Hin sterka samtenging Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. ágúst 2020 17:30 Ég les að Gunnari Smára finnist Viðreisn skrýtinn flokkur. Ég get svo sem skilið að ýmsir telji flokkinn sérstakan þar sem við tilheyrum ekki hinni gömlu pólitísku skilgreiningu um hægri og vinstri. Við erum óþægileg af því að við erum ekki hefðbundin, sjáum ekki veröldina svarta eða hvíta, landsbyggð gegn þéttbýli, kapítalið gegn verkalýð. Þorum að segja að þetta þurfi ekki að vera spurning um annað hvort eða, heldur að lykilorðið í þessu samhengi sé orðið “OG”. Hin sterka samtenging. Ég hef orðið þess ítrekað áskynja að þetta finnist flokkum, bæði gömlum sem nýjum vera ákveðin ógn. Í eina röndina segir fólk í VG okkur vera allt of hægri sinnuð meðan að Sjálfstæðisflokkurinn telur okkur vera óttalegan krataflokk. Nýju flokkunum á jöðrunum finnst við einnig trufla þeirra svarthvítu veröld. Sósíalistaflokkurinn telur okkur tala allt of mikið fyrir samkeppnishæfu atvinnulífi og fjölbreytni í rekstri meðan að í hugarheimi Miðflokks erum við of frjálslynd, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, alþjóðasamstarfi og fjölbreytileika samfélagsins. Við Íslendingar höfum nú þegar upplifað að hefðbundinn vinstri flokkur sem fór með himinskautum í stjórnarandstöðu í tali sínu um réttlæti og sanngirni leiðir í dag ríkisstjórn. En nú er annað upp á teningnum. Í ríkisstjórn, sem leggur sig fram við að næra púkann á fjósbitanum í formi sérhagsmunaafla og þar með helstu bakhjarla stjórnarflokkanna. Gerir lítið sem ekkert til að tryggja að auðlindir verði raunverulega í sameign þjóðarinnar. Gamla kerfið og gömlu hagsmunirnir eru tryggari en sést hefur í langan tíma. Í skjóli vinstri flokks. Sé ekki að neitt muni breytast með tilkomu Sósíalistaflokksins, sem reynir hvað hann getur að vera það sem VG var. Gunnar Smári dregur sérstaklega fram skoðun Söru Daggar Svanhildardóttur Viðreisnarkonu og bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans á skólamálum á Facebook síðu sinni. Hann gerir sér far um að tortryggja hana sem einstakling vegna starfa hennar hjá Samtökum verslunar og þjónustu og fer í kunnuglega nálgun fyrri tíma stjórnmála. Að Sara Dögg vinni fyrir vondu fyrirtækin (sem eru meðal annars skólar) og geti því ekki lagt neitt málefnalegt fram. Sara Dögg hefur alltaf komið til dyranna eins og hún er klædd. Hún hefur margþætta reynslu af skólamálum og var m.a. lengi skólastjóri Hjallastefnunnar. Fyrir utan að vera baráttukona fyrir réttindum minnihlutahópa og þeirra sem eiga undir högg að sækja. Hún hefur veitt meirihlutanum í Garðabæ öflugt aðhald og lagt fram fjölbreyttar tillögur sem snerta meðal annars málefni eldri borgara, fatlaðra, barna, ungmenna, skóla, menningar, lista, reksturs og fjármála. Það er rétt að Viðreisn telur mikilvægt að fjölbreytt rekstrarform bæði í heilbrigðis- og menntakerfinu verði viðurkennd. Ekki vegna þess að markmiðið sé einkarekstur einn og sér heldur að velferð hvers og eins verði tryggð og þekking sem best nýtt. Í þágu einstaklinga og samfélags. Að fjölbreytni í rekstri geti leitt til fjölbreyttari úrræða fyrir einstaklinga og hópa með mismunandi þarfir og foreldrar geti valið um leiðir sem henta þeirra eigin börnum. Ef þetta stuðlar síðan að betri rekstri og nýtingu fjármuna er það bónus fyrir alla. Við erum vonandi langflest sammála því að hið opinbera beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni og hún verði fremstu röð. Það sama gildir um menntakerfið. Við verðum að tryggja jöfn tækifæri allra, að allir finni til öryggis, samkenndar og njóti góðrar þjónustu. Það útilokar hins vegar ekki að einkaaðilar geti einnig komið að því að sinna þeirri þjónustu sem við þurfum á að halda. Alveg eins og gert er á Norðurlöndum með góðum árangri. Það hefur sýnt sig að samstarf hins opinbera við sjálfstætt starfandi aðila eins og Krabbameinsfélagið, Hugarafl, hjúkrunarheimilin, sjúkraþjálfara, tannlækna, Háskólann í Reykjavík, Arnarskóla, Hjallastefnuna, Ísaksskóla, Tækniskólann og Verslunarskólann hefur frekar styrkt samfélagið en hitt. Svo ég nefni nú ekki hið ógurlega fyrirtæki Íslenska erfðagreiningu. Og jafnvel gert það að verkum að við nýtum þekkingu, dýrmætan tíma og fjármagn betur en ella hefði verið. Fæstir þessara aðila greiða arð heldur er rekstrarafgangur notaður til áframhaldandi innri uppbyggingar. En svo eru auðvitað til aðilar sem vilja út frá hugmyndafræði að fólk, sem þarf t.d. að fara í liðskiptaaðgerðir, bíði frekar mánuðum saman á ríkisbiðlistum og bryðji pillur. Í stað þess að sinna fólkinu strax og auka lífsgæði þess í samvinnu við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólk. Eftir skýrt afmörkuðum reglum og viðmiðum. Gunnar Smári heggur síðan að ósekju að Samfylkingunni. Ekki ætla ég að halda hlífiskildi yfir Samfylkingunni en honum til hugarhægðar þá er rétt að draga fram að réttilega hafa það verið fulltrúar Viðreisnar í Borgarstjórn sem hafa gætt þess að mál hinna sjálfstæðu skóla hafa verið tekin til málefnalegrar umfjöllunar og afgreiðslu. Með það í huga að tryggja fjölbreytni og valfrelsi í skólamálum fyrir borgarbúa. Og vissulega er hin “agalega” lækkun fasteignagjalda einnig tilkomin vegna setu Viðreisnar í meirihluta í borgarstjórn. Jafnframt áherslur um fjölbreyttar samgöngur í formi nýrra hjólaleiga í samstarfi við, já einmitt - einkaaðila. Svo eitthvað sé nefnt. Ég hef haft nokkuð gaman af Gunnari Smára. Hann hefur nú augljóslega fundið fjölina sína í gegnum Sósíalistaflokkinn og óska ég honum velfarnaðar. Hitt er síðan að í mínum huga er Sósíalistaflokkurinn ásamt Miðflokknum eins fjarri Viðreisn á hinu pólitíska litrófi og hægt er. Má vera að Gunnari Smára þyki það hið mesta hól. Það breytir ekki því að áfram verður verður jafn atkvæðisréttur, sanngjarnt auðlindagjald, sterkt velferðarkerfi, öflugt alþjóðasamstarf, nýr gjaldmiðill og samkeppnishæft atvinnulíf á dagskrá Viðreisnar. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég les að Gunnari Smára finnist Viðreisn skrýtinn flokkur. Ég get svo sem skilið að ýmsir telji flokkinn sérstakan þar sem við tilheyrum ekki hinni gömlu pólitísku skilgreiningu um hægri og vinstri. Við erum óþægileg af því að við erum ekki hefðbundin, sjáum ekki veröldina svarta eða hvíta, landsbyggð gegn þéttbýli, kapítalið gegn verkalýð. Þorum að segja að þetta þurfi ekki að vera spurning um annað hvort eða, heldur að lykilorðið í þessu samhengi sé orðið “OG”. Hin sterka samtenging. Ég hef orðið þess ítrekað áskynja að þetta finnist flokkum, bæði gömlum sem nýjum vera ákveðin ógn. Í eina röndina segir fólk í VG okkur vera allt of hægri sinnuð meðan að Sjálfstæðisflokkurinn telur okkur vera óttalegan krataflokk. Nýju flokkunum á jöðrunum finnst við einnig trufla þeirra svarthvítu veröld. Sósíalistaflokkurinn telur okkur tala allt of mikið fyrir samkeppnishæfu atvinnulífi og fjölbreytni í rekstri meðan að í hugarheimi Miðflokks erum við of frjálslynd, sér í lagi þegar kemur að mannréttindum, alþjóðasamstarfi og fjölbreytileika samfélagsins. Við Íslendingar höfum nú þegar upplifað að hefðbundinn vinstri flokkur sem fór með himinskautum í stjórnarandstöðu í tali sínu um réttlæti og sanngirni leiðir í dag ríkisstjórn. En nú er annað upp á teningnum. Í ríkisstjórn, sem leggur sig fram við að næra púkann á fjósbitanum í formi sérhagsmunaafla og þar með helstu bakhjarla stjórnarflokkanna. Gerir lítið sem ekkert til að tryggja að auðlindir verði raunverulega í sameign þjóðarinnar. Gamla kerfið og gömlu hagsmunirnir eru tryggari en sést hefur í langan tíma. Í skjóli vinstri flokks. Sé ekki að neitt muni breytast með tilkomu Sósíalistaflokksins, sem reynir hvað hann getur að vera það sem VG var. Gunnar Smári dregur sérstaklega fram skoðun Söru Daggar Svanhildardóttur Viðreisnarkonu og bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans á skólamálum á Facebook síðu sinni. Hann gerir sér far um að tortryggja hana sem einstakling vegna starfa hennar hjá Samtökum verslunar og þjónustu og fer í kunnuglega nálgun fyrri tíma stjórnmála. Að Sara Dögg vinni fyrir vondu fyrirtækin (sem eru meðal annars skólar) og geti því ekki lagt neitt málefnalegt fram. Sara Dögg hefur alltaf komið til dyranna eins og hún er klædd. Hún hefur margþætta reynslu af skólamálum og var m.a. lengi skólastjóri Hjallastefnunnar. Fyrir utan að vera baráttukona fyrir réttindum minnihlutahópa og þeirra sem eiga undir högg að sækja. Hún hefur veitt meirihlutanum í Garðabæ öflugt aðhald og lagt fram fjölbreyttar tillögur sem snerta meðal annars málefni eldri borgara, fatlaðra, barna, ungmenna, skóla, menningar, lista, reksturs og fjármála. Það er rétt að Viðreisn telur mikilvægt að fjölbreytt rekstrarform bæði í heilbrigðis- og menntakerfinu verði viðurkennd. Ekki vegna þess að markmiðið sé einkarekstur einn og sér heldur að velferð hvers og eins verði tryggð og þekking sem best nýtt. Í þágu einstaklinga og samfélags. Að fjölbreytni í rekstri geti leitt til fjölbreyttari úrræða fyrir einstaklinga og hópa með mismunandi þarfir og foreldrar geti valið um leiðir sem henta þeirra eigin börnum. Ef þetta stuðlar síðan að betri rekstri og nýtingu fjármuna er það bónus fyrir alla. Við erum vonandi langflest sammála því að hið opinbera beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni og hún verði fremstu röð. Það sama gildir um menntakerfið. Við verðum að tryggja jöfn tækifæri allra, að allir finni til öryggis, samkenndar og njóti góðrar þjónustu. Það útilokar hins vegar ekki að einkaaðilar geti einnig komið að því að sinna þeirri þjónustu sem við þurfum á að halda. Alveg eins og gert er á Norðurlöndum með góðum árangri. Það hefur sýnt sig að samstarf hins opinbera við sjálfstætt starfandi aðila eins og Krabbameinsfélagið, Hugarafl, hjúkrunarheimilin, sjúkraþjálfara, tannlækna, Háskólann í Reykjavík, Arnarskóla, Hjallastefnuna, Ísaksskóla, Tækniskólann og Verslunarskólann hefur frekar styrkt samfélagið en hitt. Svo ég nefni nú ekki hið ógurlega fyrirtæki Íslenska erfðagreiningu. Og jafnvel gert það að verkum að við nýtum þekkingu, dýrmætan tíma og fjármagn betur en ella hefði verið. Fæstir þessara aðila greiða arð heldur er rekstrarafgangur notaður til áframhaldandi innri uppbyggingar. En svo eru auðvitað til aðilar sem vilja út frá hugmyndafræði að fólk, sem þarf t.d. að fara í liðskiptaaðgerðir, bíði frekar mánuðum saman á ríkisbiðlistum og bryðji pillur. Í stað þess að sinna fólkinu strax og auka lífsgæði þess í samvinnu við sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólk. Eftir skýrt afmörkuðum reglum og viðmiðum. Gunnar Smári heggur síðan að ósekju að Samfylkingunni. Ekki ætla ég að halda hlífiskildi yfir Samfylkingunni en honum til hugarhægðar þá er rétt að draga fram að réttilega hafa það verið fulltrúar Viðreisnar í Borgarstjórn sem hafa gætt þess að mál hinna sjálfstæðu skóla hafa verið tekin til málefnalegrar umfjöllunar og afgreiðslu. Með það í huga að tryggja fjölbreytni og valfrelsi í skólamálum fyrir borgarbúa. Og vissulega er hin “agalega” lækkun fasteignagjalda einnig tilkomin vegna setu Viðreisnar í meirihluta í borgarstjórn. Jafnframt áherslur um fjölbreyttar samgöngur í formi nýrra hjólaleiga í samstarfi við, já einmitt - einkaaðila. Svo eitthvað sé nefnt. Ég hef haft nokkuð gaman af Gunnari Smára. Hann hefur nú augljóslega fundið fjölina sína í gegnum Sósíalistaflokkinn og óska ég honum velfarnaðar. Hitt er síðan að í mínum huga er Sósíalistaflokkurinn ásamt Miðflokknum eins fjarri Viðreisn á hinu pólitíska litrófi og hægt er. Má vera að Gunnari Smára þyki það hið mesta hól. Það breytir ekki því að áfram verður verður jafn atkvæðisréttur, sanngjarnt auðlindagjald, sterkt velferðarkerfi, öflugt alþjóðasamstarf, nýr gjaldmiðill og samkeppnishæft atvinnulíf á dagskrá Viðreisnar. Höfundur er formaður Viðreisnar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun