„Fá skot eftir í byssunni“ ef bakslagið dregst á langinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 09:01 Ferðamennskan hefur aðeins glæðst í sumar, en er þó enn ekki í líkingu við það sem hún hefur verið undanfarin ár. vísir/vilhelm Stjórnvöld, fyrirtæki og heimilin eiga fá „skot eftir í byssunni“ til að bregðast við efnahagsáföllum, fari svo að bakslag Íslendinga í baráttunni við kórónuveiruna vari lengi. Erfitt er jafnframt að sjá að viðsnúningurinn verði jafn kröftugur og hann var í vor ef það tekur tíma að bæla kórónuveiruna niður aftur. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, sem ræddi heilsu hagkerfsins á Bítinu í morgun áður en hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni taka gildi á hádegi. Hann segir að efnahagslega staðan hafi farið að líta ágætlega út með hækkandi sól. Ferðalög innanlands hafi aukist, neysla heimilanna hafi verið mikil „og það virtist ekki vera eins mikið högg á fjárfestingu og leit út í fyrstu,“ segir Konráð. Óvissan hafi þó áfram verið mikil og möguleikinn á bakslagi alltaf fyrir hendi. Það sé því ómögulegt að segja hvenær áhrif faraldursins á líf landsmanna verða lítil sem enginn, hvort sem það verður með tilkomu bóluefnis eða leiða til þess að lifa með veirunni. Að sama skapi sé erfitt að segja til um hversu lengi hin nýju, hertu höft munu vara en staðan verður endurmetin að tveimur viknum liðnum. Konráð telur því allt eins líklegt að þeim verði aflétt, það sé þó áhyggjuefni ef það mun taka langan tíma að kveða niður veiruna aftur og að harðar takmarkanir séu komnar til að vera. „Það eru fá skot eftir í byssunni hjá stjórnvöldum, fyrirtækjum og heimilum til að bregðast við þessu,“ segir Konráð. Það hafi gengið ágætlega að bregðast við efnahagslega vanda vorsins en ætla má að það verði erfiðara núna. „Sem dæmi þá geturðu ekki lækkað vexti aftur um nokkur prósentustig þegar þeir eru eitt prósent. Það kemur að því að það eru takmörk,“ segir Konráð. Fyrst hafi verið gripið til auðveldari ráðstafana og þeirra sem lágu beinast við - „en þegar þú þarft að gera meira þá vandast kannski málið.“ Bankar og aðrir þurfa því að líkindum að búa sig undir aðlagast rekstrarumhverfi sem kann að vera erfitt í einhvern tíma, fari svo að bakslagið dragist á langinn. Erfitt að sjá jafn öflugan viðsnúning Konráð segir því ekki að neita að það hafi áhrif að bremsa hagkerfið af í tvær vikur eins og gert verður frá hádegi í dag. Fyrir höft dagsins stefndi þegar í að samdrátturinn í ár yrði sá versti á Íslandi í 100 ár. Aftur á móti séu efnahagsþrengingarnar núna ólíkar þeim sem landsmenn kynntust í hruninu 2008. „Þegar þú hættir samkomutakmörkunum og fólk fer aftur að lifa sínu eðlilega lífi þá ertu kominn mjög langa leið út úr þessari kreppu,“ segir Konráð. Hann spyr sig því hvernig þróunin verður núna, ef og þegar þessi nýjustu höft verða afnumin. „Fara heimilin og fyrirtækin jafn kröftulega af stað og síðast?“ spyr Konráð, sem segist þó eiga erfitt með að sjá fyrir sér að viðsnúningurinn verði jafn öflugur og hann var á vormánuðum ef þróunin verður neikvæð. „Það er áhyggjuefni eitt og sér, ég held að ansi margir þurfi nú að velta fyrir sér hvernig eigi að lifa með þessu þannig að við komumst ósködduð út úr þessu til lengri tíma,“ segir Konráð sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan. Bítið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Stjórnvöld, fyrirtæki og heimilin eiga fá „skot eftir í byssunni“ til að bregðast við efnahagsáföllum, fari svo að bakslag Íslendinga í baráttunni við kórónuveiruna vari lengi. Erfitt er jafnframt að sjá að viðsnúningurinn verði jafn kröftugur og hann var í vor ef það tekur tíma að bæla kórónuveiruna niður aftur. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, sem ræddi heilsu hagkerfsins á Bítinu í morgun áður en hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni taka gildi á hádegi. Hann segir að efnahagslega staðan hafi farið að líta ágætlega út með hækkandi sól. Ferðalög innanlands hafi aukist, neysla heimilanna hafi verið mikil „og það virtist ekki vera eins mikið högg á fjárfestingu og leit út í fyrstu,“ segir Konráð. Óvissan hafi þó áfram verið mikil og möguleikinn á bakslagi alltaf fyrir hendi. Það sé því ómögulegt að segja hvenær áhrif faraldursins á líf landsmanna verða lítil sem enginn, hvort sem það verður með tilkomu bóluefnis eða leiða til þess að lifa með veirunni. Að sama skapi sé erfitt að segja til um hversu lengi hin nýju, hertu höft munu vara en staðan verður endurmetin að tveimur viknum liðnum. Konráð telur því allt eins líklegt að þeim verði aflétt, það sé þó áhyggjuefni ef það mun taka langan tíma að kveða niður veiruna aftur og að harðar takmarkanir séu komnar til að vera. „Það eru fá skot eftir í byssunni hjá stjórnvöldum, fyrirtækjum og heimilum til að bregðast við þessu,“ segir Konráð. Það hafi gengið ágætlega að bregðast við efnahagslega vanda vorsins en ætla má að það verði erfiðara núna. „Sem dæmi þá geturðu ekki lækkað vexti aftur um nokkur prósentustig þegar þeir eru eitt prósent. Það kemur að því að það eru takmörk,“ segir Konráð. Fyrst hafi verið gripið til auðveldari ráðstafana og þeirra sem lágu beinast við - „en þegar þú þarft að gera meira þá vandast kannski málið.“ Bankar og aðrir þurfa því að líkindum að búa sig undir aðlagast rekstrarumhverfi sem kann að vera erfitt í einhvern tíma, fari svo að bakslagið dragist á langinn. Erfitt að sjá jafn öflugan viðsnúning Konráð segir því ekki að neita að það hafi áhrif að bremsa hagkerfið af í tvær vikur eins og gert verður frá hádegi í dag. Fyrir höft dagsins stefndi þegar í að samdrátturinn í ár yrði sá versti á Íslandi í 100 ár. Aftur á móti séu efnahagsþrengingarnar núna ólíkar þeim sem landsmenn kynntust í hruninu 2008. „Þegar þú hættir samkomutakmörkunum og fólk fer aftur að lifa sínu eðlilega lífi þá ertu kominn mjög langa leið út úr þessari kreppu,“ segir Konráð. Hann spyr sig því hvernig þróunin verður núna, ef og þegar þessi nýjustu höft verða afnumin. „Fara heimilin og fyrirtækin jafn kröftulega af stað og síðast?“ spyr Konráð, sem segist þó eiga erfitt með að sjá fyrir sér að viðsnúningurinn verði jafn öflugur og hann var á vormánuðum ef þróunin verður neikvæð. „Það er áhyggjuefni eitt og sér, ég held að ansi margir þurfi nú að velta fyrir sér hvernig eigi að lifa með þessu þannig að við komumst ósködduð út úr þessu til lengri tíma,“ segir Konráð sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan.
Bítið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira