Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 09:00 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen með augun á boltanum í leik gegn Selfossi i sumar. vísir/daníel Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar, þar sem hún hefur leikið sem lánsmaður frá Breiðabliki. Hún var fyrr í þessum mánuði kynnt sem nýr leikmaður University of South Florida, þar sem hún hugðist hefja nám í umhverfisvísindum í ágúst, en Sólveig er enn á Íslandi og bíður fregna af stöðunni í Flórída. „Það kemur vonandi í ljós í þessari viku hvort að deildin sem liðið spilar í verður spiluð í haust. Þá tek ég ákvörðun um hvort ég verð á Íslandi fram í janúar eða fer út í ágúst,“ segir Sólveig við Vísi. „En jafnvel þó að það verði deild þarna þá gæti verið að ég verði hérna á Íslandi fram í janúar, í fjarnámi. Ég ætla að sjá til,“ segir Sólveig, sem er 19 ára gömul og á að baki 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Frjáls hérna heima og slæmt að fara út verði keppni frestað Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks, útskrifaðist frá USF í sumar og kom svo heim til Íslands, en reyndist hafa smitast af kórónuveirunni í Flórída. Þúsundir manna greinast með kórónuveirusmit á hverjum degi í fylkinu og Sólveig er hikandi við að fara út, jafnvel þó að svo færi að keppni yrði ekki aflýst. „Já, eiginlega. Maður er svo frjáls hérna heima. Deildin er í fullum gangi hérna heima og það hefur gengið ágætlega, svo það væri kannski lélegt að fara út og lenda í því að deildinni þar yrði frestað enn meira. Maður er búinn að stefna á þetta frá því að maður var lítill, en svona er bara þetta COVID. Staðan úti er kannski svipuð og hún var í mars hérna heima. Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út, en það er ekkert við því að gera.“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen á láni til Fylkis Sólveig, sem er fædd árið 2000, hefur verið lánuð til Fylkis þar sem...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Föstudagur, 29. maí 2020 Búið er að aflýsa keppni í haust í að minnsta kosti þremur af um þrjátíu riðlum í efstu deild bandaríska háskólafótboltans, en ekki riðli USF. Liðið hefur oft unnið sinn riðil og fór í 16-liða úrslit í úrslitakeppninni á landsvísu síðasta vetur, en féll þar úr leik. „Þetta er mjög gott lið. Andrea Rán var að útskrifast þaðan núna í sumar. Ég talaði við hana til þess að fá smá innsýn í það hvernig skólinn væri og umgjörðin í kringum hann. Hún gaf mjög góð meðmæli og ég treysti henni vel fyrir því,“ segir Sólveig. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur og eru í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar, taplausar með 12 stig eftir sex leiki.VÍSIR/DANÍEL Gæti ekki verið ánægðari í Árbænum Eftir að hafa skorað mark 6. umferðar með afar laglegum hætti, í 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara Vals 15. júlí, varð Sólveig fyrir því óláni að togna aftan í læri. Fram að því hafði henni gengið afar vel með Fylki og hún er ánægð með þá ákvörðun að hafa farið að láni í Árbæinn: „Ég gæti ekki verið ánægðari. Það er leiðinlegt að hafa meiðst núna og misst af síðustu tveimur leikjum. Ég verð ekki með gegn Breiðabliki [í dag], þar sem ég má ekki spila gegn þeim, en stefni á að ná næsta leik eftir það, gegn FH,“ segir Sólveig, ánægð með tímabilið sitt til þessa eftir að hafa verið í aukahlutverki hjá Breiðabliki: „Ég er búin að spila svo fáa leiki síðustu ár þannig að maður sér ekki beinlínis bætingu, en það er bara geggjað að vera loksins farin að spila.“ Íslenski boltinn Fylkir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar, þar sem hún hefur leikið sem lánsmaður frá Breiðabliki. Hún var fyrr í þessum mánuði kynnt sem nýr leikmaður University of South Florida, þar sem hún hugðist hefja nám í umhverfisvísindum í ágúst, en Sólveig er enn á Íslandi og bíður fregna af stöðunni í Flórída. „Það kemur vonandi í ljós í þessari viku hvort að deildin sem liðið spilar í verður spiluð í haust. Þá tek ég ákvörðun um hvort ég verð á Íslandi fram í janúar eða fer út í ágúst,“ segir Sólveig við Vísi. „En jafnvel þó að það verði deild þarna þá gæti verið að ég verði hérna á Íslandi fram í janúar, í fjarnámi. Ég ætla að sjá til,“ segir Sólveig, sem er 19 ára gömul og á að baki 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Frjáls hérna heima og slæmt að fara út verði keppni frestað Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks, útskrifaðist frá USF í sumar og kom svo heim til Íslands, en reyndist hafa smitast af kórónuveirunni í Flórída. Þúsundir manna greinast með kórónuveirusmit á hverjum degi í fylkinu og Sólveig er hikandi við að fara út, jafnvel þó að svo færi að keppni yrði ekki aflýst. „Já, eiginlega. Maður er svo frjáls hérna heima. Deildin er í fullum gangi hérna heima og það hefur gengið ágætlega, svo það væri kannski lélegt að fara út og lenda í því að deildinni þar yrði frestað enn meira. Maður er búinn að stefna á þetta frá því að maður var lítill, en svona er bara þetta COVID. Staðan úti er kannski svipuð og hún var í mars hérna heima. Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út, en það er ekkert við því að gera.“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen á láni til Fylkis Sólveig, sem er fædd árið 2000, hefur verið lánuð til Fylkis þar sem...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Föstudagur, 29. maí 2020 Búið er að aflýsa keppni í haust í að minnsta kosti þremur af um þrjátíu riðlum í efstu deild bandaríska háskólafótboltans, en ekki riðli USF. Liðið hefur oft unnið sinn riðil og fór í 16-liða úrslit í úrslitakeppninni á landsvísu síðasta vetur, en féll þar úr leik. „Þetta er mjög gott lið. Andrea Rán var að útskrifast þaðan núna í sumar. Ég talaði við hana til þess að fá smá innsýn í það hvernig skólinn væri og umgjörðin í kringum hann. Hún gaf mjög góð meðmæli og ég treysti henni vel fyrir því,“ segir Sólveig. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur og eru í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar, taplausar með 12 stig eftir sex leiki.VÍSIR/DANÍEL Gæti ekki verið ánægðari í Árbænum Eftir að hafa skorað mark 6. umferðar með afar laglegum hætti, í 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara Vals 15. júlí, varð Sólveig fyrir því óláni að togna aftan í læri. Fram að því hafði henni gengið afar vel með Fylki og hún er ánægð með þá ákvörðun að hafa farið að láni í Árbæinn: „Ég gæti ekki verið ánægðari. Það er leiðinlegt að hafa meiðst núna og misst af síðustu tveimur leikjum. Ég verð ekki með gegn Breiðabliki [í dag], þar sem ég má ekki spila gegn þeim, en stefni á að ná næsta leik eftir það, gegn FH,“ segir Sólveig, ánægð með tímabilið sitt til þessa eftir að hafa verið í aukahlutverki hjá Breiðabliki: „Ég er búin að spila svo fáa leiki síðustu ár þannig að maður sér ekki beinlínis bætingu, en það er bara geggjað að vera loksins farin að spila.“
Íslenski boltinn Fylkir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira