Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Telma Tómasson skrifar 15. júlí 2020 13:27 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Jákvætt er að atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni svokölluðu hefur á lækkað hraðar en ráð var gert fyrir. Fjöldi atvinnulausra var mestur á Suðurnesjum og jókst um eitt prósent í júní. Nemur atvinnuleysi á svæðinu 13,2 prósentum. „Það er alltaf versta ástandið á Suðurnesjum áfram þó það hafi lagast mikið í júní og maí, og hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru svæðin sem fara verst út úr þessu. Suðurlandið er líka viðkvæmt, þar hefur alltaf verið mikil ferðaþjónusta,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við Vísi. Eins og spáð hefur verið er útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt með í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði hjá um 110 fyrirtækjum. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%. „Við óttumst það. Það voru ansi miklar uppsagnir á vormánuðum. Fólk var að vinna uppsagnarfrestinn og alveg óskrifað blað hvað af því fólki heldur starfinu sínu áfram, sem við vonum að verði sem flestir en einhverjir munu náttúrulega missa vinnuna alveg, það er alveg ljóst.“ Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. En hvernig reiðir erlendum starfsmönnum af?„Það er bara í takti við okkur Íslendinga. Okkur Íslendingum hefur fjölgað hraðar því það var svo mikill fjöldi sem missti vinnuna í vor og sumar. Hlutfallslegar hefur Íslendingum fjölgað. En ég sé það á skránni núna að útlendingarnir eru aftur orðnir 40% af þeim sem eru að leita sér að vinnu hér á landi,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Jákvætt er að atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni svokölluðu hefur á lækkað hraðar en ráð var gert fyrir. Fjöldi atvinnulausra var mestur á Suðurnesjum og jókst um eitt prósent í júní. Nemur atvinnuleysi á svæðinu 13,2 prósentum. „Það er alltaf versta ástandið á Suðurnesjum áfram þó það hafi lagast mikið í júní og maí, og hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru svæðin sem fara verst út úr þessu. Suðurlandið er líka viðkvæmt, þar hefur alltaf verið mikil ferðaþjónusta,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við Vísi. Eins og spáð hefur verið er útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt með í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði hjá um 110 fyrirtækjum. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%. „Við óttumst það. Það voru ansi miklar uppsagnir á vormánuðum. Fólk var að vinna uppsagnarfrestinn og alveg óskrifað blað hvað af því fólki heldur starfinu sínu áfram, sem við vonum að verði sem flestir en einhverjir munu náttúrulega missa vinnuna alveg, það er alveg ljóst.“ Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. En hvernig reiðir erlendum starfsmönnum af?„Það er bara í takti við okkur Íslendinga. Okkur Íslendingum hefur fjölgað hraðar því það var svo mikill fjöldi sem missti vinnuna í vor og sumar. Hlutfallslegar hefur Íslendingum fjölgað. En ég sé það á skránni núna að útlendingarnir eru aftur orðnir 40% af þeim sem eru að leita sér að vinnu hér á landi,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55