Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2020 23:39 Bolsonaro, sem hér sést í bakgrunninum eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni, hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð við faraldrinum. Getty/Andre Borges Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. Samkvæmt opinberum gögnum hafa að meðaltali greinst 40.000 tilfelli á dag undanfarnar vikur í landinu þar sem næst flest tilfelli hafa greinst. Það er eingöngu í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa smitast samkvæmt opinberum gögnum. Sé hröð fjölgun smitaðra í Brasilíu borin saman við Bandaríkin sést að talsverður munur er á útbreiðsluhraða. Önnur milljón tilfella var staðfest 43 dögum eftir að fyrsta milljónin var staðfest í Bandaríkjunum en eins og áður sagði þurfti einungis 27 daga til í Brasilíu. Alls hafa 2.012.151 tilfelli greinst í ríkinu og hafa 76.688 látið lífið. Um 210 milljónir manna búa í landinu sem er sjötta fjölmennasta ríki veraldar. Viðbrögð Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, við faraldrinum hafa verið gagnrýnd harðlega og hefur kastast í kekki á milli forseta og dómstóla sem kröfðust þess að Bolsonaro myndi klæðast grímu á opinberum vettvangi. Það hafði Bolsonaro ekki tekið í mál og mætti ógrímuklæddur á mótmæli sem haldin voru gegn sóttvarnartakmörkunum sem komið hafði verið á í ýmsum borgum landsins. Vinsældir forsetans hafa þá farið ört minnkandi og telja 44% Brasilíumanna nú að stjórn hans standi sig skelfilega eða illa í starfi. 36% voru á þeirri skoðun í lok síðasta árs. Bolsonaro greindist sjálfur smitaður af kórónuveirunni á dögunum en hann hefur ítrekað krafist þess að ríkisstjórar ríkja Brasilíu láti af takmörkunum sem þykir hafa stuðlað að frekari útbreiðslu veirunnar í Brasilíu. Brasilía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. Samkvæmt opinberum gögnum hafa að meðaltali greinst 40.000 tilfelli á dag undanfarnar vikur í landinu þar sem næst flest tilfelli hafa greinst. Það er eingöngu í Bandaríkjunum þar sem fleiri hafa smitast samkvæmt opinberum gögnum. Sé hröð fjölgun smitaðra í Brasilíu borin saman við Bandaríkin sést að talsverður munur er á útbreiðsluhraða. Önnur milljón tilfella var staðfest 43 dögum eftir að fyrsta milljónin var staðfest í Bandaríkjunum en eins og áður sagði þurfti einungis 27 daga til í Brasilíu. Alls hafa 2.012.151 tilfelli greinst í ríkinu og hafa 76.688 látið lífið. Um 210 milljónir manna búa í landinu sem er sjötta fjölmennasta ríki veraldar. Viðbrögð Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, við faraldrinum hafa verið gagnrýnd harðlega og hefur kastast í kekki á milli forseta og dómstóla sem kröfðust þess að Bolsonaro myndi klæðast grímu á opinberum vettvangi. Það hafði Bolsonaro ekki tekið í mál og mætti ógrímuklæddur á mótmæli sem haldin voru gegn sóttvarnartakmörkunum sem komið hafði verið á í ýmsum borgum landsins. Vinsældir forsetans hafa þá farið ört minnkandi og telja 44% Brasilíumanna nú að stjórn hans standi sig skelfilega eða illa í starfi. 36% voru á þeirri skoðun í lok síðasta árs. Bolsonaro greindist sjálfur smitaður af kórónuveirunni á dögunum en hann hefur ítrekað krafist þess að ríkisstjórar ríkja Brasilíu láti af takmörkunum sem þykir hafa stuðlað að frekari útbreiðslu veirunnar í Brasilíu.
Brasilía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira