Íslenski boltinn

Tveir Bestu deildarslagir og bikar­meistararnir mæta KFA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KA varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í fyrra.
KA varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í fyrra. vísir/diego

Aðeins tveir leikir milli liða úr Bestu deild karla verða í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Bikarmeistarar KA mæta KFA.

Víkingur, sem varð bikarmeistari fjórum sinnum í röð áður en liðið tapaði fyrir KA í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra, mætir ÍBV í Eyjum. Þessi lið mætast einmitt í Víkinni í 1. umferð Bestu deildarinnar í kvöld.

Fram og FH eigast við á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal og liðin sem börðust um að halda sér í Bestu deildinni í fyrra, Vestri og HK, mætast fyrir vestan.

Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta annað hvort RB eða Fjölni. Enn á eftir að leika sjö leiki í 2. umferð Mjólkurbikarsins.

Leikirnir í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fara fram 17.-19. apríl næstkomandi.

32-liða úrslit Mjólkubikars karla

  • Kári - Fylkir
  • Vestri - HK
  • Fram - FH
  • ÍH/Selfoss - Haukar
  • KA - KFA
  • Breiðablik - RB/Fjölnir
  • Víkingur Ó./Smári - Úlfarnir
  • Afturelding - Höttur/Huginn
  • Grindavík - Valur
  • KR - KÁ
  • Stjarnan - Njarðvík/BF108
  • ÍBV - Víkingur R.
  • Grótta/Víðir - ÍA
  • Þór Ak. - Augnablik/ÍR
  • Tindastóll/Völsungur - Þróttur R.
  • Keflavík - Leiknir R.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×