Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 09:00 Valur er komið á topp Pepsi Max deildarinnar eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Vísir/Daniel Thor Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má finna hér að neðan en alls voru 22 mörk skoruð í umferðinni. Þá var einn leikur markalaus en KA og KR gerðu 0-0 jafntefli þar sem heimamenn í KA brenndu af víti. Valur tyllti sér á toppinn þökk sé mörkum Lasse Petry, Sigurðs Egils Lárussonar og sjálfsmarks Peter Zachan. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði mark Fjölnis. Klippa: Mörkin úr leik Fjölnis og Vals Breiðablik vann ÍA í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. Lokatölur 5-3 Breiðablik í vil. Alexander Helgi Sigurðarson, Thomas Mikkelsen og Kristinn Steindórsson komu Blikum í 4-0 í fyrri hálfleik en sá síðastnefndi skoraði tvívegis. Tryggvi Hrafn Haraldsson svaraði með marki úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleikur var úti og Hlynur Sævar Jónsson minnkaði muninn í 4-2 í upphafi þess síðari. Thomas Mikkelsen bætti við marki úr víti en Viktor Jónsson minnkaði muninn skömmu síðar og þar við sat. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og íA Fylkir vann 3-2 sigur á HK í Lautinni en leikurinn var frábær skemmtun. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams kom heimamönnum yfir áður en Valgeir Valgeirsson svaraði með tveimur mörkum fyrir gestina. Í síðari hálfleik skoruðu Arnór Gauti Ragnarsson og Valdimar Þór Ingimundarsson fyrir heimamenn og tryggðu þeim stigin þrjú. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og HK FH rétt marði nýliða Gróttu í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn einu. Þórir Jóhann Helgason kom FH yfir í upphafi leiks og þannig var staðan í hálfleik. Daði Freyr Arnarsson - markvörður FH - varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 61. mínútu en Steven Lennon tryggði FH sigurinn með marki aðeins fjórum mínútum síðar. Klippa: Mörkin úr leik FH og Gróttu Bikarmeistarar Víkings náðu jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabænum. Lokatölur 1-1 í leik þar sem Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir en Óttar Magnús Karlsson jafnaði metin fyrir Víkinga með marki úr vítaspyrnu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Víkings Pepsi Max-mörkin FH Grótta Víkingur Reykjavík Stjarnan Fylkir HK Breiðablik ÍA Fjölnir Valur Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má finna hér að neðan en alls voru 22 mörk skoruð í umferðinni. Þá var einn leikur markalaus en KA og KR gerðu 0-0 jafntefli þar sem heimamenn í KA brenndu af víti. Valur tyllti sér á toppinn þökk sé mörkum Lasse Petry, Sigurðs Egils Lárussonar og sjálfsmarks Peter Zachan. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði mark Fjölnis. Klippa: Mörkin úr leik Fjölnis og Vals Breiðablik vann ÍA í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. Lokatölur 5-3 Breiðablik í vil. Alexander Helgi Sigurðarson, Thomas Mikkelsen og Kristinn Steindórsson komu Blikum í 4-0 í fyrri hálfleik en sá síðastnefndi skoraði tvívegis. Tryggvi Hrafn Haraldsson svaraði með marki úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleikur var úti og Hlynur Sævar Jónsson minnkaði muninn í 4-2 í upphafi þess síðari. Thomas Mikkelsen bætti við marki úr víti en Viktor Jónsson minnkaði muninn skömmu síðar og þar við sat. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og íA Fylkir vann 3-2 sigur á HK í Lautinni en leikurinn var frábær skemmtun. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams kom heimamönnum yfir áður en Valgeir Valgeirsson svaraði með tveimur mörkum fyrir gestina. Í síðari hálfleik skoruðu Arnór Gauti Ragnarsson og Valdimar Þór Ingimundarsson fyrir heimamenn og tryggðu þeim stigin þrjú. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og HK FH rétt marði nýliða Gróttu í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn einu. Þórir Jóhann Helgason kom FH yfir í upphafi leiks og þannig var staðan í hálfleik. Daði Freyr Arnarsson - markvörður FH - varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 61. mínútu en Steven Lennon tryggði FH sigurinn með marki aðeins fjórum mínútum síðar. Klippa: Mörkin úr leik FH og Gróttu Bikarmeistarar Víkings náðu jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabænum. Lokatölur 1-1 í leik þar sem Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir en Óttar Magnús Karlsson jafnaði metin fyrir Víkinga með marki úr vítaspyrnu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Víkings
Pepsi Max-mörkin FH Grótta Víkingur Reykjavík Stjarnan Fylkir HK Breiðablik ÍA Fjölnir Valur Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira