Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 13:27 Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill. Hann bankaði upp á heima hjá dómaranum, skaut son hennar til bana og særði eiginmann hennar. Myndin er sviðsett og úr safni. Vísir/Getty Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. Esther Salas, svæðisdómari, særðist ekki sjálf í árásinni en hún er sögð hafa verið í kjallara hússins í North Brunswick þegar morðinginn knúði dyra. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra og Mark Anderl, 63 ára gamall eiginmaður hennar, særðist. Anderl, sem er lögmaður og fyrrverandi aðstoðarsaksóknari, er sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt upp um hvaða gæti hafa búið að baki skotárásinni. Washington Post segir að alríkislögreglan (FBI) leiti manns en að hann gangi enn laus. Daniel Anderl var eina barn Salas og eiginmanns hennar. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, segir í yfirlýsingu til AP-fréttastofunnar að árásin sé áminning um að neyðarástand ríki í Bandaríkjunum vegna byssuofbeldis. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagði vonast til að þeir seku yrðu dregnir látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum fljótt. Dæmdi í máli raunveruleikastjarna og er með mál gegn Deutsche bank Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Eitt af stærstu málunum sem Salas hefur dæmt í varðaði hjón sem komu fram í raunveruleikaþáttunum „Real Housewives of New Jersey“ og voru sakfelld fyrir skattsvik. Salas hagaði fangelsisdómum þeirra þannig að annað þeirra gengi laust til að geta annast tvö börn þeirra. Nýlega fékk Salas í fangið mál fjárfesta í Deutsche bank sem saka bankann um að hafa hunsað eigin stefnu gegn peningaþvætti með því að taka við áhættusömum viðskiptavinum eins og Jeffrey Epstein, auðkýfingnum sem var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot þar til hann svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Washington Post hefur eftir Francis Womack, borgarstjóra North Brunswick, og vini Salas og Anderl, að hann hafi ekki vitað um neinar hótanir í garð Salas nýlega. „Sem dómari fékk hún hótanir við og við en allir segja að undanfarið hafi ekki verið neinar,“ sagði Womack. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. Esther Salas, svæðisdómari, særðist ekki sjálf í árásinni en hún er sögð hafa verið í kjallara hússins í North Brunswick þegar morðinginn knúði dyra. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra og Mark Anderl, 63 ára gamall eiginmaður hennar, særðist. Anderl, sem er lögmaður og fyrrverandi aðstoðarsaksóknari, er sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt upp um hvaða gæti hafa búið að baki skotárásinni. Washington Post segir að alríkislögreglan (FBI) leiti manns en að hann gangi enn laus. Daniel Anderl var eina barn Salas og eiginmanns hennar. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, segir í yfirlýsingu til AP-fréttastofunnar að árásin sé áminning um að neyðarástand ríki í Bandaríkjunum vegna byssuofbeldis. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagði vonast til að þeir seku yrðu dregnir látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum fljótt. Dæmdi í máli raunveruleikastjarna og er með mál gegn Deutsche bank Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Eitt af stærstu málunum sem Salas hefur dæmt í varðaði hjón sem komu fram í raunveruleikaþáttunum „Real Housewives of New Jersey“ og voru sakfelld fyrir skattsvik. Salas hagaði fangelsisdómum þeirra þannig að annað þeirra gengi laust til að geta annast tvö börn þeirra. Nýlega fékk Salas í fangið mál fjárfesta í Deutsche bank sem saka bankann um að hafa hunsað eigin stefnu gegn peningaþvætti með því að taka við áhættusömum viðskiptavinum eins og Jeffrey Epstein, auðkýfingnum sem var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot þar til hann svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Washington Post hefur eftir Francis Womack, borgarstjóra North Brunswick, og vini Salas og Anderl, að hann hafi ekki vitað um neinar hótanir í garð Salas nýlega. „Sem dómari fékk hún hótanir við og við en allir segja að undanfarið hafi ekki verið neinar,“ sagði Womack.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira