Íslenski boltinn

Einar Karl skoraði mark umferðarinnar en sá besti lék í Garðabænum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Einar Karl þurfti ekki langan tíma gegn Blikum til að skora flottasta mark 7. umferðar.
Einar Karl þurfti ekki langan tíma gegn Blikum til að skora flottasta mark 7. umferðar. Vísir/Vilhelm

Að venju valdi Pepsi Max Stúkan flottasta mark umferðarinnar, besta lið umferðarinnar og bestu varnarvinnu umferðarinnar. Að þessu sinni voru þeir Atli Viðar Björnsson og Tómas Ingi Tómasson með Gumma Ben í Stúkunni.

Origo-mark umferðarinnar var í boði Einars Karls Ingvarssonar. Hann skoraði sigurmark Vals á Kópavogsvelli með marki úr aukaspyrnu aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn af varamannabekknum.

Besti leikmaður umferðarinnar var Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar. Hann skoraði tvívegis ásamt því að leggja upp eitt í 4-1 sigri Stjörnunnar á HK í umferðinni.

Lið umferðarinnar var óvenju heilsteypt að þessu sinni og nær allir að spila sínar réttu stöður.

Voltaren-varnarvinna umferðarinnar var tækling Ásgeirs Eyþórssonar er Fylkir tapaði 3-0 fyrir KR á heimavelli. Hann sá til þess að tapið var ekki stærra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×