Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 10:36 Ted Wheeler, borgarstjóri Portland, á mótmælunum í gærkvöldi. Hann og fleiri mótmælendur fengu yfir sig táragas frá alríkislögreglumönnum. AP/Karina Brown Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. Alríkislögreglumennirnir sprengdu höggsprengjur og skutu ertandi efnum á mótmælendur sem söfnuðust saman við alríkisbyggingar í miðborg Portland, að sögn Washington Post. Donald Trump forseti sendi alríkislögreglumennina í óþökk yfirvalda í Portland og Oregon til að kveða niður mótmæli sem hafa geisað gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju um nokkurra vikna skeið. Ted Wheeler, borgarstjóri, stóð við hlið fyrir utan alríkisdómshúsið þegar lögreglumennirnir skutu táragasi á hann og aðra mótmælendur. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að lögreglumönnunum hafi verið ljóst að borgarstjórinn væri í hópnum eða ekki. „Það er erfitt að anda, það er aðeins erfiðara að anda en ég hélt. Þetta er viðbjóðslegt. Þetta er fyrir neðan virðingu okkar,“ sagði Wheeler á meðan karlmaður blés leifum táragassins í burtu með laufblaðablásara sem sumir mótmælendur hafa haft með sér undanfarið. Borgarstjórinn sagðist hafa mætt á mótmælin til þess að standa með mótmælendunum gegn því sem hann lýsti sem „hernámsliði“ alríkisútsendara. Ekki voru þó allir mótmælendur hrifnir af veru Wheeler þar. Ókvæðiorð voru hrópuð að honum og sumir kröfðust afsagnar hans. Þrátt fyrir að borgarstjórinn hafi tekið undir kröfur mótmælendanna um að alríkislögreglumennirnir hefðu sig á brott hafa þeir sakað hann um að gera ekki nóg til að halda borgarlögreglunni í skefjum áður en alríkislögreglan kom til borgarinnar í upphafi mánaðar. Þungvopnaðir alríkislögregluliðar beittu ertandi efnum, höggsprengjum og gúmmíkúlum gegn mótmælendum við alríkisdómshúsið í Portand í gærkvöldi. Vera lögreglumannanna í borginni er verulega umdeild en hvorki borgar- né ríkisyfirvöld í Oregon kæra sig um þá þar.AP/Noah Berger Senda lögreglulið til fleiri borga Aðfarir alríkislögreglunnar í Portland hafa sætt harðri gagnrýni. Lögreglumennirnir hafa meðal annars farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir engar eða óljósar sakir. Þeir hafa einnig beitt táragasi og kylfum á mótmælendur sem hafa svarað fyrir sig með því að kveikja elda og teygjubyssum. Alríkislögreglan heldur því fram að mótmælendur hafi ítrekað reynt að brjótast inn í alríkisdómshúsið. Lögreglumennirnir eru ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem er stundum send til að aðstoða löggæslulið í einstökum borgum eða ríkjum heldur eru þeir á vegum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna sem Trump skipaði nýlega að gæta opinberra minnisvarða og stytta. Dómsmálaráðherra Oregon höfðaði mál til þess að fá lögbann á aðgerðir alríkislögreglunnar auk þess sem Wheeler og Kate Brown ríkisstjóri hafa krafist þess að Trump dragi lögregluliðið til baka. Á það hefur Trump ekki fallist og tilkynnti hann í gær að hann ætlaði að senda alríkislögregluliða til Chicago og Albuquerque Nýju-Mexíkó þar sem byssuofbeldisalda gengur yfir. Trump, sem á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í haust, hefur hótað því að senda alríkislögreglulið til nokkurra borga sem demókratar stýra og sakað ráðamenn þar um að neita að tryggja öryggi borgaranna og alríkisbygginga. Forsetinn hefur meðal annars lýst ástandinu í Portland sem „verri en Afganistan“. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. Alríkislögreglumennirnir sprengdu höggsprengjur og skutu ertandi efnum á mótmælendur sem söfnuðust saman við alríkisbyggingar í miðborg Portland, að sögn Washington Post. Donald Trump forseti sendi alríkislögreglumennina í óþökk yfirvalda í Portland og Oregon til að kveða niður mótmæli sem hafa geisað gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju um nokkurra vikna skeið. Ted Wheeler, borgarstjóri, stóð við hlið fyrir utan alríkisdómshúsið þegar lögreglumennirnir skutu táragasi á hann og aðra mótmælendur. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að lögreglumönnunum hafi verið ljóst að borgarstjórinn væri í hópnum eða ekki. „Það er erfitt að anda, það er aðeins erfiðara að anda en ég hélt. Þetta er viðbjóðslegt. Þetta er fyrir neðan virðingu okkar,“ sagði Wheeler á meðan karlmaður blés leifum táragassins í burtu með laufblaðablásara sem sumir mótmælendur hafa haft með sér undanfarið. Borgarstjórinn sagðist hafa mætt á mótmælin til þess að standa með mótmælendunum gegn því sem hann lýsti sem „hernámsliði“ alríkisútsendara. Ekki voru þó allir mótmælendur hrifnir af veru Wheeler þar. Ókvæðiorð voru hrópuð að honum og sumir kröfðust afsagnar hans. Þrátt fyrir að borgarstjórinn hafi tekið undir kröfur mótmælendanna um að alríkislögreglumennirnir hefðu sig á brott hafa þeir sakað hann um að gera ekki nóg til að halda borgarlögreglunni í skefjum áður en alríkislögreglan kom til borgarinnar í upphafi mánaðar. Þungvopnaðir alríkislögregluliðar beittu ertandi efnum, höggsprengjum og gúmmíkúlum gegn mótmælendum við alríkisdómshúsið í Portand í gærkvöldi. Vera lögreglumannanna í borginni er verulega umdeild en hvorki borgar- né ríkisyfirvöld í Oregon kæra sig um þá þar.AP/Noah Berger Senda lögreglulið til fleiri borga Aðfarir alríkislögreglunnar í Portland hafa sætt harðri gagnrýni. Lögreglumennirnir hafa meðal annars farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir engar eða óljósar sakir. Þeir hafa einnig beitt táragasi og kylfum á mótmælendur sem hafa svarað fyrir sig með því að kveikja elda og teygjubyssum. Alríkislögreglan heldur því fram að mótmælendur hafi ítrekað reynt að brjótast inn í alríkisdómshúsið. Lögreglumennirnir eru ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem er stundum send til að aðstoða löggæslulið í einstökum borgum eða ríkjum heldur eru þeir á vegum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna sem Trump skipaði nýlega að gæta opinberra minnisvarða og stytta. Dómsmálaráðherra Oregon höfðaði mál til þess að fá lögbann á aðgerðir alríkislögreglunnar auk þess sem Wheeler og Kate Brown ríkisstjóri hafa krafist þess að Trump dragi lögregluliðið til baka. Á það hefur Trump ekki fallist og tilkynnti hann í gær að hann ætlaði að senda alríkislögregluliða til Chicago og Albuquerque Nýju-Mexíkó þar sem byssuofbeldisalda gengur yfir. Trump, sem á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í haust, hefur hótað því að senda alríkislögreglulið til nokkurra borga sem demókratar stýra og sakað ráðamenn þar um að neita að tryggja öryggi borgaranna og alríkisbygginga. Forsetinn hefur meðal annars lýst ástandinu í Portland sem „verri en Afganistan“.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55
Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38