Bolsonaro laus við Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 14:34 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. EPA/JOEDSON ALVES Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. Bolsonaro sagði frá smiti sínu þann 7. júlí. Á miðvikudaginn greindist hann enn með sjúkdóminn en hann hefur ekki sagt hvenær þetta nýjasta próf var tekið. Forsetinn fór í próf í byrjun mánaðarins eftir að hann hafði sýnt einkenni sjúkdómsins eins og þreytu, hita og vöðvaverki. Hann virðist þó ekki hafa orðið alvarlega veikur. - RT-PCR para Sars-Cov 2: negativo.- BOM DIA A TODOS. pic.twitter.com/CkdV59yGXP— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) July 25, 2020 Brasilía er eitt þeirra ríkja sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar þar sem minnst 85.238 hafa dáið vegna veirunnar, samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro sjálfur hefur þó ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins. Hann hefur barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra sem hafa reynt að draga úr dreifingu veirunnar í landinu. Hann hefur rekið tvo heilbrigðisráðherra sem hafa ekki viljað hreyfa sig eftir strengjum forsetans. Í síðustu viku voru tveir mánuðir frá því síðasti heilbrigðisráðherrann var rekinn og hefur hershöfðingi sem er hliðhollur forsetanum stýrt málaflokknum síðan. Í apríl sagði Bolsonaro mikilvægt að opna hagkerfið og draga úr félagsforðun. Það væri nauðsynlegt og ítrekaði hann að ábyrgðin væri hans. Tæpum tveimur vikum seinna, þegar um fimm þúsund manns voru dánir, sagðist hann ekki bera ábyrgð á neinu. Fyrr í þessari viku tilkynntu tveir ráðherrar í ríkisstjórn Bolsonaro að þeir hefðu einnig smitast af Covid-19. Það voru þeir Onyx Lorenzoni, 65 ára ríkisborgararáðherra, og hinn 62 ára gamli Milton Riberio, menntamálaráðherra. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. 16. júlí 2020 23:39 Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8. júlí 2020 23:37 Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. 3. júlí 2020 23:18 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. Bolsonaro sagði frá smiti sínu þann 7. júlí. Á miðvikudaginn greindist hann enn með sjúkdóminn en hann hefur ekki sagt hvenær þetta nýjasta próf var tekið. Forsetinn fór í próf í byrjun mánaðarins eftir að hann hafði sýnt einkenni sjúkdómsins eins og þreytu, hita og vöðvaverki. Hann virðist þó ekki hafa orðið alvarlega veikur. - RT-PCR para Sars-Cov 2: negativo.- BOM DIA A TODOS. pic.twitter.com/CkdV59yGXP— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) July 25, 2020 Brasilía er eitt þeirra ríkja sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar þar sem minnst 85.238 hafa dáið vegna veirunnar, samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro sjálfur hefur þó ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins. Hann hefur barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra sem hafa reynt að draga úr dreifingu veirunnar í landinu. Hann hefur rekið tvo heilbrigðisráðherra sem hafa ekki viljað hreyfa sig eftir strengjum forsetans. Í síðustu viku voru tveir mánuðir frá því síðasti heilbrigðisráðherrann var rekinn og hefur hershöfðingi sem er hliðhollur forsetanum stýrt málaflokknum síðan. Í apríl sagði Bolsonaro mikilvægt að opna hagkerfið og draga úr félagsforðun. Það væri nauðsynlegt og ítrekaði hann að ábyrgðin væri hans. Tæpum tveimur vikum seinna, þegar um fimm þúsund manns voru dánir, sagðist hann ekki bera ábyrgð á neinu. Fyrr í þessari viku tilkynntu tveir ráðherrar í ríkisstjórn Bolsonaro að þeir hefðu einnig smitast af Covid-19. Það voru þeir Onyx Lorenzoni, 65 ára ríkisborgararáðherra, og hinn 62 ára gamli Milton Riberio, menntamálaráðherra.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. 16. júlí 2020 23:39 Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8. júlí 2020 23:37 Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. 3. júlí 2020 23:18 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. 16. júlí 2020 23:39
Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8. júlí 2020 23:37
Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. 3. júlí 2020 23:18
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent