Skálholtshátíð lauk í dag með hátíðarmessum í kirkjunni og þegar pílagrímar komu gangandi til messu en þeir sem gengu lengst gengu 120 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði í Skálholt.
Þetta var tíunda árið í röð sem pílagrímsganga er gengin í tengslum við Skálholtshátíð. Margir tóku þátt í göngunni núna, sem tókst prýðisvel. Elínborg Sturludóttir, prestur í dómkirkjunni leiddi gönguna en hún ásamt nokkrum öðrum gengu lengst, eða 160 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði og í Skálholt.

En hvað er Skálholtshátíð og hvers konar hátíð er það?
„Það er stóra hátíðin í Skálholdsumdæmi, umdæmið er stórt, allt Ísland nema Norður og Austurland. Hátíðni er haldin á hverju ári nálægt Þorláksmessu á sumri, sem er 20. júlí og það rekur sig aftur til 1198 þannig að þetta er dálítið gamalt,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti.

Fjölmargir prestar tóku þátt í hátíðarmessunni með allskonar innleggi og Skálholtskórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Biskup Íslands tók að sjálfsögðu líka þátt í messunni.
En hvernig er staðan á íslensku þjóðinni í dag að mati Kristjáns varðandi trúnna, erum við alltaf að verða meira og meira trúuð eða erum við að verða meiri trúleysingjar?
„Það er eitt í því, það hefur reynt á trúnna í faraldrinum og jafnvel í einsemdinni og samstöðunni og þar hafa menn ekki misst vonar, það er svo gríðarlega mikilvægt.“


Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var vegalengdin sem hópurinn gekk sögð 160 kílómetrar. Þetta hefur verið leiðrétt.