Meira en ár síðan jafn mörg mörk voru skoruð í einum og sama leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 08:00 Jasmín Erla skoraði eitt þeirra tíu marka sem skoruð voru í gær. Vísir/Vilhelm Varnarleikur var ekki í hávegum hafður er Stjarnan og Þróttur mættust í Pepsi Max deild kvenna í gær. Bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér sem lengst frá fallsæti. Þróttur var með pálmann í höndunum þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með 5-5 jafntefli. Tölur sem venjulega sjást í yngri flokkum en ekki í efstu deild. Þróttur var með yfirhöndina nær allan leikinn og komst 2-0 yfir með mörkum Sóley Maríu Steinarsdóttur og Lauru Hughes. Jana Sól Valdimarsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Þrótti aftur tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn að nýju niður í eitt mark á markamínútunni frægu eða 43. mínútu leiksins. Ólöf Sigríður skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þróttar í þann mund sem fyrri hálfleik lauk. Staðan því 4-2 Þrótti í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn í 4-3 þegar tæpur klukkutími var liðinn en Ólöf Sigríður fullkomnaði þrennu sína og virtist hafa tryggt Þrótti sigurinn með marki á 75. mínútu. Allt kom þó fyrir ekki og Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna undir lok leiks. Lokatölur því eins og áður sagði 5-5. Gyða Kristín (t.v.) kom inn af bekknum og jafnaði metin fyrir Stjörnuna.Vísir/Vilhelm Er þetta markahæsti leikur Pepsi Max deildar kvenna í meira en ár. Aðeins einu sinni á síðustu leiktíð náði komst markaskorun í einum og sama leiknum upp í tveggja stafa tölu. Það er tíu mörk eða fleiri. Sá leikur var töluvert meira óspennandi en Breiðablik vann ÍBV 9-2 á Kópavogsvelli þann 16. júlí 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika þann daginn. Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir gerðu tvö mörk hvor. Þá skoruðu þær Karolína Lea Vilhjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt hvort markið. Mörk ÍBV skoruðu Emma Rose Kelly og Cloé Lacasse. Sumarið 2018 var einnig einn leikur sem náði tveggja stafa tölu í markaskorun og var hann álíka óspennandi og sá sem fram fór síðasta sumar. Þór/KA vann FH 9-1 á Þórsvelli á Akureyri þann 17. ágúst. Síðan þarf að fara allt til ársins 2014 til að finna síðasta leik sem innihélt tíu mörk eða fleiri. Þá vann Breiðablik 13-0 sigur á FH. Sumarið 2012 gerðu Afturelding og Valur 4-4 jafntefli í Mosfellsbæ. Er það sá jafnteflisleikur sem kemst hvað næst leik gærdagsins í markaskorun. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Varnarleikur var ekki í hávegum hafður er Stjarnan og Þróttur mættust í Pepsi Max deild kvenna í gær. Bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda til að koma sér sem lengst frá fallsæti. Þróttur var með pálmann í höndunum þegar skammt var til leiksloka en allt kom fyrir ekki og leiknum lauk með 5-5 jafntefli. Tölur sem venjulega sjást í yngri flokkum en ekki í efstu deild. Þróttur var með yfirhöndina nær allan leikinn og komst 2-0 yfir með mörkum Sóley Maríu Steinarsdóttur og Lauru Hughes. Jana Sól Valdimarsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna en Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom Þrótti aftur tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn að nýju niður í eitt mark á markamínútunni frægu eða 43. mínútu leiksins. Ólöf Sigríður skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þróttar í þann mund sem fyrri hálfleik lauk. Staðan því 4-2 Þrótti í vil er liðin gengu til búningsherbergja. Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn í 4-3 þegar tæpur klukkutími var liðinn en Ólöf Sigríður fullkomnaði þrennu sína og virtist hafa tryggt Þrótti sigurinn með marki á 75. mínútu. Allt kom þó fyrir ekki og Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvívegis fyrir Stjörnuna undir lok leiks. Lokatölur því eins og áður sagði 5-5. Gyða Kristín (t.v.) kom inn af bekknum og jafnaði metin fyrir Stjörnuna.Vísir/Vilhelm Er þetta markahæsti leikur Pepsi Max deildar kvenna í meira en ár. Aðeins einu sinni á síðustu leiktíð náði komst markaskorun í einum og sama leiknum upp í tveggja stafa tölu. Það er tíu mörk eða fleiri. Sá leikur var töluvert meira óspennandi en Breiðablik vann ÍBV 9-2 á Kópavogsvelli þann 16. júlí 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði þrennu fyrir Blika þann daginn. Agla María Albertsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir gerðu tvö mörk hvor. Þá skoruðu þær Karolína Lea Vilhjálmsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sitt hvort markið. Mörk ÍBV skoruðu Emma Rose Kelly og Cloé Lacasse. Sumarið 2018 var einnig einn leikur sem náði tveggja stafa tölu í markaskorun og var hann álíka óspennandi og sá sem fram fór síðasta sumar. Þór/KA vann FH 9-1 á Þórsvelli á Akureyri þann 17. ágúst. Síðan þarf að fara allt til ársins 2014 til að finna síðasta leik sem innihélt tíu mörk eða fleiri. Þá vann Breiðablik 13-0 sigur á FH. Sumarið 2012 gerðu Afturelding og Valur 4-4 jafntefli í Mosfellsbæ. Er það sá jafnteflisleikur sem kemst hvað næst leik gærdagsins í markaskorun.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira