Lengi án taps en mæta besta liði landsins: „Tókum umræðuna ekki nærri okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júlí 2020 14:30 Þróttarar hafa notið sín nokkuð vel það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildinni. VÍSIR/GETTY Nýliðar Þróttar R. hafa komið talsvert á óvart það sem af er leiktíðar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en segja má að Þróttarar séu á leið í gin ljónsins í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Um er að ræða leikina sem eftir eru í 4. umferð deildarinnar en þeim var frestað vegna þess að þrjú lið voru í sóttkví. Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R. Þróttarar sækja Blika heim á Kópavogsvöll þar sem gervigrasið gæti enn verið blóði drifið eftir að Íslandsmeistarar Vals voru teknir þar af lífi á þriðjudaginn. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína, skorað 19 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta, en Þróttarar eru hvergi bangnir þrátt fyrir að vera án lykilleikmanna. Fá tækifæri í byrjunarliði gegn besta liði landsins „Leikirnir sem við erum búnar að spila gefa okkur ekkert í kvöld. Við verðum að vera einbeittar í hverju verkefni. Við fáum verðugt verkefni í kvöld og það kemur maður í manns stað. Það er bara skemmtilegt fyrir þær sem koma inn að fá að spreyta sig gegn besta liði landsins í dag,“ segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, leikmaður Þróttar. Óhætt er að segja að skarð sé fyrir skildi hjá Þrótturum í kvöld. Linda Líf Boama er úr leik eftir að hafa viðbeinsbrotnað í 1-1 jafnteflinu við KR á mánudaginn og Mary Alice Vignola tognaði í nára í upphitun fyrir þann leik. Þá eru Sóley María Steinarsdóttir og Laura Hughes í leikbanni en Sigmundína hefur aftur á móti náð sér af kálfameiðslum. Tókum umræðuna ekki nærri okkur Eftir að hafa tapað með eins marks mun gegn ÍBV og Íslandsmeisturum Vals í fyrstu leikjum sínum hefur Þróttur gert þrjú jafntefli og unnið mikilvægan sigur á FH. „Það er búið að ganga vel, þannig séð. Við höfum mætt bæði liðum úr neðri hlutanum og svo Val og Selfossi, og úrslitin hafa kannski komið mörgum á óvart. Við höfum átt fínustu leiki, en glímum við það eins og allir að hafa ekki spilað undirbúningstímabil. Við erum alla vega sáttar við það sem við höfum verið að gera. Leikir sem maður hélt fyrir fram að gætu farið illa hafa farið betur, og í leikjum sem við hefðum kannski fyrir fram verið sáttar með eitt stig höfum við verið svekktar að ná ekki þremur stigum. Tímabilið er búið að rúlla frekar vel,“ sagði Sigmundína. Rætt var um lið Þróttara sem hálfgert fallbyssufóður fyrir tímabilið en liðið hefur sýnt að það er ýmislegt í það spunnið, þó ætla megi að kvöldið í kvöld verði erfitt. „Við tókum umræðuna ekki nærri okkur. Það er fínt að fara þannig inn í mótið að enginn búist við neinu af okkur. Við vorum ekkert að kippa okkur upp við það. Auðvitað skoða allir umfjallanir en það hjálpar manni ekkert og dregur mann heldur ekki niður. Þetta eru bara vangaveltur og spár hjá fólki,“ sagði Sigmundína. Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
Nýliðar Þróttar R. hafa komið talsvert á óvart það sem af er leiktíðar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en segja má að Þróttarar séu á leið í gin ljónsins í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Um er að ræða leikina sem eftir eru í 4. umferð deildarinnar en þeim var frestað vegna þess að þrjú lið voru í sóttkví. Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R. Þróttarar sækja Blika heim á Kópavogsvöll þar sem gervigrasið gæti enn verið blóði drifið eftir að Íslandsmeistarar Vals voru teknir þar af lífi á þriðjudaginn. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína, skorað 19 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta, en Þróttarar eru hvergi bangnir þrátt fyrir að vera án lykilleikmanna. Fá tækifæri í byrjunarliði gegn besta liði landsins „Leikirnir sem við erum búnar að spila gefa okkur ekkert í kvöld. Við verðum að vera einbeittar í hverju verkefni. Við fáum verðugt verkefni í kvöld og það kemur maður í manns stað. Það er bara skemmtilegt fyrir þær sem koma inn að fá að spreyta sig gegn besta liði landsins í dag,“ segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, leikmaður Þróttar. Óhætt er að segja að skarð sé fyrir skildi hjá Þrótturum í kvöld. Linda Líf Boama er úr leik eftir að hafa viðbeinsbrotnað í 1-1 jafnteflinu við KR á mánudaginn og Mary Alice Vignola tognaði í nára í upphitun fyrir þann leik. Þá eru Sóley María Steinarsdóttir og Laura Hughes í leikbanni en Sigmundína hefur aftur á móti náð sér af kálfameiðslum. Tókum umræðuna ekki nærri okkur Eftir að hafa tapað með eins marks mun gegn ÍBV og Íslandsmeisturum Vals í fyrstu leikjum sínum hefur Þróttur gert þrjú jafntefli og unnið mikilvægan sigur á FH. „Það er búið að ganga vel, þannig séð. Við höfum mætt bæði liðum úr neðri hlutanum og svo Val og Selfossi, og úrslitin hafa kannski komið mörgum á óvart. Við höfum átt fínustu leiki, en glímum við það eins og allir að hafa ekki spilað undirbúningstímabil. Við erum alla vega sáttar við það sem við höfum verið að gera. Leikir sem maður hélt fyrir fram að gætu farið illa hafa farið betur, og í leikjum sem við hefðum kannski fyrir fram verið sáttar með eitt stig höfum við verið svekktar að ná ekki þremur stigum. Tímabilið er búið að rúlla frekar vel,“ sagði Sigmundína. Rætt var um lið Þróttara sem hálfgert fallbyssufóður fyrir tímabilið en liðið hefur sýnt að það er ýmislegt í það spunnið, þó ætla megi að kvöldið í kvöld verði erfitt. „Við tókum umræðuna ekki nærri okkur. Það er fínt að fara þannig inn í mótið að enginn búist við neinu af okkur. Við vorum ekkert að kippa okkur upp við það. Auðvitað skoða allir umfjallanir en það hjálpar manni ekkert og dregur mann heldur ekki niður. Þetta eru bara vangaveltur og spár hjá fólki,“ sagði Sigmundína.
Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R.
Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn