Fyrsta banvæna hákarlaárásin í Maine Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 09:07 Árásin hefur notið mikillar athygli vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr í árás hákarls við strendur Maine. AP/Jim Gerberich Kona dó í Maine í Bandaríkjunum á mánudaginn eftir að hvíthákarl réðst á hana þegar hún var á sundi. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr vegna hákarls í ríkinu og eingöngu í annað sinn, svo vitað sé, að hákarl ráðist á manneskju þar. Hvíthákarlar eru sjaldgæfir við strendur Maine vegna þess hve sjórinn er kaldur þar. Konan sem dó hét Julie Holowach og var 63 ára gömul. Hún var á sundi með dóttur sinni í Í frétt BBC segir að Holowach hafi verið í blautbúning en ekki dóttir hennar. Heimamenn og sérfræðingar á svæðinu telji líklegt að hákarlinn hafi talið að Holowach væri selur og því hafi hann ráðist á hana. Nánar tiltekið átti árásin sér stað þar sem Holowach var á sundi í Makrílvík á sunnanverðri Baileyeyju. Héraðsmiðillinn Press Herald segir Holowach einungis hafa verið um 18 metra frá landi þegar hákarlinn beit hana og að hún hafi verið flutt í land af tveimur aðilum á kajökum. Þar hafi viðbragðsaðilar beðið en hún hafi þó dáið fljótt. Tönn sem fannst á vettvangi staðfesti að um hvíthákarl hafi verið að ræða. Vitni sem rætt var við segist hafa fylgst með sundi mæðgnanna og þær hafi verið að hlæja og skemmta sér. Það hafi hins vegar breyst á svipstundu þegar Holowach byrjaði að öskra og hvarf undir yfirborðið. Dóttir hennar reyndi að synda til hennar en náði því ekki. Hún hafi synt í land og kallað eftir hjálp þegar Holowach hvarf. Charlie Wemyss-Dunn er einn þeirra sem sótti Holowach í land. Í samtali við héraðsmiðilinn segir hann ástand hennar hafa verið verulega slæmt. Honum og móður hans hefur verið hrósað fyrir að sækja hana. Heimamenn eru nú sagðir óttaslegnir þar sem þeir hafi aldrei áður haft áhyggjur af því að synda í sjónum við Maine. Sérfræðingar hafa varað fólk við að synda nærri fiskimiðum og selum, til að forðast hákarla. Bandaríkin Dýr Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira
Kona dó í Maine í Bandaríkjunum á mánudaginn eftir að hvíthákarl réðst á hana þegar hún var á sundi. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver deyr vegna hákarls í ríkinu og eingöngu í annað sinn, svo vitað sé, að hákarl ráðist á manneskju þar. Hvíthákarlar eru sjaldgæfir við strendur Maine vegna þess hve sjórinn er kaldur þar. Konan sem dó hét Julie Holowach og var 63 ára gömul. Hún var á sundi með dóttur sinni í Í frétt BBC segir að Holowach hafi verið í blautbúning en ekki dóttir hennar. Heimamenn og sérfræðingar á svæðinu telji líklegt að hákarlinn hafi talið að Holowach væri selur og því hafi hann ráðist á hana. Nánar tiltekið átti árásin sér stað þar sem Holowach var á sundi í Makrílvík á sunnanverðri Baileyeyju. Héraðsmiðillinn Press Herald segir Holowach einungis hafa verið um 18 metra frá landi þegar hákarlinn beit hana og að hún hafi verið flutt í land af tveimur aðilum á kajökum. Þar hafi viðbragðsaðilar beðið en hún hafi þó dáið fljótt. Tönn sem fannst á vettvangi staðfesti að um hvíthákarl hafi verið að ræða. Vitni sem rætt var við segist hafa fylgst með sundi mæðgnanna og þær hafi verið að hlæja og skemmta sér. Það hafi hins vegar breyst á svipstundu þegar Holowach byrjaði að öskra og hvarf undir yfirborðið. Dóttir hennar reyndi að synda til hennar en náði því ekki. Hún hafi synt í land og kallað eftir hjálp þegar Holowach hvarf. Charlie Wemyss-Dunn er einn þeirra sem sótti Holowach í land. Í samtali við héraðsmiðilinn segir hann ástand hennar hafa verið verulega slæmt. Honum og móður hans hefur verið hrósað fyrir að sækja hana. Heimamenn eru nú sagðir óttaslegnir þar sem þeir hafi aldrei áður haft áhyggjur af því að synda í sjónum við Maine. Sérfræðingar hafa varað fólk við að synda nærri fiskimiðum og selum, til að forðast hákarla.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira