Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 16:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leggur mikinn metnað í að spila fyrir íslenska landsliðið og hefur spilað fyrir það 119 leiki. VÍSIR/VILHELM Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. Gunnhildur Yrsa er samningsbundinn Utah Royals út næsta ár en tímabilið í Bandaríkjunum í ár hefur verið afar óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað hefðbundins tímabils í úrvalsdeildinni hefur verið spilað hraðmót frá 27. júní. Utah féll þar úr keppni um síðustu helgi, eftir tap í vítakeppni gegn Houston Dash. Gengur ekki að ferðast frá Bandaríkjunum í landsleiki „Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi. Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli 17. september, og Svíþjóð fimm dögum síðar, þegar undankeppni EM heldur áfram. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gunnhildur Yrsa rætt við Íslandsmeistara Vals en hún vill sjálf ekkert gefa uppi um hvort hún sé á leið á Hlíðarenda: „Ég hef ekkert ákveðið. Ég hef alveg rætt við félagið [Utah Royals] áður [um möguleikann á að fara að láni] en það vill ekki ræða þessi mál akkúrat núna. Ég ætla bara að taka nokkurra daga frí og sjá svo hvað ég geri,“ segir Gunnhildur Yrsa. View this post on Instagram You can feel the energy. A post shared by Utah Royals FC (@utahroyalsfc) on Jun 10, 2020 at 4:06pm PDT Ósanngjarnt að láta leikmann velja félagslið fram yfir landslið Forráðamenn Utah Royals vilja helst hafa Gunnhildi til taks fari svo að annað mót verði sett af stað, og hún er ánægð hjá félaginu, en óvissa ríkir um frekara mótahald. „En þeir skilja líka hvernig þetta er með landsliðið, og held að þeir séu alveg opnir fyrir því að þótt að það verði eitthvað mót þá sé erfitt fyrir mig að velja það fram yfir landsliðið. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess af leikmanni að velja klúbbinn yfir landsliðið, fyrir kannski nokkra leiki,“ segir Gunnhildur Yrsa. Fái hún leyfi til að fara að láni segir hún óvíst hvar hún endi: „Ég hef talað við nokkur félög á Íslandi og í Evrópu. Félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar ekki fyrr en í ágúst svo að það er þannig séð ekkert stress. Ég er hvort sem er á leið í frí til Íslands, fer þá í sóttkví og get tekið stöðuna næstu daga.“ Gunnhildur Yrsa, sem á að baki 119 A-landsleiki, hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2013 eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitil með Stjörnunni. Hún lék lengst af í Noregi en fór til Utah árið 2018 og hefur einnig verið að láni hjá Adelaide United í Ástralíu. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. Gunnhildur Yrsa er samningsbundinn Utah Royals út næsta ár en tímabilið í Bandaríkjunum í ár hefur verið afar óvenjulegt vegna kórónuveirufaraldursins. Í stað hefðbundins tímabils í úrvalsdeildinni hefur verið spilað hraðmót frá 27. júní. Utah féll þar úr keppni um síðustu helgi, eftir tap í vítakeppni gegn Houston Dash. Gengur ekki að ferðast frá Bandaríkjunum í landsleiki „Ef að ég fer eitthvað þá verður það á lánssamningi því ég er enn á samningi hér. En ég þarf eiginlega að koma til Evrópu ef ég ætla að spila með landsliðinu í september, október, nóvember og desember. Það gengur eiginlega ekki að ég sé þá í Bandaríkjunum, þurfi að koma til Íslands í sóttkví, ferðast í leikina og fara svo í 14 daga sóttkví þegar ég kem aftur til Bandaríkjanna. Ég er enn að sjá bestu möguleikana í þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa í samtali við Vísi. Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli 17. september, og Svíþjóð fimm dögum síðar, þegar undankeppni EM heldur áfram. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Gunnhildur Yrsa rætt við Íslandsmeistara Vals en hún vill sjálf ekkert gefa uppi um hvort hún sé á leið á Hlíðarenda: „Ég hef ekkert ákveðið. Ég hef alveg rætt við félagið [Utah Royals] áður [um möguleikann á að fara að láni] en það vill ekki ræða þessi mál akkúrat núna. Ég ætla bara að taka nokkurra daga frí og sjá svo hvað ég geri,“ segir Gunnhildur Yrsa. View this post on Instagram You can feel the energy. A post shared by Utah Royals FC (@utahroyalsfc) on Jun 10, 2020 at 4:06pm PDT Ósanngjarnt að láta leikmann velja félagslið fram yfir landslið Forráðamenn Utah Royals vilja helst hafa Gunnhildi til taks fari svo að annað mót verði sett af stað, og hún er ánægð hjá félaginu, en óvissa ríkir um frekara mótahald. „En þeir skilja líka hvernig þetta er með landsliðið, og held að þeir séu alveg opnir fyrir því að þótt að það verði eitthvað mót þá sé erfitt fyrir mig að velja það fram yfir landsliðið. Það er ósanngjarnt að ætlast til þess af leikmanni að velja klúbbinn yfir landsliðið, fyrir kannski nokkra leiki,“ segir Gunnhildur Yrsa. Fái hún leyfi til að fara að láni segir hún óvíst hvar hún endi: „Ég hef talað við nokkur félög á Íslandi og í Evrópu. Félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar ekki fyrr en í ágúst svo að það er þannig séð ekkert stress. Ég er hvort sem er á leið í frí til Íslands, fer þá í sóttkví og get tekið stöðuna næstu daga.“ Gunnhildur Yrsa, sem á að baki 119 A-landsleiki, hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2013 eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitil með Stjörnunni. Hún lék lengst af í Noregi en fór til Utah árið 2018 og hefur einnig verið að láni hjá Adelaide United í Ástralíu.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Sjá meira