Jón Páll segir vegið að starfsheiðri sínum og telur uppsögnina ólögmæta Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2020 16:36 Jón Páll Pálmason gerði samning til þriggja ára við Víking Ólafsvík en var svo rekinn eftir að hafa stýrt liðinu í fimm deildarleikjum. vísir/ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var rekinn frá Víkingi Ólafsvík í vikunni. Hann var ráðinn til að stýra karlaliði félagsins í fótbolta næstu þrjú árin en látinn fara eftir fimm deildarleiki. Jón Páll segist í yfirlýsingu telja brottvísun sína ólögmæta og hefur hann falið lögmanni að gæta hagsmuna sinna. Hann kveðst ekki hafa fengið uppsagnarbréf fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið tilkynnti fjölmiðlum um uppsögnina. Ástæðan sem honum var gefin fyrir uppsögninni er sú að hann hafi ekki sinnt skyldum sínum nægilega vel sem yfirþjálfari yngri flokka en því hafnar Jón Páll alfarið. Hann telji gróflega vegið að sínum starfsheiðri og hafi því ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning. Víkingur er með sex stig eftir fyrstu fimm leiki sína í Lengjudeildinni en liðið var auk þess hársbreidd frá því að slá Víking Reykjavík út úr Mjólkurbikarnum. Í tilkynningu frá stjórn Víkings Ó. sagði að stjórninni hefði einfaldlega ekki þótt samstarfið hafa gengið upp og því hefði verið ákveðið að segja Jóni Páli upp. Félagið hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Yfirlýsing Jóns Páls Kæru vinir, Á snörpum fundi síðastliðið mánudagskvöld, þann 13 júlí var mér sagt upp störfum hjá Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir af minni hálfu um að fá uppsagnarbréf og ástæðu uppsagnar skriflega frá félaginu fékk ég þær ekki fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið hafði tilkynnt fjölmiðlum um uppsögnina. Á sunnudag sendi ég stjórn knattspyrnudeildar bréf. Þar legg ég fram tillögur um nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og heilsu leikmanna félagsins þegar kom að búsetuskilyrðum og ferðalögum liðsins í útileiki. Félagið segir í bréfi til mín að ástæða uppsagnarinnar sé mikil óánægja með störf mín sem yfirþjálfari yngri flokka þar sem til að mynda viðvera mín hafi ekki verið næg. Ég hafna þessum ásökunum alfarið og tel gróflega vegið að heiðri mínum sem fagmanni í starfi, sem ég hef lagt líf og sál í undanfarna tæpa tvo áratugi. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning við félagið. Ég tel brottvísun mína ólögmæta og hef falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þess. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum meistaraflokks karla, leikmönnum yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnessamstarfsins, aðstoðarþjálfurum mínum í mfl. og yngri flokkum og foreldrum fyrir gott samstarf. Starfsfólki íþróttahússins vil ég þakka sérstaklega fyrir að hafa tekið frábærlega á móti mér og fjölskyldu minni. Mbk, Jón Páll Pálmason Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Tengdar fréttir Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld. 13. júlí 2020 19:42 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Jón Páll Pálmason hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var rekinn frá Víkingi Ólafsvík í vikunni. Hann var ráðinn til að stýra karlaliði félagsins í fótbolta næstu þrjú árin en látinn fara eftir fimm deildarleiki. Jón Páll segist í yfirlýsingu telja brottvísun sína ólögmæta og hefur hann falið lögmanni að gæta hagsmuna sinna. Hann kveðst ekki hafa fengið uppsagnarbréf fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið tilkynnti fjölmiðlum um uppsögnina. Ástæðan sem honum var gefin fyrir uppsögninni er sú að hann hafi ekki sinnt skyldum sínum nægilega vel sem yfirþjálfari yngri flokka en því hafnar Jón Páll alfarið. Hann telji gróflega vegið að sínum starfsheiðri og hafi því ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning. Víkingur er með sex stig eftir fyrstu fimm leiki sína í Lengjudeildinni en liðið var auk þess hársbreidd frá því að slá Víking Reykjavík út úr Mjólkurbikarnum. Í tilkynningu frá stjórn Víkings Ó. sagði að stjórninni hefði einfaldlega ekki þótt samstarfið hafa gengið upp og því hefði verið ákveðið að segja Jóni Páli upp. Félagið hefur ekki tjáð sig frekar um málið. Yfirlýsing Jóns Páls Kæru vinir, Á snörpum fundi síðastliðið mánudagskvöld, þann 13 júlí var mér sagt upp störfum hjá Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir af minni hálfu um að fá uppsagnarbréf og ástæðu uppsagnar skriflega frá félaginu fékk ég þær ekki fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið hafði tilkynnt fjölmiðlum um uppsögnina. Á sunnudag sendi ég stjórn knattspyrnudeildar bréf. Þar legg ég fram tillögur um nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og heilsu leikmanna félagsins þegar kom að búsetuskilyrðum og ferðalögum liðsins í útileiki. Félagið segir í bréfi til mín að ástæða uppsagnarinnar sé mikil óánægja með störf mín sem yfirþjálfari yngri flokka þar sem til að mynda viðvera mín hafi ekki verið næg. Ég hafna þessum ásökunum alfarið og tel gróflega vegið að heiðri mínum sem fagmanni í starfi, sem ég hef lagt líf og sál í undanfarna tæpa tvo áratugi. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning við félagið. Ég tel brottvísun mína ólögmæta og hef falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þess. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum meistaraflokks karla, leikmönnum yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnessamstarfsins, aðstoðarþjálfurum mínum í mfl. og yngri flokkum og foreldrum fyrir gott samstarf. Starfsfólki íþróttahússins vil ég þakka sérstaklega fyrir að hafa tekið frábærlega á móti mér og fjölskyldu minni. Mbk, Jón Páll Pálmason
Yfirlýsing Jóns Páls Kæru vinir, Á snörpum fundi síðastliðið mánudagskvöld, þann 13 júlí var mér sagt upp störfum hjá Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir af minni hálfu um að fá uppsagnarbréf og ástæðu uppsagnar skriflega frá félaginu fékk ég þær ekki fyrr en 21 klukkustund eftir að félagið hafði tilkynnt fjölmiðlum um uppsögnina. Á sunnudag sendi ég stjórn knattspyrnudeildar bréf. Þar legg ég fram tillögur um nauðsynlegar breytingar til að auka öryggi og heilsu leikmanna félagsins þegar kom að búsetuskilyrðum og ferðalögum liðsins í útileiki. Félagið segir í bréfi til mín að ástæða uppsagnarinnar sé mikil óánægja með störf mín sem yfirþjálfari yngri flokka þar sem til að mynda viðvera mín hafi ekki verið næg. Ég hafna þessum ásökunum alfarið og tel gróflega vegið að heiðri mínum sem fagmanni í starfi, sem ég hef lagt líf og sál í undanfarna tæpa tvo áratugi. Þar af leiðandi hef ég ákveðið að hafna því að skrifa undir starfslokasamning við félagið. Ég tel brottvísun mína ólögmæta og hef falið lögmanni að gæta hagsmuna minna vegna þess. Ég vil þakka stuðningsmönnum, leikmönnum meistaraflokks karla, leikmönnum yngri flokka Víkings/Reynis og Snæfellsnessamstarfsins, aðstoðarþjálfurum mínum í mfl. og yngri flokkum og foreldrum fyrir gott samstarf. Starfsfólki íþróttahússins vil ég þakka sérstaklega fyrir að hafa tekið frábærlega á móti mér og fjölskyldu minni. Mbk, Jón Páll Pálmason
Íslenski boltinn Lengjudeildin Víkingur Ólafsvík Tengdar fréttir Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld. 13. júlí 2020 19:42 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Jón Páll rekinn frá Víkingi Ólafsvík Jón Páll Pálmason hefur verið rekinn úr starfi þjálfara hjá Víkingi Ólafsvík en þetta staðfesti félagið í kvöld. 13. júlí 2020 19:42