Aukin harka í mótmælum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 13:07 Ómerktir alríkislögregluliðar ráðast gegn konu á mótmælum í nafni „Svört líf skipta máli“ við alríkisdómshúsið sem hefur verið miðpunktur mótmæla undanfarinna vikna í nótt. AP/Marcio Jose Sanchez Til ákafra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglumanna í Portland í Bandaríkjunum í nótt. Aukin harka færðist í mótmæli sem hafa geisað vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju víðar í Bandaríkjunum um helgina. Alríkislögreglumenn skutu táragasi, höggsprengjum og piparkúlum til þess að tvístra mótmælendum fyrir utan alríkisdómshús í miðborg Portland í nótt, að sögn AP-fréttastofunnar. Einhverjir mótmælendanna höfðu klifað yfir girðingu við dómshúsið en aðrir skutu flugeldum, börðu girðinguna og vörpuðu myndum á bygginguna. Fyrr um kvöldið var tilkynnt um að skotum hefði verið hleypt af og taska með hlöðnum skothylkjum í hríðskotariffil og bensínsprengjum fannst í garði í borginni. Mótmælin voru þó friðsöm lengi framan af en leikar tóku að æsast þegar alríkislögreglumenn, sem voru sendir til Portland í óþökk yfirvalda í borginni og Oregon-ríki, lýsti samkomuna ólöglega og hugðust rýma svæði við alríkisbyggingar. Nokkur fjöldi fólks var handtekinn. Mótmælin í Portland hafa nú geisað í meira en fimmtíu nætur eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí. Borgaryfirvöld og ríkisyfirvöld í Oregon hafa beðið alríkisstjórnina um að draga lögreglulið sitt til baka frá Portland en þau telja að vera þess æsi aðeins til frekari mótmæla. Alríkislögregluliðið fer um ómerkt í felulitum og hefur handtekið fólk fyrir litlar eða engar sakir án þess að gera grein fyrir sér. Mótmælandi leikur á trompet ofan á girðingu utan um Mark O. Hatfield-alríkisdómshúsið í miðborg Portland í nótt. Lögregla lýsti samkomuna ólöglega og dreifði mótmælendum með táragasi, höggsprengjum og ertandi efnum.AP/Marcio Jose Sanchez Lausmunum kastað og skotum hleypt af Harka færðist í mótmæli í fleiri borgum um helgina. Í Austin í Texas var karlmaður skotinn til bana á kröfufundi í miðborginni. Í Richmond í Virginíu var kveikt í bifreið fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í Denver særðist mótmælandi þegar skotum var hleypt af úr bíl sem var ekið fram hjá hópi þeirra, að sögn Washington Post. Í Los Angeles í Kaliforníu skutu lögreglumenn á mótmælendur við alríkisdómshús. Mótmælendur í Seattle lögðu eld að framkvæmdasvæði þar sem fangelsi fyrir ungmenni er í byggingu. Lögreglan þar segir mótmælendur hafa kastað steinum, flöskum og flugeldum að lögreglumönnum á laugardag. Þrír lögreglumenn hafi særst og 25 mótmælendur verið handteknir. Donald Trump forseti, sem hefur lagt allt kapp á að lýsa mótmælendunum sem ofbeldisfullum öfgavinstrimönnum og spyrða Joe Biden, væntanlegan forsetaframbjóðanda demókrata, saman við þá, hélt áfram að bölsótast út í mótmælin um helgina. Fullyrti forsetinn að hópur kvenna sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland og kallar sig „Mömmuvegginn“ sigli undir fölsku flaggi án nokkurra sannana. „„Mótmælendurnir“ eru í raun stjórnleysingjar sem hata landið okkar. Röð saklausra „mæðra“ var gabb sem [fjölmiðlar] neita að viðurkenna, alveg eins og þeir segja ekki frá ofbeldinu í þessum mótmælum,“ fullyrti forsetinn ranglega. The protesters are actually anarchists who hate our Country. The line of innocent mothers were a scam that Lamestream refuses to acknowledge, just like they don t report the violence of these demonstrations! https://t.co/A0IBAzqVoT— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rannsaka dauða manns sem skotinn var til bana í mótmælum Lögregla í borginni Austin í Texas rannsakar nú dauða mótmælandans Garrett Foster sem var skotinn til bana á meðan að á mótmælum til stuðnings Black Lives Matter hreyfindunni stóð. 26. júlí 2020 22:10 Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. 24. júlí 2020 11:24 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Til ákafra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglumanna í Portland í Bandaríkjunum í nótt. Aukin harka færðist í mótmæli sem hafa geisað vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju víðar í Bandaríkjunum um helgina. Alríkislögreglumenn skutu táragasi, höggsprengjum og piparkúlum til þess að tvístra mótmælendum fyrir utan alríkisdómshús í miðborg Portland í nótt, að sögn AP-fréttastofunnar. Einhverjir mótmælendanna höfðu klifað yfir girðingu við dómshúsið en aðrir skutu flugeldum, börðu girðinguna og vörpuðu myndum á bygginguna. Fyrr um kvöldið var tilkynnt um að skotum hefði verið hleypt af og taska með hlöðnum skothylkjum í hríðskotariffil og bensínsprengjum fannst í garði í borginni. Mótmælin voru þó friðsöm lengi framan af en leikar tóku að æsast þegar alríkislögreglumenn, sem voru sendir til Portland í óþökk yfirvalda í borginni og Oregon-ríki, lýsti samkomuna ólöglega og hugðust rýma svæði við alríkisbyggingar. Nokkur fjöldi fólks var handtekinn. Mótmælin í Portland hafa nú geisað í meira en fimmtíu nætur eftir dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí. Borgaryfirvöld og ríkisyfirvöld í Oregon hafa beðið alríkisstjórnina um að draga lögreglulið sitt til baka frá Portland en þau telja að vera þess æsi aðeins til frekari mótmæla. Alríkislögregluliðið fer um ómerkt í felulitum og hefur handtekið fólk fyrir litlar eða engar sakir án þess að gera grein fyrir sér. Mótmælandi leikur á trompet ofan á girðingu utan um Mark O. Hatfield-alríkisdómshúsið í miðborg Portland í nótt. Lögregla lýsti samkomuna ólöglega og dreifði mótmælendum með táragasi, höggsprengjum og ertandi efnum.AP/Marcio Jose Sanchez Lausmunum kastað og skotum hleypt af Harka færðist í mótmæli í fleiri borgum um helgina. Í Austin í Texas var karlmaður skotinn til bana á kröfufundi í miðborginni. Í Richmond í Virginíu var kveikt í bifreið fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar í Denver særðist mótmælandi þegar skotum var hleypt af úr bíl sem var ekið fram hjá hópi þeirra, að sögn Washington Post. Í Los Angeles í Kaliforníu skutu lögreglumenn á mótmælendur við alríkisdómshús. Mótmælendur í Seattle lögðu eld að framkvæmdasvæði þar sem fangelsi fyrir ungmenni er í byggingu. Lögreglan þar segir mótmælendur hafa kastað steinum, flöskum og flugeldum að lögreglumönnum á laugardag. Þrír lögreglumenn hafi særst og 25 mótmælendur verið handteknir. Donald Trump forseti, sem hefur lagt allt kapp á að lýsa mótmælendunum sem ofbeldisfullum öfgavinstrimönnum og spyrða Joe Biden, væntanlegan forsetaframbjóðanda demókrata, saman við þá, hélt áfram að bölsótast út í mótmælin um helgina. Fullyrti forsetinn að hópur kvenna sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland og kallar sig „Mömmuvegginn“ sigli undir fölsku flaggi án nokkurra sannana. „„Mótmælendurnir“ eru í raun stjórnleysingjar sem hata landið okkar. Röð saklausra „mæðra“ var gabb sem [fjölmiðlar] neita að viðurkenna, alveg eins og þeir segja ekki frá ofbeldinu í þessum mótmælum,“ fullyrti forsetinn ranglega. The protesters are actually anarchists who hate our Country. The line of innocent mothers were a scam that Lamestream refuses to acknowledge, just like they don t report the violence of these demonstrations! https://t.co/A0IBAzqVoT— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rannsaka dauða manns sem skotinn var til bana í mótmælum Lögregla í borginni Austin í Texas rannsakar nú dauða mótmælandans Garrett Foster sem var skotinn til bana á meðan að á mótmælum til stuðnings Black Lives Matter hreyfindunni stóð. 26. júlí 2020 22:10 Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. 24. júlí 2020 11:24 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Rannsaka dauða manns sem skotinn var til bana í mótmælum Lögregla í borginni Austin í Texas rannsakar nú dauða mótmælandans Garrett Foster sem var skotinn til bana á meðan að á mótmælum til stuðnings Black Lives Matter hreyfindunni stóð. 26. júlí 2020 22:10
Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. 24. júlí 2020 11:24
Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36
Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55