veikrar stöðu flugfélaga höfum við séð ríkisstjórnir landanna í kringum okkur koma flugfélögum til aðstoðar með ýmsum hætti. Eðlilega velta margir því fyrir sér hvort að íslenska ríkið feti sömu braut eða taki félagið jafnvel yfir. Afar ólíklegt er að ríkið taki yfir rekstur Icelandair með óbreyttu rekstrar- og launafyrirkomulagi, enda óábyrgt með öllu þegar blasir við fjögur hundruð milljarða króna hallarekstur ríkissjóðs næstu tvö árin. Útilokað er að ná sátt um að peningar skattgreiðenda verði nýttir í taprekstur í harðri samkeppni á alþjóðlegum flugmarkaði, til þess eins að viðhalda góðum kjörum flugáhafna. Fari svo að Icelandair endi í fanginu á ríkinu má ætla að farið verði með félagið með svipuðum hætti og bankana, sem eru nú í eigu ríkisins. Skipuð verði sjálfstæð stjórn yfir félaginu og arðsemiskrafa gerð á reksturinn líkt og eðlilegt er – og það undirbúið undir sölu síðar meir eða nýtt félag stofnað á grunni þess gamla. Hvernig sem fer er ólíklegt að þau kjör sem flugáhafnir Icelandair hafa búið við til þessa verði nokkurn tímann í boði aftur – hvorki hér á landi né annars staðar, enda hefur samkeppnin í alþjóðlegum flugrekstri vaxið ár frá ári og mun halda áfram að vaxa þegar allt kemst í eðlilegt horf á ný. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Kjaramál Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Sjá meira
Icelandair rær nú lífróður. Covid-19 faraldurinn hefur tímabundið kippt fótunum undan rekstri flugfélaga um allan heim og Icelandair er engin undantekning þar á. Fyrir vikið reynir félagið nú að safna nýju hlutafé inn í reksturinn og semja við lánadrottna, stéttarfélög, flugvélasala og aðra lykilsamstarfsaðila um rekstrargrundvöll til framtíðar. Þetta er ærið verkefni og það er mikið undir, fyrir Icelandair en ekki síður íslenskt samfélag. Ljóst er að uppbygging í flugrekstri og ferðaþjónustu á Íslandi eftir faraldurinn verður önnur og hægari ef Icelandair nýtur ekki við. Það voru því vonbrigði þegar félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands felldu í síðustu viku nýjan kjarasamning við félagið. Samningurinn hefði hvort í senn gert Icelandair samkeppnishæfara á alþjóðamarkaði og tryggt ein þau bestu kjör sem flugfreyjum og flugþjónum bjóðast í heiminum í dag. Erlend flugfélög aðlagast breyttu landslagi Þau flugfélög sem Icelandair ber sig helst saman við hafa á liðnum árum gert veigamiklar breytingar á kjarasamningum við flugáhafnir, flugmenn og flugfreyjur, sem fela í sér minni kostnað fyrir fyrirtækin. Sú þróun er nauðsynleg og eðlilegt framhald af því að síðustu tuttugu ár hefur fjöldi flugfélaga sprottið upp með allt annað og ódýrara launafyrirkomulag en áður þekktist. Icelandair hefur nú þegar náð samningum við flugmenn og flugvirkja sem taka mið af þessu breytta landslagi og eru þess eðlis að hægt verður að efla samkeppnisstöðu félagsins til lengri tíma. Félög á borð við SAS og Finnair hafa til að mynda brugðist við þessari þróun með breytingum á kjarasamningum 2012 og 2014. Bæði félögin eru því nú betur í stakk búin til að mæta þeim áskorunum sem fylgja Covid-19 faraldrinum sem gerir þeim kleift að halda áfram starfsemi og fólki að halda störfum sínum. Þá hafa British Airways tilkynnt um enn víðtækari aðgerðir sem felast í því að segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum og ráða aftur á 50 prósent af fyrri launum. Forsvarsmenn Play hafa gefið út að félagið hafi gert kjarasamning um störf flugfreyja og flugþjóna sem fela í sér allt að 27 prósent lægri launakostnað en tíðkaðist hjá Wow air vegna sömu starfa, en Wow air var með um 30 prósent hagstæðari samninga við FFÍ en Icelandair. Í fangið á íslenskum skattgreiðendum? Það hlýtur að gefa augaleið að Icelandair getur ekki staðið undir því að borga mun hærri laun en samkeppnisaðilar fyrir sömu störf. Þá getur það reynst samfélögum dýrkeypt að störf flugfreyja og -þjóna séu mönnuð háskólamenntuðum einstaklingum sem á meðan starfa ekki við sitt fag. Þannig tapast dýrmæt reynsla og þekking af vinnumarkaði - inn á spítölum og menntastofnunum, svo dæmi séu tekin. Vegna veikrar stöðu flugfélaga höfum við séð ríkisstjórnir landanna í kringum okkur koma flugfélögum til aðstoðar með ýmsum hætti. Eðlilega velta margir því fyrir sér hvort að íslenska ríkið feti sömu braut eða taki félagið jafnvel yfir. Afar ólíklegt er að ríkið taki yfir rekstur Icelandair með óbreyttu rekstrar- og launafyrirkomulagi, enda óábyrgt með öllu þegar blasir við fjögur hundruð milljarða króna hallarekstur ríkissjóðs næstu tvö árin. Útilokað er að ná sátt um að peningar skattgreiðenda verði nýttir í taprekstur í harðri samkeppni á alþjóðlegum flugmarkaði, til þess eins að viðhalda góðum kjörum flugáhafna. Fari svo að Icelandair endi í fanginu á ríkinu má ætla að farið verði með félagið með svipuðum hætti og bankana, sem eru nú í eigu ríkisins. Skipuð verði sjálfstæð stjórn yfir félaginu og arðsemiskrafa gerð á reksturinn líkt og eðlilegt er – og það undirbúið undir sölu síðar meir eða nýtt félag stofnað á grunni þess gamla. Hvernig sem fer er ólíklegt að þau kjör sem flugáhafnir Icelandair hafa búið við til þessa verði nokkurn tímann í boði aftur – hvorki hér á landi né annars staðar, enda hefur samkeppnin í alþjóðlegum flugrekstri vaxið ár frá ári og mun halda áfram að vaxa þegar allt kemst í eðlilegt horf á ný. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun