Elvar í Litháen næstu tvö árin Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 09:30 Elvar Már Friðriksson hefur samið við félag í Lithaén. vísir/s2s Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. Elvar, sem er 25 ára landsliðsmaður, skrifaði undir samning til tveggja ára við sitt nýja félag. Í þættinum Sportið í dag, í lok maí, sagðist Elvar reikna með að fara í stærri deild en þá sænsku og hafði þá heyrt af áhuga frá Þýskalandi og Belgíu. Nú hefur hann ákveðið að fara til Litháens þar sem gríðarlegur áhugi er á körfubolta. Eftir að hafa leikið með Barry-háskólanum í Bandaríkjunum hefur Elvar leikið í frönsku B-deildinni og fyrir uppeldisfélag sitt Njarðvík, og nú síðast Borås þar sem honum gekk allt í haginn. Siauliai varð í 8. sæti af tíu liðum í litháensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hún var styttri en ella líkt og sú sænska vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum ánægð með að hafa fundið okkar leikstjórnanda. Hann hefur góða yfirsýn á vellinum og það er engin tilviljun að hann átti flestar sendingar í sænsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann reynslu af því að spila í Evrópukeppni með landsliði. Hæfileikar hans falla mjög vel að okkar leikstíl svo við væntum þess að honum gangi vel í Litháen, og leikmaðurinn er sjálfur ánægður að fá að spila í liði undir stjórn [Antanas] Sireika,“ sagði Mindaugas Zukauskas, íþróttastjóri Siauliai. Sireika var landsliðsþjálfari Litháens þegar liðið varð Evrópumeistari árið 2003 og náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu ári síðar, auk þess að ná langt með liðið á fleiri stórmótum. Turnyras Palangoje jau yra istorija, tuo tarpu kurti savosios m s miest atvyksta Islandijos rinktin s gyn jas,...Posted by BC " iauliai" on Laugardagur, 25. júlí 2020 Körfubolti Tengdar fréttir Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05 Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. Elvar, sem er 25 ára landsliðsmaður, skrifaði undir samning til tveggja ára við sitt nýja félag. Í þættinum Sportið í dag, í lok maí, sagðist Elvar reikna með að fara í stærri deild en þá sænsku og hafði þá heyrt af áhuga frá Þýskalandi og Belgíu. Nú hefur hann ákveðið að fara til Litháens þar sem gríðarlegur áhugi er á körfubolta. Eftir að hafa leikið með Barry-háskólanum í Bandaríkjunum hefur Elvar leikið í frönsku B-deildinni og fyrir uppeldisfélag sitt Njarðvík, og nú síðast Borås þar sem honum gekk allt í haginn. Siauliai varð í 8. sæti af tíu liðum í litháensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hún var styttri en ella líkt og sú sænska vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum ánægð með að hafa fundið okkar leikstjórnanda. Hann hefur góða yfirsýn á vellinum og það er engin tilviljun að hann átti flestar sendingar í sænsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann reynslu af því að spila í Evrópukeppni með landsliði. Hæfileikar hans falla mjög vel að okkar leikstíl svo við væntum þess að honum gangi vel í Litháen, og leikmaðurinn er sjálfur ánægður að fá að spila í liði undir stjórn [Antanas] Sireika,“ sagði Mindaugas Zukauskas, íþróttastjóri Siauliai. Sireika var landsliðsþjálfari Litháens þegar liðið varð Evrópumeistari árið 2003 og náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu ári síðar, auk þess að ná langt með liðið á fleiri stórmótum. Turnyras Palangoje jau yra istorija, tuo tarpu kurti savosios m s miest atvyksta Islandijos rinktin s gyn jas,...Posted by BC " iauliai" on Laugardagur, 25. júlí 2020
Körfubolti Tengdar fréttir Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05 Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur unnu meistarana Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05
Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30
Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00