Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 30. júlí 2020 09:32 Laxar eru ekki óalgeng sjón í Glannafossi. Aðsend Nýjar vikutölurog heildarveiðitölur voru uppfærðar í gær sem endranær inná heimasíðu Landssambands Veiðifélaga og það kemur ekkert á óvart hvaða á er á toppnum. Eystri Rangá situr á toppnum yfir aflahæstu árnar í sumar og það er alveg ljóst að það er enginn að fara hreyfa við henni þar. Heildarveiðin í ánni er komin í 3.308 laxa með vikuveiði upp á tæplega 1.100 laxa. Ytri Rangá kemur þar næst með vikuveiði upp á rúma 250 laxa og siðan er Urriðafoss með 793 laxa og vikuveiði upp á tæpa 150 laxa. Miðfjarðará kemur svo í fjórða sæti en veiðin þar hefur verið mjög fín þó svo að áinn hafi ekki verið fullnýtt. Vikuveiði upp á 189 laxa setur hana í 729 laxa. Norðurá er í fimmta sæti listans með 645 laxa og vikuveiði upp á 63 laxa. Það er síðan erfitt að segja hvernig ástandið í ánum er því það er ansi algengt að holl erlendra veiðimanna sem voru búin að borga séu bara látin renna þegar þeir koma ekki og það hefur mikil áhrif á tölurnar. Við fáum ekki að sjá rétta stöðu í ánum fyrr en árnar verða veiddar betur en það fer að gerast næstu daga þegar Íslendingahollin mæta í árnar. Heildarlistann má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði
Nýjar vikutölurog heildarveiðitölur voru uppfærðar í gær sem endranær inná heimasíðu Landssambands Veiðifélaga og það kemur ekkert á óvart hvaða á er á toppnum. Eystri Rangá situr á toppnum yfir aflahæstu árnar í sumar og það er alveg ljóst að það er enginn að fara hreyfa við henni þar. Heildarveiðin í ánni er komin í 3.308 laxa með vikuveiði upp á tæplega 1.100 laxa. Ytri Rangá kemur þar næst með vikuveiði upp á rúma 250 laxa og siðan er Urriðafoss með 793 laxa og vikuveiði upp á tæpa 150 laxa. Miðfjarðará kemur svo í fjórða sæti en veiðin þar hefur verið mjög fín þó svo að áinn hafi ekki verið fullnýtt. Vikuveiði upp á 189 laxa setur hana í 729 laxa. Norðurá er í fimmta sæti listans með 645 laxa og vikuveiði upp á 63 laxa. Það er síðan erfitt að segja hvernig ástandið í ánum er því það er ansi algengt að holl erlendra veiðimanna sem voru búin að borga séu bara látin renna þegar þeir koma ekki og það hefur mikil áhrif á tölurnar. Við fáum ekki að sjá rétta stöðu í ánum fyrr en árnar verða veiddar betur en það fer að gerast næstu daga þegar Íslendingahollin mæta í árnar. Heildarlistann má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði