Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 12:39 Bresk þingnefnd telur að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Vísir/EPA Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. Hörð gagnrýni var sett fram á bresk stjórnvöld í skýrslu leyniþjónustu- og öryggisnefndar breska þingsins sem var birt í gær. Ríkisstjórnin hafi forðast það í lengstu lög að rannsaka hvort Rússar reyndu að hafa áhrif á tvær umdeildar þjóðaratkvæðagreiðslur, um útgönguna úr Evrópusambandinu annars vegar og sjálfstæði Skotlands hins vegar. Vísbendingar séu um slík afskipti í atkvæðagreiðslunni í Skotlandi en en hörð sönnunargögn skorti um Brexit. Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, sagði í dag að engar sannanir væru fyrir því að Rússar hefðu haft afskipti af Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það verða að vera einhver sönnunargögn fyrir því að það sé mál til staðar, sem er ekki,“ sagði Shapps sem hafnaði því ennfremur að breska leyniþjónustan hefði brugðist. Í sama streng tók James Brokenshire, öryggismálaráðherra. Fullyrti hann að ríkisstjórnin hefði gripið til aðgerða til að búa sig frekar undir ógnir frá stjórnvöldum í Kreml. „Við höfnum afdráttarlaust hugmyndum um að Bretlandi hafi gagnvert forðast að rannsaka Rússland,“ sagði Brokenshire í þingræðu í dag. Rússnesk stjórnvöld hafna því að þau hafi reynt að hlutast til um þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi og fullyrða að þau skipti sér ekki af innanlandsstjórnmálum annarra ríkja. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir umfangsmikilli áróðursherferð og tölvuinnbrotum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Donald Trump að ná kjöri. Bretland Rússland Tengdar fréttir Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40 Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 „Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. Hörð gagnrýni var sett fram á bresk stjórnvöld í skýrslu leyniþjónustu- og öryggisnefndar breska þingsins sem var birt í gær. Ríkisstjórnin hafi forðast það í lengstu lög að rannsaka hvort Rússar reyndu að hafa áhrif á tvær umdeildar þjóðaratkvæðagreiðslur, um útgönguna úr Evrópusambandinu annars vegar og sjálfstæði Skotlands hins vegar. Vísbendingar séu um slík afskipti í atkvæðagreiðslunni í Skotlandi en en hörð sönnunargögn skorti um Brexit. Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, sagði í dag að engar sannanir væru fyrir því að Rússar hefðu haft afskipti af Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það verða að vera einhver sönnunargögn fyrir því að það sé mál til staðar, sem er ekki,“ sagði Shapps sem hafnaði því ennfremur að breska leyniþjónustan hefði brugðist. Í sama streng tók James Brokenshire, öryggismálaráðherra. Fullyrti hann að ríkisstjórnin hefði gripið til aðgerða til að búa sig frekar undir ógnir frá stjórnvöldum í Kreml. „Við höfnum afdráttarlaust hugmyndum um að Bretlandi hafi gagnvert forðast að rannsaka Rússland,“ sagði Brokenshire í þingræðu í dag. Rússnesk stjórnvöld hafna því að þau hafi reynt að hlutast til um þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi og fullyrða að þau skipti sér ekki af innanlandsstjórnmálum annarra ríkja. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir umfangsmikilli áróðursherferð og tölvuinnbrotum til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar þar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Donald Trump að ná kjöri.
Bretland Rússland Tengdar fréttir Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40 Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 „Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40
Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58
„Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59