Hafnarstjórinn fékk 240 manna skemmtiferðaskip í fangið með stuttum fyrirvara Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júlí 2020 15:31 Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður. Mynd/Valgeir Magnússon Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. „Við áttum ekki von á neinum skipum í sumar svo þetta kom skemmtilega á óvart. Við fengum að vita af þessari áætluðu komu um hádegi í gær. Sú sem ég heyrði í áðan sagði að áhöfnin hafi ekki átt von á að vinna neitt í sumar svo það var mikil ánægja með að hægt væri að sigla til Íslands þar sem fólki þótti spennandi að koma,” segir Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður í Hrísey. Skipið átti að sigla í ævintýraeyjuna Grímsey í dag svo fólkið gæti farið norður fyrir heimskautsbaug. Þar sem von er á slæmri lægð yfir landið ákvað skipstjórinn hins vegar að breyta áætluninni og leita inn í Eyjafjörð. Því varð Hrísey fyrir valinu. „Þau hafa samband við Akureyrarhöfn sem hefur samband við mig til að taka á móti fólkinu. Fólkið er ferjað í land á slöngubátum 10 - 15 manns í einu. Í svona skipi kemur hópur af fararstjórnum fyrst í land, fara um eyjuna til að skoða gönguleiðir, verslanir, veitingastaði og sundlaugina. Þá geta þau lóðsað öllum þegar farþegarnir komu. Það kom þeim skemmtilega á óvart að hér væri allt opið, verslanir, veitingastaðir og sundlaugin. Þau höfðu mestan áhuga á sundlauginni,“ bætir Hermann við. Um 240 manns eru í borð í skipinu en allir farþegar skipsins hafa farið í skimun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli 11.júlí. Þeir fengu ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reyndist neikvæð. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrísey Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. „Við áttum ekki von á neinum skipum í sumar svo þetta kom skemmtilega á óvart. Við fengum að vita af þessari áætluðu komu um hádegi í gær. Sú sem ég heyrði í áðan sagði að áhöfnin hafi ekki átt von á að vinna neitt í sumar svo það var mikil ánægja með að hægt væri að sigla til Íslands þar sem fólki þótti spennandi að koma,” segir Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður í Hrísey. Skipið átti að sigla í ævintýraeyjuna Grímsey í dag svo fólkið gæti farið norður fyrir heimskautsbaug. Þar sem von er á slæmri lægð yfir landið ákvað skipstjórinn hins vegar að breyta áætluninni og leita inn í Eyjafjörð. Því varð Hrísey fyrir valinu. „Þau hafa samband við Akureyrarhöfn sem hefur samband við mig til að taka á móti fólkinu. Fólkið er ferjað í land á slöngubátum 10 - 15 manns í einu. Í svona skipi kemur hópur af fararstjórnum fyrst í land, fara um eyjuna til að skoða gönguleiðir, verslanir, veitingastaði og sundlaugina. Þá geta þau lóðsað öllum þegar farþegarnir komu. Það kom þeim skemmtilega á óvart að hér væri allt opið, verslanir, veitingastaðir og sundlaugin. Þau höfðu mestan áhuga á sundlauginni,“ bætir Hermann við. Um 240 manns eru í borð í skipinu en allir farþegar skipsins hafa farið í skimun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli 11.júlí. Þeir fengu ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reyndist neikvæð.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrísey Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20 Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20