Krísufundur hjá flugfreyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2020 14:51 Flugfreyjur funda nú í höfuðstöðvum FFÍ í Kópavogi. Vísir/friðrik Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. Þungt hljóð er í félagsmönnum eftir að Icelandair tilkynnti um uppsögn allra flugfreyja og þjóna félagsins, þess hefur t.a.m. verið óskað að sett verði upp áfallamiðstöð þangað sem félagsmenn geti sótt stuðning. Engin formleg viðbrögð hafa fengist frá Flugfreyjufélaginu síðan Icelandair tilkynnti um ákvörðun sína klukkan 13:30. Um 900 flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp í byrjun maí en í dag sagði Icelandair upp þeim 38 flugfreyjum og flugþjónum sem ekki voru fyrir á uppsögn. Áfram flugfreyjur hjá félaginu Icelandair segist nú ætla að leita til annars íslensks stéttarfélags um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Með þessu segist flugfélagið þó ekki vera að leggja starfsheitinu flugfreyjur og þjónar - „Nei, en öryggis- og þjónustuliði er hið opinbera orð sem notað er í íslensku regluverki,“ segir í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Hlutverk öryggis- og þjónustuliða verður fyrst og fremst að passa öryggið um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki. Flugmenn Icelandair munu ganga í þessi störf þangað til að Icelandair hefur samið við annað stéttarfélag. Icelandair segist geta leitað til „þónokkurra“ stéttarfélaga en að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um hver það verður. Sem fyrr segir funda flugfreyjur nú í Kópavogi. Fréttastofan hefur leitað eftir viðbrögðum frá starfandi formanni FFÍ, Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, en ekki hefur náðst á hana. Ljóst er að ákvörðun Icelandair hefur verið mörgum þeirra þungbær og hefur verið kallað eftir því, í lokuðum Facebook-hóp FFÍ, að sett verði á laggirnar úrræði þangað sem félagsmenn geta leitað eftir stuðningi. „Þvílíkt áfall, sorg, reiði og óvirðing í okkar garð,“ skrifar einn félagsmaður eftir tíðindi dagsins. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Icelandair hefur lokið kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands án árangurs. 17. júlí 2020 13:35 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. Þungt hljóð er í félagsmönnum eftir að Icelandair tilkynnti um uppsögn allra flugfreyja og þjóna félagsins, þess hefur t.a.m. verið óskað að sett verði upp áfallamiðstöð þangað sem félagsmenn geti sótt stuðning. Engin formleg viðbrögð hafa fengist frá Flugfreyjufélaginu síðan Icelandair tilkynnti um ákvörðun sína klukkan 13:30. Um 900 flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp í byrjun maí en í dag sagði Icelandair upp þeim 38 flugfreyjum og flugþjónum sem ekki voru fyrir á uppsögn. Áfram flugfreyjur hjá félaginu Icelandair segist nú ætla að leita til annars íslensks stéttarfélags um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Með þessu segist flugfélagið þó ekki vera að leggja starfsheitinu flugfreyjur og þjónar - „Nei, en öryggis- og þjónustuliði er hið opinbera orð sem notað er í íslensku regluverki,“ segir í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Hlutverk öryggis- og þjónustuliða verður fyrst og fremst að passa öryggið um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki. Flugmenn Icelandair munu ganga í þessi störf þangað til að Icelandair hefur samið við annað stéttarfélag. Icelandair segist geta leitað til „þónokkurra“ stéttarfélaga en að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um hver það verður. Sem fyrr segir funda flugfreyjur nú í Kópavogi. Fréttastofan hefur leitað eftir viðbrögðum frá starfandi formanni FFÍ, Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, en ekki hefur náðst á hana. Ljóst er að ákvörðun Icelandair hefur verið mörgum þeirra þungbær og hefur verið kallað eftir því, í lokuðum Facebook-hóp FFÍ, að sett verði á laggirnar úrræði þangað sem félagsmenn geta leitað eftir stuðningi. „Þvílíkt áfall, sorg, reiði og óvirðing í okkar garð,“ skrifar einn félagsmaður eftir tíðindi dagsins.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Icelandair hefur lokið kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands án árangurs. 17. júlí 2020 13:35 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Icelandair hefur lokið kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands án árangurs. 17. júlí 2020 13:35
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54