Sveindís Jane: Elska að spila á móti Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2020 22:03 Hetja kvöldsins; Sveindís Jane Jónsdóttir. vísir/daníel Sveindís Jane Jónsdóttir brosti breitt eftir leik Breiðabliks og Vals í kvöld. Og það var svo sannarlega tilefni til því hún skoraði þrennu í 4-0 sigri Blika. „Þetta var geggjaður leikur hjá okkur og ég er ótrúleg ánægð með stelpurnar og frammistöðuna í dag,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli. Staðan var markalaus í hálfleik en Sveindís skoraði tvö mörk með mínútu millibili í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að við værum að fara að skora. Það var bara tímaspursmál hvenær mörkin kæmu. Það var frábært að byrja seinni hálfleikinn af krafti,“ sagði Sveindís. „Mér fannst við miklu áræðnari en í fyrri hálfleik. Við sóttum á þær, gáfum ekkert eftir og vorum sterkari í baráttunni. Við gerðum þetta allt mjög vel.“ Sveindís valdi svo sannarlega rétta leikinn til að skora sína fyrstu þrennu í efstu deild; leik milli efstu liða Pepsi Max-deildarinnar og liðanna sem allir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta var geggjað. Ég elska að spila á móti Val. Það er svo gaman að fá svona alvöru leiki og klára þá vel,“ sagði Sveindís. Sem kunnugt er þurfti Breiðablik að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Hún virðist ekki hafa sett liðið út af laginu, eiginlega þvert á móti. Blikar hafa unnið báða deildarleiki sína eftir sóttkvína með fjórum mörkum gegn engu og komu einnig áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. „Við vorum með æfingaáætlun og æfðum alla daga. Þetta voru öðruvísi æfingar en við héldum okkur í formi,“ sagði Sveindís að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:32 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir brosti breitt eftir leik Breiðabliks og Vals í kvöld. Og það var svo sannarlega tilefni til því hún skoraði þrennu í 4-0 sigri Blika. „Þetta var geggjaður leikur hjá okkur og ég er ótrúleg ánægð með stelpurnar og frammistöðuna í dag,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli. Staðan var markalaus í hálfleik en Sveindís skoraði tvö mörk með mínútu millibili í upphafi seinni hálfleiks. „Við vissum að við værum að fara að skora. Það var bara tímaspursmál hvenær mörkin kæmu. Það var frábært að byrja seinni hálfleikinn af krafti,“ sagði Sveindís. „Mér fannst við miklu áræðnari en í fyrri hálfleik. Við sóttum á þær, gáfum ekkert eftir og vorum sterkari í baráttunni. Við gerðum þetta allt mjög vel.“ Sveindís valdi svo sannarlega rétta leikinn til að skora sína fyrstu þrennu í efstu deild; leik milli efstu liða Pepsi Max-deildarinnar og liðanna sem allir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta var geggjað. Ég elska að spila á móti Val. Það er svo gaman að fá svona alvöru leiki og klára þá vel,“ sagði Sveindís. Sem kunnugt er þurfti Breiðablik að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Hún virðist ekki hafa sett liðið út af laginu, eiginlega þvert á móti. Blikar hafa unnið báða deildarleiki sína eftir sóttkvína með fjórum mörkum gegn engu og komu einnig áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins. „Við vorum með æfingaáætlun og æfðum alla daga. Þetta voru öðruvísi æfingar en við héldum okkur í formi,“ sagði Sveindís að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:32 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 4-0 | Íslandsmeistararnir kjöldregnir á Kópavogsvelli Íslandsmeistarar Vals voru kjöldregnir á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 4-0 Breiðabliki í vil og liðið því enn með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna. 21. júlí 2020 21:32