Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 10:00 Tobias Thomsen fagnaði Íslandsmeistaratitli með KR á síðustu leiktíð, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val árið áður. VÍSIR/DANÍEL Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. Thomsen hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari bæði með Val og KR. Þessi 27 ára sóknarmaður segist hins vegar farinn að sakna Danmerkur og vill flytja þangað með kærustu sinni, Stefaníu Jakobsdóttur. Samningur Danans við KR gildir til loka þessarar leiktíðar svo að ljóst er að danskt félag þyrfti að semja við KR um kaupverð til að fá hann í ágúst, áður en ný leiktíð hefst í Danmörku. Annars yrði Thomsen að bíða þar til í vetur með að komast til Danmerkur. Rúnar sýnt fullan skilning „Já, ég veit að dönsku deildirnar byrja aftur í lok ágúst. Það þýðir auðvitað að ég þyrfti að rifta samningnum mínum við KR-inga en ég hef sagt þeim að ég sakni Danmerkur, og þeir hafa fullan skilning á því,“ sagði Thomsen við bold.dk. Hann bætti við að hann ætti í mjög góðu sambandi við Rúnar Kristinsson þjálfara, sem hefði sýnt stöðunni fullan skilning, og Thomsen sagðist ekki telja að kaupverðið yrði mikið vandamál. „Ég hef líka átt samtöl við tvö 1. deildarfélög eftir að sú deild var að klárast og liðin vissu hvar þau myndu enda. Það hefur verið svolítill áhugi nú þegar varðandi komandi tímabil svo það getur vel verið að ég fari til Danmerkur áður en að íslenska deildin hættir,“ sagði Thomsen en bætti við að ljóst væri að ekki væru mörg félög í Danmörku sem gætu keypt upp samning hans við KR. Tobias Thomsen í leik gegn Víkingi í sumar.VÍSIR/HAG „Þetta er ekki alveg ljóst núna en það hefur verið áhugi. Ég þarf líka að finna besta möguleikann fyrir mig og mína kærustu, sem er frá Íslandi og kemur með mér. Þetta veltur á nokkrum hlutum,“ sagði Thomsen og kvaðst horfa fyrst og fremst til Kaupmannahafnar. Mun leggja sig allan fram fyrir KR Thomsen sagði KR-inga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hann gæfi sig ekki allan í æfingar og leiki, þó að hann saknaði Danmerkur. „KR veit hvað það fær frá mér og það er að ég geri hlutina 100 prósent. Ég get alveg litið framhjá því að ég sakni Danmerkur þegar ég er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Thomsen, sem segir ljóst að hann muni lækka í launum við að fara frá Íslandsmeisturunum í næstefstu deild Danmerkur. Segir veiruna hafa hrellt dönsku félögin meira „Ég mun sennilega þurfa að lækka aðeins í launum, út af kórónuveirukrísunni sem virðist hafa hrellt dönsku félögin aðeins meira en þau íslensku. En ég er líka í námi og ein lausn gæti verið að félag útvegaði mér vinnu. Flest félögin í 1. deild eru jú með samkomulag við styrktaraðila. Ég er að læra íþróttastjórnun í gegnum leikmannasamtökin og er að klára bachelor-gráðuna,“ sagði Thomsen. Thomsen hefur aðeins verið í byrjunarliði KR í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð, en komið við sögu í fimm leikjum og skorað eitt mark. Hann byrjaði 21 leik fyrir liðið í fyrra og skoraði sjö mörk. KR er jafnt Val að stigum á toppi Pepsi Max-deildarinnar og á leik til góða, en liðið mætir KA á Akureyri í dag. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. Thomsen hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari bæði með Val og KR. Þessi 27 ára sóknarmaður segist hins vegar farinn að sakna Danmerkur og vill flytja þangað með kærustu sinni, Stefaníu Jakobsdóttur. Samningur Danans við KR gildir til loka þessarar leiktíðar svo að ljóst er að danskt félag þyrfti að semja við KR um kaupverð til að fá hann í ágúst, áður en ný leiktíð hefst í Danmörku. Annars yrði Thomsen að bíða þar til í vetur með að komast til Danmerkur. Rúnar sýnt fullan skilning „Já, ég veit að dönsku deildirnar byrja aftur í lok ágúst. Það þýðir auðvitað að ég þyrfti að rifta samningnum mínum við KR-inga en ég hef sagt þeim að ég sakni Danmerkur, og þeir hafa fullan skilning á því,“ sagði Thomsen við bold.dk. Hann bætti við að hann ætti í mjög góðu sambandi við Rúnar Kristinsson þjálfara, sem hefði sýnt stöðunni fullan skilning, og Thomsen sagðist ekki telja að kaupverðið yrði mikið vandamál. „Ég hef líka átt samtöl við tvö 1. deildarfélög eftir að sú deild var að klárast og liðin vissu hvar þau myndu enda. Það hefur verið svolítill áhugi nú þegar varðandi komandi tímabil svo það getur vel verið að ég fari til Danmerkur áður en að íslenska deildin hættir,“ sagði Thomsen en bætti við að ljóst væri að ekki væru mörg félög í Danmörku sem gætu keypt upp samning hans við KR. Tobias Thomsen í leik gegn Víkingi í sumar.VÍSIR/HAG „Þetta er ekki alveg ljóst núna en það hefur verið áhugi. Ég þarf líka að finna besta möguleikann fyrir mig og mína kærustu, sem er frá Íslandi og kemur með mér. Þetta veltur á nokkrum hlutum,“ sagði Thomsen og kvaðst horfa fyrst og fremst til Kaupmannahafnar. Mun leggja sig allan fram fyrir KR Thomsen sagði KR-inga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hann gæfi sig ekki allan í æfingar og leiki, þó að hann saknaði Danmerkur. „KR veit hvað það fær frá mér og það er að ég geri hlutina 100 prósent. Ég get alveg litið framhjá því að ég sakni Danmerkur þegar ég er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Thomsen, sem segir ljóst að hann muni lækka í launum við að fara frá Íslandsmeisturunum í næstefstu deild Danmerkur. Segir veiruna hafa hrellt dönsku félögin meira „Ég mun sennilega þurfa að lækka aðeins í launum, út af kórónuveirukrísunni sem virðist hafa hrellt dönsku félögin aðeins meira en þau íslensku. En ég er líka í námi og ein lausn gæti verið að félag útvegaði mér vinnu. Flest félögin í 1. deild eru jú með samkomulag við styrktaraðila. Ég er að læra íþróttastjórnun í gegnum leikmannasamtökin og er að klára bachelor-gráðuna,“ sagði Thomsen. Thomsen hefur aðeins verið í byrjunarliði KR í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð, en komið við sögu í fimm leikjum og skorað eitt mark. Hann byrjaði 21 leik fyrir liðið í fyrra og skoraði sjö mörk. KR er jafnt Val að stigum á toppi Pepsi Max-deildarinnar og á leik til góða, en liðið mætir KA á Akureyri í dag.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira