Frelsi til að hvíla Bryndís Haraldsdóttir skrifar 21. júlí 2020 13:18 Í kvikmyndum sést oft þegar dreift er úr duftkerjum látinna ástvina yfir fallegt landssvæði eða við stöðuvatn. Sums staðar tíðkast líka að duftkerin hvíli á heiðursstað á heimilum aðstandenda. Svo ætti þó ekki að vera hér á landi því hér hefur hið opinbera ákveðið að þetta sé ekki heimilt. Þetta er bannað. Í lögum segir að búa skuli um öskuna í þar til gerðum duftkerjum sem skylt er að jarðsetja í kirkjugarði eða löggildum grafreit. Það er þó hægt að sækja um undanþágu á því ákvæði til sýslumanns, ef fyrir liggur ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Eingöngu er heimilt að dreifa ösku yfir öræfi eða sjó, aldrei má dreifa henni á fleiri en einum stað, ekki má merkja dreifingarstaðinn og óheimilt er að geyma duftkerið fram að ráðstöfun þess annarsstaðar en í líkhúsi. Umsóknum um dreifingu ösku hefur fjölgað töluvert á síðustu árum og hlutfall erlendra ríkisborgara í þessum umsóknum hefur aukist, þótt um sé að ræða nokkra tugi umsókna á ári. Umsækjendum er gert alveg ljóst að ekki þýðir að sækja um að dreifa öskunni nema yfir öræfi og sjó. Þannig er umsóknum almennt ekki hafnað enda koma ekki inn umsóknir nema þær uppfylli skilyrðin. Svona eru reglurnar ekki í kringum okkur, því víða erlendis fá aðstandendur öskuna og gera svo það sem þeir vilja við hana. Vitað er að duftker, sem eru þá í umsjá aðstandenda, eru oft flutt til landsins með milllandaflugi og ég tel af þessum sökum ljóst að ösku látinna manna hafi verið dreift hér á landi umfram það sem umsóknir til sýslumanns segja til um. Þær þjóðir sem búa við meira frelsi í þessum efnum eru eflaust ekki að velta fyrir sér hvort hér séu lög sem banna dreifingu ösku. En óski Íslendingur eftir því að ösku sinni sé dreift við uppáhalds árbakkann, í sumarbústaðarlandi fjölskyldunnar nú eða í Heiðmörk, þá er það bannað. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt ? Ég tel svo ekki vera, ég sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef því lagt fram á Alþingi breytingar á þessum lögum. Þar er lagt til að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls. Nauðsynlegt er að farið sé áfram með ösku látinna manna af virðingu. Áfram þurfi að búa um öskuna í þar til gerðum duftkerjum eftir líkbrennslu en aftur á móti verði gefið frjálst hvað gert verður við kerin. Með frumvarpinu er jafnframt lagt til að ekki verði kveðið á um skyldu að grafa kerin niður í grafarstæði eða leggja þau í leiði annarra heldur verður um heimild að ræða til annarrar ráðstöfunar. Sé hins vegar ákveðið að grafa duftker í kirkjugarði skal fylgja ákvæði laganna. Með frumvarpinu er þó lagt til að áfram verði kveðið á um að duftker verði úr forgengilegu efni og eins að kveðið verði á um nánari reglur um dreifingu ösku látins manns í reglugerð, t.d. með upplýsingum til legstaðaskrár um staðsetningu dreifingar ösku. Á Norðurlöndunum eru sérstakir skógar til staðar fyrir dreifingu líkamsleifa og þar má setja upp minningarskjöld sem ættingjar geta vitjað og viðhaldið. Á Norðurlöndunum eru þó ákveðin skilyrði fyrir dreifingu ösku en þau eru almennt rýmri en hér tíðkast. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu. Reynsla annarra landa sýnir það. Aukið frjálsræði í þessum efnum hér á landi hlýtur því að teljast sjálfsagt mál í nútímasamfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í kvikmyndum sést oft þegar dreift er úr duftkerjum látinna ástvina yfir fallegt landssvæði eða við stöðuvatn. Sums staðar tíðkast líka að duftkerin hvíli á heiðursstað á heimilum aðstandenda. Svo ætti þó ekki að vera hér á landi því hér hefur hið opinbera ákveðið að þetta sé ekki heimilt. Þetta er bannað. Í lögum segir að búa skuli um öskuna í þar til gerðum duftkerjum sem skylt er að jarðsetja í kirkjugarði eða löggildum grafreit. Það er þó hægt að sækja um undanþágu á því ákvæði til sýslumanns, ef fyrir liggur ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Eingöngu er heimilt að dreifa ösku yfir öræfi eða sjó, aldrei má dreifa henni á fleiri en einum stað, ekki má merkja dreifingarstaðinn og óheimilt er að geyma duftkerið fram að ráðstöfun þess annarsstaðar en í líkhúsi. Umsóknum um dreifingu ösku hefur fjölgað töluvert á síðustu árum og hlutfall erlendra ríkisborgara í þessum umsóknum hefur aukist, þótt um sé að ræða nokkra tugi umsókna á ári. Umsækjendum er gert alveg ljóst að ekki þýðir að sækja um að dreifa öskunni nema yfir öræfi og sjó. Þannig er umsóknum almennt ekki hafnað enda koma ekki inn umsóknir nema þær uppfylli skilyrðin. Svona eru reglurnar ekki í kringum okkur, því víða erlendis fá aðstandendur öskuna og gera svo það sem þeir vilja við hana. Vitað er að duftker, sem eru þá í umsjá aðstandenda, eru oft flutt til landsins með milllandaflugi og ég tel af þessum sökum ljóst að ösku látinna manna hafi verið dreift hér á landi umfram það sem umsóknir til sýslumanns segja til um. Þær þjóðir sem búa við meira frelsi í þessum efnum eru eflaust ekki að velta fyrir sér hvort hér séu lög sem banna dreifingu ösku. En óski Íslendingur eftir því að ösku sinni sé dreift við uppáhalds árbakkann, í sumarbústaðarlandi fjölskyldunnar nú eða í Heiðmörk, þá er það bannað. Það er því óhætt að segja að opinber íhlutun um jarðneskar leifar fólks sé mikil hér á landi og því er spurt, er það nauðsynlegt ? Ég tel svo ekki vera, ég sé ekki að frelsi fólks til að ákveða hvernig skuli farið með jarðneskar leifar skaði aðra með neinum hætti. Ég hef því lagt fram á Alþingi breytingar á þessum lögum. Þar er lagt til að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls. Nauðsynlegt er að farið sé áfram með ösku látinna manna af virðingu. Áfram þurfi að búa um öskuna í þar til gerðum duftkerjum eftir líkbrennslu en aftur á móti verði gefið frjálst hvað gert verður við kerin. Með frumvarpinu er jafnframt lagt til að ekki verði kveðið á um skyldu að grafa kerin niður í grafarstæði eða leggja þau í leiði annarra heldur verður um heimild að ræða til annarrar ráðstöfunar. Sé hins vegar ákveðið að grafa duftker í kirkjugarði skal fylgja ákvæði laganna. Með frumvarpinu er þó lagt til að áfram verði kveðið á um að duftker verði úr forgengilegu efni og eins að kveðið verði á um nánari reglur um dreifingu ösku látins manns í reglugerð, t.d. með upplýsingum til legstaðaskrár um staðsetningu dreifingar ösku. Á Norðurlöndunum eru sérstakir skógar til staðar fyrir dreifingu líkamsleifa og þar má setja upp minningarskjöld sem ættingjar geta vitjað og viðhaldið. Á Norðurlöndunum eru þó ákveðin skilyrði fyrir dreifingu ösku en þau eru almennt rýmri en hér tíðkast. Fólki er að mínu mati fyllilega treystandi til að útfæra sinn hinsta hvílustað af smekkvísi og virðingu. Reynsla annarra landa sýnir það. Aukið frjálsræði í þessum efnum hér á landi hlýtur því að teljast sjálfsagt mál í nútímasamfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar