Hver verður eftirmaður Ólafs hjá FH? Íþróttadeild skrifar 16. júlí 2020 12:49 Svo virðist sem Ólafur Kristjánsson sé á förum frá FH. Hann tók við liðinu haustið 2017. vísir/hag Ólafur Kristjánsson er á förum frá FH til að taka við danska B-deildarliðinu Esbjerg. Þetta herma heimildir sparkspekingsins Hjörvars Hafliðasonar. Óli til DK. FH þarf þjálfara út tímabilið. @davidarsson væri frábær lausn með Lauga með sér.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 16, 2020 Ef satt reynist þarf FH því að finna sér nýjan þjálfara. Hér fyrir neðan eru nokkrir þjálfarar sem gætu tekið við Fimleikafélaginu. Gæti Logi snúið aftur til FH?vísir/bára Logi Ólafsson Maðurinn sem lagði grunninn að sigurgöngu FH. Undir hans stjórn unnu FH-ingar B-deildina 2000 og lentu svo í 3. sæti efstu deildar árið eftir. Fékk menn á borð við Heimi Guðjónsson og Frey Bjarnason til FH. Stýrði síðast Víkingi R. 2017 og 2018 og hefur þjálfað síðan á miðjum 9. áratug síðustu aldar. Þorvaldur hefur komið víða við á þjálfaraferlinum en ekki enn fengið tækifæri með eitt af stærstu liðum landsins.vísir/vilhelm Þorvaldur Örlygsson Þrautreyndur þjálfari sem hefur oft gert mikið úr litlu. Hefur þjálfað KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík. Er í dag þjálfari U-19 ára landsliðs karla. Leitar hugurinn aftur í félagsliðaþjálfun? Eyjólfur kom íslenska U-21 árs landsliðinu á EM á sínum tíma.vísir/vilhelm Eyjólfur Sverrisson Var lengi með U-21 árs landslið karla og um tíma aðstoðarþjálfari Wolfsburg í Þýskalandi. Á enn eftir að stýra félagsliði. Davíð varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH, þar af fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins.vísir/bára Davíð Þór Viðarsson Leiðtogi FH-liðsins til margra ára. Lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og hefur síðan getið sér gott orð sem sérfræðingur á Stöð 2 Sport. Mikill og sterkur karakter sem gæti náð langt í þjálfun. Arnar var ráðinn þjálfari U-21 árs landsliðsins í byrjun síðasta árs.vísir/bára Arnar Þór Viðarsson Eldri bróðir Davíðs hefur áður verið orðaður við FH. Stýrði Cercle Brugge og Lokeren í Belgíu um tíma. Er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Er hann tilbúinn að sleppa takinu af því? Willum átti eftirminnilega endurkomu í þjálfun 2016.vísir/bára Willum Þór Þórsson Afar ólíklegt er að formaður fjárlaganefndar Alþingis fari aftur í þjálfun núna. En síðast þegar hann tók við liði á miðju tímabili (2016) reif hann KR úr fallbaráttu og kom liðinu í Evrópukeppni. Guðlaugur var bæði aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar og Ólafs Kristjánssonar með FH.vísir/bára Guðlaugur Baldursson/Ásmundur Haraldsson Það vantar ekki reynsluna í aðstoðarþjálfara FH. Guðlaugur hefur meiri reynslu úr efstu deild og stýrði þar ÍBV og Keflavík. Ásmundur var lengi aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Annar hvor þeirra, eða báðir, gætu stýrt FH út tímabilið. Fáum við að sjá Eið Smára í íslensku deildinni í fyrsta sinn síðan 1998?vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen Okkar besti fótboltamaður og hafsjór af þekkingu um leikinn fagra. Hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars Þórs með U-21 árs landsliðið. Gæti hann tekið stökkið út í félagsliðaþjálfun? Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Ólafur Kristjánsson er á förum frá FH til að taka við danska B-deildarliðinu Esbjerg. Þetta herma heimildir sparkspekingsins Hjörvars Hafliðasonar. Óli til DK. FH þarf þjálfara út tímabilið. @davidarsson væri frábær lausn með Lauga með sér.— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 16, 2020 Ef satt reynist þarf FH því að finna sér nýjan þjálfara. Hér fyrir neðan eru nokkrir þjálfarar sem gætu tekið við Fimleikafélaginu. Gæti Logi snúið aftur til FH?vísir/bára Logi Ólafsson Maðurinn sem lagði grunninn að sigurgöngu FH. Undir hans stjórn unnu FH-ingar B-deildina 2000 og lentu svo í 3. sæti efstu deildar árið eftir. Fékk menn á borð við Heimi Guðjónsson og Frey Bjarnason til FH. Stýrði síðast Víkingi R. 2017 og 2018 og hefur þjálfað síðan á miðjum 9. áratug síðustu aldar. Þorvaldur hefur komið víða við á þjálfaraferlinum en ekki enn fengið tækifæri með eitt af stærstu liðum landsins.vísir/vilhelm Þorvaldur Örlygsson Þrautreyndur þjálfari sem hefur oft gert mikið úr litlu. Hefur þjálfað KA, Fjarðabyggð, Fram, ÍA, HK og Keflavík. Er í dag þjálfari U-19 ára landsliðs karla. Leitar hugurinn aftur í félagsliðaþjálfun? Eyjólfur kom íslenska U-21 árs landsliðinu á EM á sínum tíma.vísir/vilhelm Eyjólfur Sverrisson Var lengi með U-21 árs landslið karla og um tíma aðstoðarþjálfari Wolfsburg í Þýskalandi. Á enn eftir að stýra félagsliði. Davíð varð sjö sinnum Íslandsmeistari með FH, þar af fjórum sinnum sem fyrirliði liðsins.vísir/bára Davíð Þór Viðarsson Leiðtogi FH-liðsins til margra ára. Lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og hefur síðan getið sér gott orð sem sérfræðingur á Stöð 2 Sport. Mikill og sterkur karakter sem gæti náð langt í þjálfun. Arnar var ráðinn þjálfari U-21 árs landsliðsins í byrjun síðasta árs.vísir/bára Arnar Þór Viðarsson Eldri bróðir Davíðs hefur áður verið orðaður við FH. Stýrði Cercle Brugge og Lokeren í Belgíu um tíma. Er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ og þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Er hann tilbúinn að sleppa takinu af því? Willum átti eftirminnilega endurkomu í þjálfun 2016.vísir/bára Willum Þór Þórsson Afar ólíklegt er að formaður fjárlaganefndar Alþingis fari aftur í þjálfun núna. En síðast þegar hann tók við liði á miðju tímabili (2016) reif hann KR úr fallbaráttu og kom liðinu í Evrópukeppni. Guðlaugur var bæði aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar og Ólafs Kristjánssonar með FH.vísir/bára Guðlaugur Baldursson/Ásmundur Haraldsson Það vantar ekki reynsluna í aðstoðarþjálfara FH. Guðlaugur hefur meiri reynslu úr efstu deild og stýrði þar ÍBV og Keflavík. Ásmundur var lengi aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Annar hvor þeirra, eða báðir, gætu stýrt FH út tímabilið. Fáum við að sjá Eið Smára í íslensku deildinni í fyrsta sinn síðan 1998?vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen Okkar besti fótboltamaður og hafsjór af þekkingu um leikinn fagra. Hefur verið aðstoðarþjálfari Arnars Þórs með U-21 árs landsliðið. Gæti hann tekið stökkið út í félagsliðaþjálfun?
Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Segir Ólaf á leið til Danmerkur og FH í þjálfaraleit Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er á leið til Danmerkur ef marka má heimildir fjölmiðlamannsins Hjörvars Hafliðasonar. 16. júlí 2020 10:12
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti