„Stöndum saman í þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 12:08 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé verið að beina þeim tilmælum til fólks að viðburðum sem fyrirhugaðir voru um verslunarmannahelgina verði slegið á frest. Hann segir að nú þurfi fólk að standa saman og hugsa hlutina á nýjan hátt. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við hann að loknum upplýsingafundi um hertar aðgerðir. „Hundrað manna samkomur er hámarkið og ég þykist vita það að í flestum tilfellum sé það langt undir það sem menn voru að reikna með. Ég held að flestir hafi búist við að geta verið með 500 manns og jafnvel vorum við búin að heyra af hátíðum þar sem menn ætluðu að vera með einhver sóttvarnahólf og annað slíkt. Nú er þetta bara hundrað manns.“ Þá hvetur Víðir fólk til þess að vera ekki að halda viðburði með sóttvarnahólfum sem séu í raun „bara einhver sýndarveruleikasóttvarnahólf.“ „Stöndum bara saman í þessu. Þetta er erfitt, mikið fjárhagslegt tjón fyrir mjög marga en svona er því miður staðan. Við verðum að ná tökum á þessu og þetta er það sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Vinnustaðir geti sett fólk í heimavinnu að nýju Þá segir Víðir að endurkoma tveggja metra reglunnar, sem hefur ekki verið skyldubundin upp á síðkastið, eigi að gilda í hvívetna. Á blaðamannafundi dagsins kom fram að grímuskylda kæmi til með að gilda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. „Við erum að beina grímunum sérstaklega að þessum almenningssamgöngum þar sem fólk er í langan tíma á sama stað í litlu rými. Vinnustaðir eiga flestir meiri möguleika á að setja fólk í heimavinnu líkt og margir gerðu núna í vor.“ Aðspurður segir Víðir að fólki ekki hafi verið sérstaklega ráðlagt að bera grímur á almannafæri. Grímuskyldan snúi aðallega að stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Hópar fjölmennari en hundrað verði ekki liðnir Eins segist Víðir vona að ekki þurfi að grípa til viðurlaga við brota á samkomubanni næstkomandi helgi, verslunarmannahelgina. Hann beinir þeim tilmælum til allra að taka málin alvarlega og forðast að stórir hópar myndist. „Fólk getur ferðast innanlands, það getur fjarið á tjaldstæði, það getur verið með vinum í sumarbústað og öðru slíku en einhverjar hópamyndanir meira en hundrað verða ekki liðnar og tjaldstæðin hafa ekki heimild frá og með hádegi á morgun til að hleypa meira en hundrað manns inn.“ Þá beinir Víðir orðum sínum sérstaklega að ungu fólki, sem hann veit að vill ferðast með vinum sínum um helgina. „Nú þurfa menn bara aðeins að hugsa þetta öðruvísi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ljóst að með hertum samkomutakmörkunum sé verið að beina þeim tilmælum til fólks að viðburðum sem fyrirhugaðir voru um verslunarmannahelgina verði slegið á frest. Hann segir að nú þurfi fólk að standa saman og hugsa hlutina á nýjan hátt. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við hann að loknum upplýsingafundi um hertar aðgerðir. „Hundrað manna samkomur er hámarkið og ég þykist vita það að í flestum tilfellum sé það langt undir það sem menn voru að reikna með. Ég held að flestir hafi búist við að geta verið með 500 manns og jafnvel vorum við búin að heyra af hátíðum þar sem menn ætluðu að vera með einhver sóttvarnahólf og annað slíkt. Nú er þetta bara hundrað manns.“ Þá hvetur Víðir fólk til þess að vera ekki að halda viðburði með sóttvarnahólfum sem séu í raun „bara einhver sýndarveruleikasóttvarnahólf.“ „Stöndum bara saman í þessu. Þetta er erfitt, mikið fjárhagslegt tjón fyrir mjög marga en svona er því miður staðan. Við verðum að ná tökum á þessu og þetta er það sem við þurfum að gera,“ segir Víðir. Vinnustaðir geti sett fólk í heimavinnu að nýju Þá segir Víðir að endurkoma tveggja metra reglunnar, sem hefur ekki verið skyldubundin upp á síðkastið, eigi að gilda í hvívetna. Á blaðamannafundi dagsins kom fram að grímuskylda kæmi til með að gilda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. „Við erum að beina grímunum sérstaklega að þessum almenningssamgöngum þar sem fólk er í langan tíma á sama stað í litlu rými. Vinnustaðir eiga flestir meiri möguleika á að setja fólk í heimavinnu líkt og margir gerðu núna í vor.“ Aðspurður segir Víðir að fólki ekki hafi verið sérstaklega ráðlagt að bera grímur á almannafæri. Grímuskyldan snúi aðallega að stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks. Hópar fjölmennari en hundrað verði ekki liðnir Eins segist Víðir vona að ekki þurfi að grípa til viðurlaga við brota á samkomubanni næstkomandi helgi, verslunarmannahelgina. Hann beinir þeim tilmælum til allra að taka málin alvarlega og forðast að stórir hópar myndist. „Fólk getur ferðast innanlands, það getur fjarið á tjaldstæði, það getur verið með vinum í sumarbústað og öðru slíku en einhverjar hópamyndanir meira en hundrað verða ekki liðnar og tjaldstæðin hafa ekki heimild frá og með hádegi á morgun til að hleypa meira en hundrað manns inn.“ Þá beinir Víðir orðum sínum sérstaklega að ungu fólki, sem hann veit að vill ferðast með vinum sínum um helgina. „Nú þurfa menn bara aðeins að hugsa þetta öðruvísi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira