Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 11:22 Brad Parscale hefur stýrt framboði Trump til þessa en vakti reiði forsetans þegar mun færri mættu á kosningafund í Tulsa en vonir stóðu til. Áður hafði hann líkt mætti Trump-framboðsins við Helstirnið úr Stjörnustríðskvikmyndunum. AP/Paul Sancya Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. Brad Parscale, sem hefur stýrt framboði Trump til endurkjörs til þessa, verður áfram ráðgjafi þess í stafrænum málum. Í stað hans kemur Bill Stepien, pólitískur ráðgjafi Trump. Hann tók meðal annars þátt í að stýra framboði Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Jafnvel áður en Trump tilkynnti um brotthvarf Parscale í gær hafði staða kosningastjórans veikst. Trump er sagður hafa verið honum reiður vegna kosningafundar í Tulsa þar sem mun færri stuðningsmenn forsetans mættu en Parscale hafði básúnað í aðdraganda fundarins. Þá hafa ýmsir ráðgjafar Trump sett spurningamerki við að Parscale héldi sig á Flórída í stað þess að vinna í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Trump á einnig að hafa reiðst yfir því hversu mikið Parscale hefur makað eigin krók á framboðinu. Trump virtist bugaður þegar hann kom aftur til Washington eftir fjöldafundinn í Tulsa sem var ekki í samræmi við væntingar hans. Mikið var um auð sæti þrátt fyrir að Parscale hefði boðað að fundarstaðurinn yrði yfirfullur.AP/Patrick Semansky Sagður þekkja vel til lykilríkjanna Stepien bíður nú það verk að snúa við gengi Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, væntanlegt forsetaefni demókrata, sé með afgerandi forskot á landsvísu og standi vel að vígi í lykilríkjum. Þá hafa vinsældir Trump þokast niður á við í kórónuveirufaraldrinum og þjóðarumræðu um kerfislæga kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem fylgdi dauða George Floyd í haldi lögreglumanna í Minneapolis í maí. Washington Post segir að Stepien sé lágstemmdur persónuleiki og sé þekktur fyrir að vera vel að sér um lykilríkin sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Stepien var einn helsti ráðgjafi Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New Jersey, en var látinn fara í kjölfar hneykslismáls sem tengdist George Washington-brúnni árið 2013. Ólíkt öðrum ráðgjöfum Christie var Stepien ekki sakaður um glæp í því máli og gekk hann til liðs við framboð Trump árið 2016. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump skiptir um kosningastjóra. Í júní árið 2016 rak hann Corey Lewandowski, fyrsta kosningastjóra sinn, en hann hafði meðal annars verið sakaður um að beita blaðakonu hægrisinnuðu vefsíðunnar Breitbart valdi. Í stað Lewandowski kom Paul Manafort sem hafði verið málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg um árabil. Hann entist í tvo mánuði áður en hann sagði af sér í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Manafort var síðar ákærður og sakfelldur fyrir skattsvik, fjárglæpi og að starfa fyrir erlend ríki á laun. Kellyanne Conway tók við af Manafort en hún er enn ráðgjafi Trump í Hvíta húsinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. Brad Parscale, sem hefur stýrt framboði Trump til endurkjörs til þessa, verður áfram ráðgjafi þess í stafrænum málum. Í stað hans kemur Bill Stepien, pólitískur ráðgjafi Trump. Hann tók meðal annars þátt í að stýra framboði Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Jafnvel áður en Trump tilkynnti um brotthvarf Parscale í gær hafði staða kosningastjórans veikst. Trump er sagður hafa verið honum reiður vegna kosningafundar í Tulsa þar sem mun færri stuðningsmenn forsetans mættu en Parscale hafði básúnað í aðdraganda fundarins. Þá hafa ýmsir ráðgjafar Trump sett spurningamerki við að Parscale héldi sig á Flórída í stað þess að vinna í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Trump á einnig að hafa reiðst yfir því hversu mikið Parscale hefur makað eigin krók á framboðinu. Trump virtist bugaður þegar hann kom aftur til Washington eftir fjöldafundinn í Tulsa sem var ekki í samræmi við væntingar hans. Mikið var um auð sæti þrátt fyrir að Parscale hefði boðað að fundarstaðurinn yrði yfirfullur.AP/Patrick Semansky Sagður þekkja vel til lykilríkjanna Stepien bíður nú það verk að snúa við gengi Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, væntanlegt forsetaefni demókrata, sé með afgerandi forskot á landsvísu og standi vel að vígi í lykilríkjum. Þá hafa vinsældir Trump þokast niður á við í kórónuveirufaraldrinum og þjóðarumræðu um kerfislæga kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem fylgdi dauða George Floyd í haldi lögreglumanna í Minneapolis í maí. Washington Post segir að Stepien sé lágstemmdur persónuleiki og sé þekktur fyrir að vera vel að sér um lykilríkin sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Stepien var einn helsti ráðgjafi Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New Jersey, en var látinn fara í kjölfar hneykslismáls sem tengdist George Washington-brúnni árið 2013. Ólíkt öðrum ráðgjöfum Christie var Stepien ekki sakaður um glæp í því máli og gekk hann til liðs við framboð Trump árið 2016. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump skiptir um kosningastjóra. Í júní árið 2016 rak hann Corey Lewandowski, fyrsta kosningastjóra sinn, en hann hafði meðal annars verið sakaður um að beita blaðakonu hægrisinnuðu vefsíðunnar Breitbart valdi. Í stað Lewandowski kom Paul Manafort sem hafði verið málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg um árabil. Hann entist í tvo mánuði áður en hann sagði af sér í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Manafort var síðar ákærður og sakfelldur fyrir skattsvik, fjárglæpi og að starfa fyrir erlend ríki á laun. Kellyanne Conway tók við af Manafort en hún er enn ráðgjafi Trump í Hvíta húsinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27
Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40