Björgunarsveitarmenn fundu göngufólkið, sem leitað hafði verið að á Trékyllisheiði við Búrfell, skömmu fyrir klukkan 17 í dag. Göngufólkið hafði verið á gangi í tvo daga og voru fjórir hópar björgunarsveitarfólks sendir af stað.
Fólkið fannst eins og áður segir um klukkan 17 og báru þau sig nokkuð vel en sökum mikillar úrkomu í dag voru þau blaut og köld. Fengu þau heitan drykk og kleinur hjá björgunarsveitarfólki og fóru með þeim til byggða.
Gista þau nú í Norðurfirði áður en að þau halda ferðalagi sínu áfram.