Björgunarsveitir voru kallaðar til á sjöunda tímanum í kvöld eftir að göngukona hafði kallað eftir aðstoð en hún var í sjálfheldu í hlíðum fjallsins Óshyrnu sem stendur við Bolungarvík.
Björgunarsveitarmenn voru komnir á svæðið klukkan 19:30 og fór þá af stað björgunarstarf. Unnið var að því að komast upp fjallshlíðina til konunnar og aðstoða hana niður hlíðina.