Guðmundur vill losna við „leiðindareglu“ úr handboltanum Sindri Sverrisson skrifar 23. júlí 2020 17:30 Guðmundur Guðmundsson íbygginn á svip á leik íslenska landsliðsins. VÍSIR/GETTY Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er á meðal þeirra sem harma breytingu sem gerð var á reglum handboltans fyrir nokkrum árum. Hann vill gera íþróttina meira aðlaðandi með reglubreytingu. Reglan sem um ræðir er sú að lið megi skipta markverði út fyrir aukasóknarmann, án þess að sá leikmaður þurfi að klæðast sérstöku vesti til aðgreiningar frá öðrum leikmönnum. Breytingin auðveldar þannig liðum til dæmis að sækja á sjö mönnum gegn sex varnarmönnum, eða að vera með sex leikmenn í sókn þó að leikmaður í liðinu hafi fengið tveggja mínútna brottvísun. Guðmundur tók ásamt fjölda annarra þjálfara þátt í könnun þýska tímaritsins Handballwoche um álit manna á reglunni og var yfirgnæfandi stuðningur við að breyta henni. Guðmundur var spurður hvort hann teldi handboltann meira aðlaðandi með því að hafa regluna í gildi: Leikurinn leiðinlegri fyrir áhorfendur „Nei, svo sannarlega ekki. Það sem við misstum til að mynda eru varnarafbrigði eins og 5-1, 3-2-1 og 3-3, sem er ekki mögulegt að nota gegn sjö manna sókn. Líf þjálfarans er einfaldað: Ef að liðið hans getur ekki spilað gegn framliggjandi vörn þá spilar hann bara með sjö gegn sex. Sóknirnar verða minna heillandi og einfaldari. Ef að rýnt er í leikina þar sem menn beita „7 á 6“ þá sést að sóknirnar eru alltaf eins – það verður meira um endurtekningar og leikurinn verður leiðinlegri fyrir áhorfendur,“ segir Guðmundur, og er harður á því að handboltinn hafi breyst til hins verra með reglunni. „Já, því með reglunni hefur ýmislegt verið tekið úr handboltanum. Tveggja mínútna brottvísun hefur til dæmis engin áhrif því það er hægt að setja strax aukasóknarmann inn,“ segir Guðmundur. Portúgal getað nýtt sér regluna vel Guðmundur er þjálfari Melsungen auk þess að stýra íslenska landsliðinu, og er spurður hvernig hann hafi breytt leikstíl sinna liða vegna reglunnar: „Auðvitað veltur það á því hvaða liði maður mætir. Nú þarf maður að þjálfa aðra þætti en áður, til að mynda að skora í tómt mark af löngu færi. Og sem landsliðsþjálfari hefur maður alltaf lítinn tíma til undirbúnings, og þann tíma vil ég nota til að einblína á aðra þætti. En Portúgal hefur til dæmis hagnast gríðarlega á því að FC Porto (þar sem margir landsliðsmenn Portúgals spila) spilar mjög mikið með 7 gegn 6 og það færði liðinu forskot til að komast svona langt á EM,“ sagði Guðmundur. „Að mínu mati ætti að hætta með þessa reglu, því þá yrði handboltinn meira aðlaðandi á ný, með miklum hreyfingum á mönnum, 1 á 1 leikstöðum og fjölbreyttari varnarleik. Fyrri staða, þar sem aukamaður klæddist vesti, gekk hins vegar ekki heldur,“ sagði Guðmundur. Handbolti Tengdar fréttir Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00 Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er á meðal þeirra sem harma breytingu sem gerð var á reglum handboltans fyrir nokkrum árum. Hann vill gera íþróttina meira aðlaðandi með reglubreytingu. Reglan sem um ræðir er sú að lið megi skipta markverði út fyrir aukasóknarmann, án þess að sá leikmaður þurfi að klæðast sérstöku vesti til aðgreiningar frá öðrum leikmönnum. Breytingin auðveldar þannig liðum til dæmis að sækja á sjö mönnum gegn sex varnarmönnum, eða að vera með sex leikmenn í sókn þó að leikmaður í liðinu hafi fengið tveggja mínútna brottvísun. Guðmundur tók ásamt fjölda annarra þjálfara þátt í könnun þýska tímaritsins Handballwoche um álit manna á reglunni og var yfirgnæfandi stuðningur við að breyta henni. Guðmundur var spurður hvort hann teldi handboltann meira aðlaðandi með því að hafa regluna í gildi: Leikurinn leiðinlegri fyrir áhorfendur „Nei, svo sannarlega ekki. Það sem við misstum til að mynda eru varnarafbrigði eins og 5-1, 3-2-1 og 3-3, sem er ekki mögulegt að nota gegn sjö manna sókn. Líf þjálfarans er einfaldað: Ef að liðið hans getur ekki spilað gegn framliggjandi vörn þá spilar hann bara með sjö gegn sex. Sóknirnar verða minna heillandi og einfaldari. Ef að rýnt er í leikina þar sem menn beita „7 á 6“ þá sést að sóknirnar eru alltaf eins – það verður meira um endurtekningar og leikurinn verður leiðinlegri fyrir áhorfendur,“ segir Guðmundur, og er harður á því að handboltinn hafi breyst til hins verra með reglunni. „Já, því með reglunni hefur ýmislegt verið tekið úr handboltanum. Tveggja mínútna brottvísun hefur til dæmis engin áhrif því það er hægt að setja strax aukasóknarmann inn,“ segir Guðmundur. Portúgal getað nýtt sér regluna vel Guðmundur er þjálfari Melsungen auk þess að stýra íslenska landsliðinu, og er spurður hvernig hann hafi breytt leikstíl sinna liða vegna reglunnar: „Auðvitað veltur það á því hvaða liði maður mætir. Nú þarf maður að þjálfa aðra þætti en áður, til að mynda að skora í tómt mark af löngu færi. Og sem landsliðsþjálfari hefur maður alltaf lítinn tíma til undirbúnings, og þann tíma vil ég nota til að einblína á aðra þætti. En Portúgal hefur til dæmis hagnast gríðarlega á því að FC Porto (þar sem margir landsliðsmenn Portúgals spila) spilar mjög mikið með 7 gegn 6 og það færði liðinu forskot til að komast svona langt á EM,“ sagði Guðmundur. „Að mínu mati ætti að hætta með þessa reglu, því þá yrði handboltinn meira aðlaðandi á ný, með miklum hreyfingum á mönnum, 1 á 1 leikstöðum og fjölbreyttari varnarleik. Fyrri staða, þar sem aukamaður klæddist vesti, gekk hins vegar ekki heldur,“ sagði Guðmundur.
Handbolti Tengdar fréttir Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00 Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00
Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00
Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46