Óður til alþjóðasamstarfs Bjarni Halldór Janusson skrifar 5. ágúst 2020 08:24 Nýlega stóðu yfireinar lengstu viðræður Evrópusambandsins þegar háværar deilur settu hugmyndir um björgunarsjóð vegna COVID-19 í uppnám. Í fyrstu var lagt til að 750 milljarðar evra yrðu veittar til þeirra aðildarríkja sem hafa orðið verst úti efnahagslega, einkum til Ítalíu og Spánar. Þá var lagt til að 500 milljarðar evra yrðu greiddar út í formi styrkja en 250 milljarðar í formi hagstæðra lána. Það voru helst leiðtogar Hollands, Austurríkis, Danmerkur og Svíþjóðar sem vildu að enn stærri hluti sjóðsins yrði greiddur út í formi lána. Eftir samningaviðræður sem stóðu yfir í um níutíu klukkustundir náðist loks samkomulag milli aðildarríkja ESB. Um var að ræða málamiðlun þar sem samþykkt var að 390 milljarðar evra yrðu greiddar út í styrkjaformi og 360 milljarðar í formi lána. Ríkin í suðri fullyrða gjarnan að aðhaldssömu ríkin í norðri haldi sambandinu í gíslingu, en norðurríkin telja mikilvægt að enginn afsláttur sé gefinn af kröfum um aðhald í ríkisfjármálum og minni skuldsetningu. Þessi gjá hefur lengi verið áberandi, en hóf sérstaklega að breikka eftir fjármálahrunið 2008, og leiddi nú til einna erfiðustu samningaviðræðna sambandsins í seinni tíð. Þó má raunar nefna að samningaviðræðurnar í ár voru með breyttu sniði vegna breyttrar stöðu Frakklands og Þýskalands, sem áður tóku skýrari afstöðu með eða gegn öðrum ríkjum, en virðast nú í ákveðnu hlutverki málamiðlara, sem þótti fyrirsjáanleg afleiðing eftir brotthvarf Bretlands. Til að mynda þótti Þýskaland lengi vel einn helsti talsmaður aðhaldsaðgerða, en mætti þó andspyrnu Frakklands af og til, einkum þegar skuldakreppa evrusvæðisins stóð sem hæst, en nú er öldin önnur. Yfirstandandi veirufaraldur hefur valdið miklu mannfalli og djúpstæðum félags- og efnahagserfiðleikum. Fyrir vikið hefur reynt mjög á samheldni og samstarf aðildarríkjanna. Á Ítalíu, því ríki sem komið hefur hvað verst út úr ástandi, hefur stuðningur við ESB fallið. Í aprílmánuði sögðust 42% Ítala vilja yfirgefa sambandið, en til samanburðar vildi eingöngu fjórði hver Ítali yfirgefa sambandið í lok árs 2018. Fyrir veirufaraldurinn sögðust 64% Ítala styðja sambandið, en ílok marsmánaðar sögðust 49% þeirra styðja sambandið. Þá töldu 72% Ítala sambandið hafa brugðist sér og 77% töldu að samskipti Ítalíu við ESB yrðu áfram stormasöm. Þó að Framkvæmdastjórn ESB hafi brugðist skjótt við útbreiðslu veirunnar og að ákveðnu leyti reynt að gera sitt besta í ljósi aðstæðna, þá hefur mikill seinagangur og lítil samhæfing einkennt viðbrögð sambandsins, sem skrifast þó ekki á metnaðarleysi framkvæmdastjórnarinnar, heldur á kæruleysi þó nokkurra sambandsríkja og takmarkaðan samstarfsvilja þeirra. Það er sérstakt áhyggjuefni í ljósi þess mynsturs sem virðist vera að skapast á alþjóðasviðinu. Lærdómurinn þar er að erfitt sé að útfæra alþjóðasamstarf sem er í senn skilvirkt og víðtækt. Grafið er undan alþjóðastofnunum innan frá þegar tiltekin ríki beita neitunarvaldi sínu til að þagga niður gagnrýni og hindra umbætur, eða hreinlega hundsa grundvallargildi alþjóðasamstarfs og frjálslynd lýðræðisgildi. Þetta hefur lengi vel einkennt framgöngu ákveðinna Evrópusambandsríkja í austri, einkum Pólland og Ungverjaland. Að sama skapi má vísa til máls Ingibjargar Sólrúnar og samstarfsfélaga hennar hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Sambærilegir erfiðleikar hafa einkennt starf Sameinuðu þjóðanna, en frá aldamótum hefur borgarastyrjöldum víðsvegar um heiminn fjölgað allverulega, auk þess sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lengi hlotið gagnrýni fyrir getuleysi sitt, sem orsakast af neitunarvaldi fastaríkjanna og beitingu þess þegar fastaríkin telja eigin hagsmuni í húfi. Nýlegt dæmi er þegar mikil óvissa ríkti um áframhald á mannúðarstuðningi í Sýrlandi, sem þó lauk með málamiðlun. Raunar hefur beiting neitunarvaldsins aukist á síðastliðnum árum, þó að hún hafi vissulega verið meiri á tímum kalda stríðsins. Mikilvægt er að Ísland sé meðvitað um þessa erfiðleika alþjóðasamstarfs og þær hættur sem frjálslynd lýðræðisgildi standa nú frammi fyrir, en í senn reiðubúið til að leggja baráttunni lið og taka forystu þegar það á við. Slíka forystu sáum við innan Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt. Það er engin uppgjöf fólgin í því að sætta sig við erfiðleika alþjóðasamstarfs og viðurkenna ákveðin vandamál sem alþjóðastofnanir standa frammi fyrir, heldur þvert á móti er það til marks um heilbrigða nálgun, sem er jafnvel enn líklegri til að sannfæra þá sem annars efast um mikilvægi samstarfsins. Í hverfulli veröld og síbreytilegu umhverfi alþjóðastjórnmála er mikilvægt að vera þjóð meðal þjóða og gerast fullgildur þátttakandi í hvers kyns alþjóðasamstarfi sem miðar að því að bæta lífskjör jarðarbúa, bæta umhverfis- og loftslagsvernd og standa vörð um lýðræðisgildi og mannréttindi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Nýlega stóðu yfireinar lengstu viðræður Evrópusambandsins þegar háværar deilur settu hugmyndir um björgunarsjóð vegna COVID-19 í uppnám. Í fyrstu var lagt til að 750 milljarðar evra yrðu veittar til þeirra aðildarríkja sem hafa orðið verst úti efnahagslega, einkum til Ítalíu og Spánar. Þá var lagt til að 500 milljarðar evra yrðu greiddar út í formi styrkja en 250 milljarðar í formi hagstæðra lána. Það voru helst leiðtogar Hollands, Austurríkis, Danmerkur og Svíþjóðar sem vildu að enn stærri hluti sjóðsins yrði greiddur út í formi lána. Eftir samningaviðræður sem stóðu yfir í um níutíu klukkustundir náðist loks samkomulag milli aðildarríkja ESB. Um var að ræða málamiðlun þar sem samþykkt var að 390 milljarðar evra yrðu greiddar út í styrkjaformi og 360 milljarðar í formi lána. Ríkin í suðri fullyrða gjarnan að aðhaldssömu ríkin í norðri haldi sambandinu í gíslingu, en norðurríkin telja mikilvægt að enginn afsláttur sé gefinn af kröfum um aðhald í ríkisfjármálum og minni skuldsetningu. Þessi gjá hefur lengi verið áberandi, en hóf sérstaklega að breikka eftir fjármálahrunið 2008, og leiddi nú til einna erfiðustu samningaviðræðna sambandsins í seinni tíð. Þó má raunar nefna að samningaviðræðurnar í ár voru með breyttu sniði vegna breyttrar stöðu Frakklands og Þýskalands, sem áður tóku skýrari afstöðu með eða gegn öðrum ríkjum, en virðast nú í ákveðnu hlutverki málamiðlara, sem þótti fyrirsjáanleg afleiðing eftir brotthvarf Bretlands. Til að mynda þótti Þýskaland lengi vel einn helsti talsmaður aðhaldsaðgerða, en mætti þó andspyrnu Frakklands af og til, einkum þegar skuldakreppa evrusvæðisins stóð sem hæst, en nú er öldin önnur. Yfirstandandi veirufaraldur hefur valdið miklu mannfalli og djúpstæðum félags- og efnahagserfiðleikum. Fyrir vikið hefur reynt mjög á samheldni og samstarf aðildarríkjanna. Á Ítalíu, því ríki sem komið hefur hvað verst út úr ástandi, hefur stuðningur við ESB fallið. Í aprílmánuði sögðust 42% Ítala vilja yfirgefa sambandið, en til samanburðar vildi eingöngu fjórði hver Ítali yfirgefa sambandið í lok árs 2018. Fyrir veirufaraldurinn sögðust 64% Ítala styðja sambandið, en ílok marsmánaðar sögðust 49% þeirra styðja sambandið. Þá töldu 72% Ítala sambandið hafa brugðist sér og 77% töldu að samskipti Ítalíu við ESB yrðu áfram stormasöm. Þó að Framkvæmdastjórn ESB hafi brugðist skjótt við útbreiðslu veirunnar og að ákveðnu leyti reynt að gera sitt besta í ljósi aðstæðna, þá hefur mikill seinagangur og lítil samhæfing einkennt viðbrögð sambandsins, sem skrifast þó ekki á metnaðarleysi framkvæmdastjórnarinnar, heldur á kæruleysi þó nokkurra sambandsríkja og takmarkaðan samstarfsvilja þeirra. Það er sérstakt áhyggjuefni í ljósi þess mynsturs sem virðist vera að skapast á alþjóðasviðinu. Lærdómurinn þar er að erfitt sé að útfæra alþjóðasamstarf sem er í senn skilvirkt og víðtækt. Grafið er undan alþjóðastofnunum innan frá þegar tiltekin ríki beita neitunarvaldi sínu til að þagga niður gagnrýni og hindra umbætur, eða hreinlega hundsa grundvallargildi alþjóðasamstarfs og frjálslynd lýðræðisgildi. Þetta hefur lengi vel einkennt framgöngu ákveðinna Evrópusambandsríkja í austri, einkum Pólland og Ungverjaland. Að sama skapi má vísa til máls Ingibjargar Sólrúnar og samstarfsfélaga hennar hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Sambærilegir erfiðleikar hafa einkennt starf Sameinuðu þjóðanna, en frá aldamótum hefur borgarastyrjöldum víðsvegar um heiminn fjölgað allverulega, auk þess sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lengi hlotið gagnrýni fyrir getuleysi sitt, sem orsakast af neitunarvaldi fastaríkjanna og beitingu þess þegar fastaríkin telja eigin hagsmuni í húfi. Nýlegt dæmi er þegar mikil óvissa ríkti um áframhald á mannúðarstuðningi í Sýrlandi, sem þó lauk með málamiðlun. Raunar hefur beiting neitunarvaldsins aukist á síðastliðnum árum, þó að hún hafi vissulega verið meiri á tímum kalda stríðsins. Mikilvægt er að Ísland sé meðvitað um þessa erfiðleika alþjóðasamstarfs og þær hættur sem frjálslynd lýðræðisgildi standa nú frammi fyrir, en í senn reiðubúið til að leggja baráttunni lið og taka forystu þegar það á við. Slíka forystu sáum við innan Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt. Það er engin uppgjöf fólgin í því að sætta sig við erfiðleika alþjóðasamstarfs og viðurkenna ákveðin vandamál sem alþjóðastofnanir standa frammi fyrir, heldur þvert á móti er það til marks um heilbrigða nálgun, sem er jafnvel enn líklegri til að sannfæra þá sem annars efast um mikilvægi samstarfsins. Í hverfulli veröld og síbreytilegu umhverfi alþjóðastjórnmála er mikilvægt að vera þjóð meðal þjóða og gerast fullgildur þátttakandi í hvers kyns alþjóðasamstarfi sem miðar að því að bæta lífskjör jarðarbúa, bæta umhverfis- og loftslagsvernd og standa vörð um lýðræðisgildi og mannréttindi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun