Lengi án taps en mæta besta liði landsins: „Tókum umræðuna ekki nærri okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júlí 2020 14:30 Þróttarar hafa notið sín nokkuð vel það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildinni. VÍSIR/GETTY Nýliðar Þróttar R. hafa komið talsvert á óvart það sem af er leiktíðar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en segja má að Þróttarar séu á leið í gin ljónsins í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Um er að ræða leikina sem eftir eru í 4. umferð deildarinnar en þeim var frestað vegna þess að þrjú lið voru í sóttkví. Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R. Þróttarar sækja Blika heim á Kópavogsvöll þar sem gervigrasið gæti enn verið blóði drifið eftir að Íslandsmeistarar Vals voru teknir þar af lífi á þriðjudaginn. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína, skorað 19 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta, en Þróttarar eru hvergi bangnir þrátt fyrir að vera án lykilleikmanna. Fá tækifæri í byrjunarliði gegn besta liði landsins „Leikirnir sem við erum búnar að spila gefa okkur ekkert í kvöld. Við verðum að vera einbeittar í hverju verkefni. Við fáum verðugt verkefni í kvöld og það kemur maður í manns stað. Það er bara skemmtilegt fyrir þær sem koma inn að fá að spreyta sig gegn besta liði landsins í dag,“ segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, leikmaður Þróttar. Óhætt er að segja að skarð sé fyrir skildi hjá Þrótturum í kvöld. Linda Líf Boama er úr leik eftir að hafa viðbeinsbrotnað í 1-1 jafnteflinu við KR á mánudaginn og Mary Alice Vignola tognaði í nára í upphitun fyrir þann leik. Þá eru Sóley María Steinarsdóttir og Laura Hughes í leikbanni en Sigmundína hefur aftur á móti náð sér af kálfameiðslum. Tókum umræðuna ekki nærri okkur Eftir að hafa tapað með eins marks mun gegn ÍBV og Íslandsmeisturum Vals í fyrstu leikjum sínum hefur Þróttur gert þrjú jafntefli og unnið mikilvægan sigur á FH. „Það er búið að ganga vel, þannig séð. Við höfum mætt bæði liðum úr neðri hlutanum og svo Val og Selfossi, og úrslitin hafa kannski komið mörgum á óvart. Við höfum átt fínustu leiki, en glímum við það eins og allir að hafa ekki spilað undirbúningstímabil. Við erum alla vega sáttar við það sem við höfum verið að gera. Leikir sem maður hélt fyrir fram að gætu farið illa hafa farið betur, og í leikjum sem við hefðum kannski fyrir fram verið sáttar með eitt stig höfum við verið svekktar að ná ekki þremur stigum. Tímabilið er búið að rúlla frekar vel,“ sagði Sigmundína. Rætt var um lið Þróttara sem hálfgert fallbyssufóður fyrir tímabilið en liðið hefur sýnt að það er ýmislegt í það spunnið, þó ætla megi að kvöldið í kvöld verði erfitt. „Við tókum umræðuna ekki nærri okkur. Það er fínt að fara þannig inn í mótið að enginn búist við neinu af okkur. Við vorum ekkert að kippa okkur upp við það. Auðvitað skoða allir umfjallanir en það hjálpar manni ekkert og dregur mann heldur ekki niður. Þetta eru bara vangaveltur og spár hjá fólki,“ sagði Sigmundína. Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Nýliðar Þróttar R. hafa komið talsvert á óvart það sem af er leiktíðar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en segja má að Þróttarar séu á leið í gin ljónsins í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Um er að ræða leikina sem eftir eru í 4. umferð deildarinnar en þeim var frestað vegna þess að þrjú lið voru í sóttkví. Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R. Þróttarar sækja Blika heim á Kópavogsvöll þar sem gervigrasið gæti enn verið blóði drifið eftir að Íslandsmeistarar Vals voru teknir þar af lífi á þriðjudaginn. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína, skorað 19 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta, en Þróttarar eru hvergi bangnir þrátt fyrir að vera án lykilleikmanna. Fá tækifæri í byrjunarliði gegn besta liði landsins „Leikirnir sem við erum búnar að spila gefa okkur ekkert í kvöld. Við verðum að vera einbeittar í hverju verkefni. Við fáum verðugt verkefni í kvöld og það kemur maður í manns stað. Það er bara skemmtilegt fyrir þær sem koma inn að fá að spreyta sig gegn besta liði landsins í dag,“ segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, leikmaður Þróttar. Óhætt er að segja að skarð sé fyrir skildi hjá Þrótturum í kvöld. Linda Líf Boama er úr leik eftir að hafa viðbeinsbrotnað í 1-1 jafnteflinu við KR á mánudaginn og Mary Alice Vignola tognaði í nára í upphitun fyrir þann leik. Þá eru Sóley María Steinarsdóttir og Laura Hughes í leikbanni en Sigmundína hefur aftur á móti náð sér af kálfameiðslum. Tókum umræðuna ekki nærri okkur Eftir að hafa tapað með eins marks mun gegn ÍBV og Íslandsmeisturum Vals í fyrstu leikjum sínum hefur Þróttur gert þrjú jafntefli og unnið mikilvægan sigur á FH. „Það er búið að ganga vel, þannig séð. Við höfum mætt bæði liðum úr neðri hlutanum og svo Val og Selfossi, og úrslitin hafa kannski komið mörgum á óvart. Við höfum átt fínustu leiki, en glímum við það eins og allir að hafa ekki spilað undirbúningstímabil. Við erum alla vega sáttar við það sem við höfum verið að gera. Leikir sem maður hélt fyrir fram að gætu farið illa hafa farið betur, og í leikjum sem við hefðum kannski fyrir fram verið sáttar með eitt stig höfum við verið svekktar að ná ekki þremur stigum. Tímabilið er búið að rúlla frekar vel,“ sagði Sigmundína. Rætt var um lið Þróttara sem hálfgert fallbyssufóður fyrir tímabilið en liðið hefur sýnt að það er ýmislegt í það spunnið, þó ætla megi að kvöldið í kvöld verði erfitt. „Við tókum umræðuna ekki nærri okkur. Það er fínt að fara þannig inn í mótið að enginn búist við neinu af okkur. Við vorum ekkert að kippa okkur upp við það. Auðvitað skoða allir umfjallanir en það hjálpar manni ekkert og dregur mann heldur ekki niður. Þetta eru bara vangaveltur og spár hjá fólki,“ sagði Sigmundína.
Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R.
Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti