Guðbjörg Jóna með besta afrekið en FH-ingar með flesta titla Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 16:30 Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir unnu til gullverðlauna í dag. Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins. vísir/baldur Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. ÍR-ingar unnu bæði boðhlaup dagsins, 4x100 metra hlaup karla og kvenna, en það voru FH-ingar sem unnu þó flestar greinar í dag eða átta talsins. ÍR-ingar unnu sjö greinar, Breiðablik tvær en Ármann og KFA eignuðust einn Íslandsmeistara hvort félag. Mótinu lýkur á morgun. Búast mátti við harðri keppni á milli Guðbjargar Jónu og Tiönu Óskar Whitworth í 100 metra hlaupinu á Þórsvelli í dag og sú varð raunin. Guðbjörg Jóna hafði þó betur á 11,70 sekúndum en Tiana var 10/100 úr sekúndu á eftir henni. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, kærasti Guðbjargar, fékk einnig gull um hálsinn en hann vann kúluvarp af öryggi með 16,37 metra kasti. Guðbjörg og Dagbjartur með bestu afrekin Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins, ef miðað er við stigaformúlu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, en Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR átti besta afrek karla. Hann vann gríðarlega öruggan sigur í spjótkasti með 76,33 metra kasti og átti annað kast yfir 76 metra. Kolbeinn Höður vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi en hann hljóp á 10,68 sekúndum. Hinn 17 ára Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni varð í 2. sæti á 10,90 og Guðmundur Ágúst Thoroddsen kom 5/100 úr sekúndu þar á eftir og fékk brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann tvær greinar í dag.mynd/frí Kolbeinn vann einnig 400 metra hlaup, á 49,92 sekúndum, en Þórdís Eva Steinsdóttir, einnig úr FH, vann þá grein í kvennaflokki á 57,38 sekúndum. Hekla tryggði sér titil með lokastökkinu Anna Karen Jónsdóttir úr FH varð Íslandsmeistari í 1.500 metra hlaupi á 4:59,56 mínútum, en Hlynur Ólason úr ÍR vann í karlaflokki á 4:13,15. Hekla Sif Magnúsdóttir úr FH vann þrístökk en hún stökk 11,95 metra í sjöttu og síðustu tilraun, og komst þar með upp fyrir Hildigunni Þórarinsdóttur (11,77 metra) sem fékk silfur og Svanhvíti Ástu Jónsdóttur (11,73 metra) sem fékk brons. Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA varð Íslandsmeistari í 100 metra grindahlaupi á 14,12 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann spjótkast með 39,97 metra kasti. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni varð Íslandsmeistari í hástökki með 2,02 metra stökki en hann reyndi svo í þrígang við 2,10 metra án árangurs. Árni Björn Höskuldsson úr FH vann 110 metra grindahlaup á 15,12 sekúndum. Gamla brýnið Kristinn Torfason tryggði FH líka gull í þrístökki, með 14,22 metra stökki. Arnar Pétursson úr Breiðabliki varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi á 10:51,97 mínútum. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR vann afar öruggan sigur í kúluvarpi með 15,40 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann svo stangarstökk með 3,32 metra stökki. Öll úrslit í mótinu má sjá hér. Frjálsar íþróttir Akureyri ÍR FH Breiðablik Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH eru sprettharðasta fólk landsins í dag miðað við það að þau unnu 100 metra hlaup á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Akureyri. ÍR-ingar unnu bæði boðhlaup dagsins, 4x100 metra hlaup karla og kvenna, en það voru FH-ingar sem unnu þó flestar greinar í dag eða átta talsins. ÍR-ingar unnu sjö greinar, Breiðablik tvær en Ármann og KFA eignuðust einn Íslandsmeistara hvort félag. Mótinu lýkur á morgun. Búast mátti við harðri keppni á milli Guðbjargar Jónu og Tiönu Óskar Whitworth í 100 metra hlaupinu á Þórsvelli í dag og sú varð raunin. Guðbjörg Jóna hafði þó betur á 11,70 sekúndum en Tiana var 10/100 úr sekúndu á eftir henni. Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, kærasti Guðbjargar, fékk einnig gull um hálsinn en hann vann kúluvarp af öryggi með 16,37 metra kasti. Guðbjörg og Dagbjartur með bestu afrekin Guðbjörg Jóna átti besta afrek dagsins, ef miðað er við stigaformúlu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, en Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR átti besta afrek karla. Hann vann gríðarlega öruggan sigur í spjótkasti með 76,33 metra kasti og átti annað kast yfir 76 metra. Kolbeinn Höður vann öruggan sigur í 100 metra hlaupi en hann hljóp á 10,68 sekúndum. Hinn 17 ára Óliver Máni Samúelsson úr Ármanni varð í 2. sæti á 10,90 og Guðmundur Ágúst Thoroddsen kom 5/100 úr sekúndu þar á eftir og fékk brons. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann tvær greinar í dag.mynd/frí Kolbeinn vann einnig 400 metra hlaup, á 49,92 sekúndum, en Þórdís Eva Steinsdóttir, einnig úr FH, vann þá grein í kvennaflokki á 57,38 sekúndum. Hekla tryggði sér titil með lokastökkinu Anna Karen Jónsdóttir úr FH varð Íslandsmeistari í 1.500 metra hlaupi á 4:59,56 mínútum, en Hlynur Ólason úr ÍR vann í karlaflokki á 4:13,15. Hekla Sif Magnúsdóttir úr FH vann þrístökk en hún stökk 11,95 metra í sjöttu og síðustu tilraun, og komst þar með upp fyrir Hildigunni Þórarinsdóttur (11,77 metra) sem fékk silfur og Svanhvíti Ástu Jónsdóttur (11,73 metra) sem fékk brons. Glódís Edda Þuríðardóttir úr KFA varð Íslandsmeistari í 100 metra grindahlaupi á 14,12 sekúndum. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann spjótkast með 39,97 metra kasti. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni varð Íslandsmeistari í hástökki með 2,02 metra stökki en hann reyndi svo í þrígang við 2,10 metra án árangurs. Árni Björn Höskuldsson úr FH vann 110 metra grindahlaup á 15,12 sekúndum. Gamla brýnið Kristinn Torfason tryggði FH líka gull í þrístökki, með 14,22 metra stökki. Arnar Pétursson úr Breiðabliki varð Íslandsmeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi á 10:51,97 mínútum. Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR vann afar öruggan sigur í kúluvarpi með 15,40 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann svo stangarstökk með 3,32 metra stökki. Öll úrslit í mótinu má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Akureyri ÍR FH Breiðablik Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Í beinni: HK - KA | Eiga harma að hefna eftir spennutrylli fyrir norðan Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Sjá meira