Hækka aldurstakmark á tjaldstæðum í 20 ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2020 10:37 Hátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri ár hvert. Vísir/vilhelm Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verður haldin með óhefðbundnu sniði á Akureyri nú um verslunarmannahelgina vegna faraldurs kórónuveiru. Þá verður aldurstakmark á tjaldsvæðum bæjarins hækkað í 20 ár. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Akureyrarbæ, Vinum Akureyrar og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu segir að í boði verði „litlir, fjölskylduvænir viðburðir víðsvegar um bæinn“ og tryggt að aldrei verði fleiri en 500 samankomnir á hverjum stað, líkt og reglur segja til um. „Stórir útitónleikar í miðbænum verða ekki á dagskrá né heldur Sparitónleikar á flötinni við Samkomuhúsið á sunnudagskvöld. Þá verður skemmtistöðum lokað kl. 23 öll kvöld eins og reglur segja til um,“ segir í tilkynningu. Á tjaldsvæðum bæjarins verður aldurstakmark jafnframt hækkað í 20 ár „í því skyni að auðvelda fjöldatakmarkanir og forgangsraða í þágu fjölskyldufólks.“ Þá er hafti eftir Kristjáni Kristjánssyni yfirlögregluþjóni á Akureyri að lögreglan á Norðurlandi eystra verði með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina. „Bæði til að fylgjast með umferð á þjóðvegum umdæmisins og eins til að fylgjast með að fjöldatakmörkunum og öðrum samkomutakmörkunum sé framfylgt. Þá vill lögreglan beina því til allra að fara varlega og huga vel að eigin sóttvarnaráðstöfunum. Enn eru smit í samfélaginu og því nauðsynlegt að fara eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa gefið út,“ segir Kristján. Fjölmennum skemmtunum og útihátíðum hefur víða verið aflýst um verslunarmannahelgina vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hefur nokkur fjöldi innanlandssmita greinst síðustu daga, þar af sex í gærkvöldi sem tengjast öll einstaklingi sem kom hingað til lands um miðjan júlí. Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verður haldin með óhefðbundnu sniði á Akureyri nú um verslunarmannahelgina vegna faraldurs kórónuveiru. Þá verður aldurstakmark á tjaldsvæðum bæjarins hækkað í 20 ár. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Akureyrarbæ, Vinum Akureyrar og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu segir að í boði verði „litlir, fjölskylduvænir viðburðir víðsvegar um bæinn“ og tryggt að aldrei verði fleiri en 500 samankomnir á hverjum stað, líkt og reglur segja til um. „Stórir útitónleikar í miðbænum verða ekki á dagskrá né heldur Sparitónleikar á flötinni við Samkomuhúsið á sunnudagskvöld. Þá verður skemmtistöðum lokað kl. 23 öll kvöld eins og reglur segja til um,“ segir í tilkynningu. Á tjaldsvæðum bæjarins verður aldurstakmark jafnframt hækkað í 20 ár „í því skyni að auðvelda fjöldatakmarkanir og forgangsraða í þágu fjölskyldufólks.“ Þá er hafti eftir Kristjáni Kristjánssyni yfirlögregluþjóni á Akureyri að lögreglan á Norðurlandi eystra verði með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina. „Bæði til að fylgjast með umferð á þjóðvegum umdæmisins og eins til að fylgjast með að fjöldatakmörkunum og öðrum samkomutakmörkunum sé framfylgt. Þá vill lögreglan beina því til allra að fara varlega og huga vel að eigin sóttvarnaráðstöfunum. Enn eru smit í samfélaginu og því nauðsynlegt að fara eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafa gefið út,“ segir Kristján. Fjölmennum skemmtunum og útihátíðum hefur víða verið aflýst um verslunarmannahelgina vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hefur nokkur fjöldi innanlandssmita greinst síðustu daga, þar af sex í gærkvöldi sem tengjast öll einstaklingi sem kom hingað til lands um miðjan júlí.
Akureyri Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira