Táragasi verið beitt minnst fjórum sinnum frá lýðveldisstofnun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2020 21:00 Lögreglunni á Íslandi er heimilt að beita táragasi þrátt fyrir að gasið sé skilgreint sem efnavopn sem ekki má beita í stríði. Beiting lögreglunnar víða erlendis á táragasi hefur sætt gagnrýni að undanförnu. Ríkislögreglustjóri hefur ekki upplýsingar um hversu miklar birgðir úðavopna eru til í landinu. Að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni hefur lögreglan á Íslandi beitt táragasi svo vitað sé. Algengara er að piparúða sé beitt. Notkun táragass var nokkuð til umræðu í erlendum fjölmiðlum fyrr í sumar vegna notkunar lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum, einkum í Bandaríkjunum í þeirri mótmælaöldu sem þar hefur geysað. Var það sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi innanlands. Samkvæmt svari Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu gilda strangar reglur um beitingu gasvopna hér á landi. Þannig er til að mynda óheimilt að vopnast gasvopnum nema samkvæmt ákvörðun og með heimild yfirmanns. Þjálfun lögreglumanna er jafnframt skilyrði og má gasvopnum einungis beita í sérstökum hættutilvikum, eða ef lögregluaðgerð verður ekki framkvæmd á annan hátt, án þess að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra hefur táragasi verið beitt að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni svo vitað sé. Það hafi þó ekki verið tekið saman nákvæmlega þannig að tilfellin gætu verið fleiri. Tilfellin fjögur sem vitað er um voru í maí 1945 þegar lögreglan beitti táragasi vegna grjótkasts milli breskra hermanna og Íslendinga, í mars 1949 gegn mótmælendum sem voru andsnúnir inngöngu Íslands í NATO, í júlí 1959 beitti fáliðuð lögregla táragasi í aðgerðum við Hótel Höfn á Siglufirði og þá var táragasi beitt gegn mótmælendum í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Piparúða oftar beitt Fréttastofa spurðist einnig fyrir um hversu miklar birgðir af táragasi séu til í landinu og hvort lögregla hafi slíkt vopn til umráða í öllum umdæmum. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra liggja í fljótu bragði ekki fyrir upplýsingar um hversu mikið er til af úðavopnum hér á landi en samkvæmt reglunum geti öll lögregluliðin haft slíkan búnað. Öllu algengara er að lögregla beiti piparúða. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra var piparúða beitt 35 sinnum við handtökur í fyrra sem eru flest skráð tilfelli allt aftur til ársins 2005. Þá var piparúða ógnað 40 sinnum til viðbótar. Fjöldi tilvika þar sem piparúða var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Reglur gilda einnig um beitingu kylfu. Þannig beitti lögregla kylfu níu sinnum í fyrra miðað við svar ríkislögreglustjóra og ógnaði kylfu níu sinnum. Oftast var kylfum beitt árin 2008 og 2009 líkt og sjá má í grafinu hér að neðan. Fjöldi tilvika þar sem kylfu var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Lögreglan Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Lögreglunni á Íslandi er heimilt að beita táragasi þrátt fyrir að gasið sé skilgreint sem efnavopn sem ekki má beita í stríði. Beiting lögreglunnar víða erlendis á táragasi hefur sætt gagnrýni að undanförnu. Ríkislögreglustjóri hefur ekki upplýsingar um hversu miklar birgðir úðavopna eru til í landinu. Að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni hefur lögreglan á Íslandi beitt táragasi svo vitað sé. Algengara er að piparúða sé beitt. Notkun táragass var nokkuð til umræðu í erlendum fjölmiðlum fyrr í sumar vegna notkunar lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum, einkum í Bandaríkjunum í þeirri mótmælaöldu sem þar hefur geysað. Var það sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi innanlands. Samkvæmt svari Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu gilda strangar reglur um beitingu gasvopna hér á landi. Þannig er til að mynda óheimilt að vopnast gasvopnum nema samkvæmt ákvörðun og með heimild yfirmanns. Þjálfun lögreglumanna er jafnframt skilyrði og má gasvopnum einungis beita í sérstökum hættutilvikum, eða ef lögregluaðgerð verður ekki framkvæmd á annan hátt, án þess að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra hefur táragasi verið beitt að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni svo vitað sé. Það hafi þó ekki verið tekið saman nákvæmlega þannig að tilfellin gætu verið fleiri. Tilfellin fjögur sem vitað er um voru í maí 1945 þegar lögreglan beitti táragasi vegna grjótkasts milli breskra hermanna og Íslendinga, í mars 1949 gegn mótmælendum sem voru andsnúnir inngöngu Íslands í NATO, í júlí 1959 beitti fáliðuð lögregla táragasi í aðgerðum við Hótel Höfn á Siglufirði og þá var táragasi beitt gegn mótmælendum í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Piparúða oftar beitt Fréttastofa spurðist einnig fyrir um hversu miklar birgðir af táragasi séu til í landinu og hvort lögregla hafi slíkt vopn til umráða í öllum umdæmum. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra liggja í fljótu bragði ekki fyrir upplýsingar um hversu mikið er til af úðavopnum hér á landi en samkvæmt reglunum geti öll lögregluliðin haft slíkan búnað. Öllu algengara er að lögregla beiti piparúða. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra var piparúða beitt 35 sinnum við handtökur í fyrra sem eru flest skráð tilfelli allt aftur til ársins 2005. Þá var piparúða ógnað 40 sinnum til viðbótar. Fjöldi tilvika þar sem piparúða var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Reglur gilda einnig um beitingu kylfu. Þannig beitti lögregla kylfu níu sinnum í fyrra miðað við svar ríkislögreglustjóra og ógnaði kylfu níu sinnum. Oftast var kylfum beitt árin 2008 og 2009 líkt og sjá má í grafinu hér að neðan. Fjöldi tilvika þar sem kylfu var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri
Lögreglan Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira