Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2020 19:00 Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. Pólsk stjórnvöld hófust handa í dag við að segja sig frá Istanbúlsamningnum. Sendiherra Póllands á Íslandi hefur samþykkt að hitta formann Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins til að ræða málið. „Ástæðan fyrir því að ég óskaði eftir fundi með sendiherranum er einmitt til að tjá honum mínar áhyggjur sem formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins um að ef af verður, ef pólska ríkisstjórnin lætur af því verða að segja sig frá þessum mikilvæga samningi mun það í raun og veru þýða hættur fyrir konur, börn, stúlkur og fjölskyldur í Póllandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk segir málið hafa vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar. Fjöldi Pólverja hefur sömuleiðis mótmælt ákvörðuninni en dómsmálaráðherra landsins sagði hana byggða á því að samningurinn byggi á hugmyndafræði, meðal annars um félagslega mótun kyns, sem stangist á við hefðbundin pólsk gildi. Pólsk lög séu nóg til að vernda pólskar konur. „Það er verið að nota Istanbúlsamninginn, sem í raun og veru inniheldur gríðarlega öflug tæki til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, til að búa til einhvers konar misskilning um að samningurinn snúist um eitthvað annað en hann er. Þar er náttúrulega verið að róa undir og halda áfram á þessari braut sem pólsk stjórnvöld hafa verið á, að draga úr mannréttindum hinsegin fólks,“ segir Rósa Björk enn fremur. Utanríkismál Jafnréttismál Pólland Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. Pólsk stjórnvöld hófust handa í dag við að segja sig frá Istanbúlsamningnum. Sendiherra Póllands á Íslandi hefur samþykkt að hitta formann Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins til að ræða málið. „Ástæðan fyrir því að ég óskaði eftir fundi með sendiherranum er einmitt til að tjá honum mínar áhyggjur sem formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins um að ef af verður, ef pólska ríkisstjórnin lætur af því verða að segja sig frá þessum mikilvæga samningi mun það í raun og veru þýða hættur fyrir konur, börn, stúlkur og fjölskyldur í Póllandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Rósa Björk segir málið hafa vakið hörð viðbrögð á vettvangi Evrópuráðsþingsins og víðar. Fjöldi Pólverja hefur sömuleiðis mótmælt ákvörðuninni en dómsmálaráðherra landsins sagði hana byggða á því að samningurinn byggi á hugmyndafræði, meðal annars um félagslega mótun kyns, sem stangist á við hefðbundin pólsk gildi. Pólsk lög séu nóg til að vernda pólskar konur. „Það er verið að nota Istanbúlsamninginn, sem í raun og veru inniheldur gríðarlega öflug tæki til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, til að búa til einhvers konar misskilning um að samningurinn snúist um eitthvað annað en hann er. Þar er náttúrulega verið að róa undir og halda áfram á þessari braut sem pólsk stjórnvöld hafa verið á, að draga úr mannréttindum hinsegin fólks,“ segir Rósa Björk enn fremur.
Utanríkismál Jafnréttismál Pólland Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira