Neil Young höfðar mál gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 09:34 Neil Young. AP/Amy Harris Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis. Forsetinn hafi brotið höfundaréttarlög með því að spila lög Young á kosningafundum og öðrum viðburðum. Sérstaklega er um að ræða lögin Rockin‘ in the Free World og Devil‘s Sidewalk. Enn fremur segist Young hafa kvartað yfir notkun framboðsins á tónlist hans en það hafi verið hunsað. Í bloggfærslu sem hann skrifaði í síðasta mánuði ítrekaði hann mótmæli við því að Trump notaði lög hans. Í færslunni sagðist hann íhuga að höfða mál gegn forsetanum. Young er frá Kanada en hann er einnig bandarískur ríkisborgari, eftir að hafa búið þar í mörg ár. Mál hans gegn Trump var tekið fyrir dóm í New York í gær. Hann fer fram á 150 þúsund dali í skaðabætur, samkvæmt frétt BBC. Í máli lögmanna Young kom fram að tónlistarmaðurinn vildi ekki vanvirða rétt borgara til að styðja þá frambjóðendur sem þeir vilja. Hins vegar gæti hann ekki staðið hjá meðan tónlistin hans væri notuð við framboð sem byggi á sundrung, fávisku og hatri. Young er alls ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem er reiður yfir notkun Trump á lögum sínum. Meðal annars hafa meðlimir Rolling Stones hótað forsetanum lögsókn og hópur tónlistarmanna skrifuðu nýverið undir opið bréf þar sem stjórnmálamenn voru hvattir til að fá leyfi til að nota lög í pólitískum tilgangi. Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið voru Mik Jagger, Lorde, Sia, meðlimir R.E.M., Pearl Jam, Linkin Park og Elton John. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis. Forsetinn hafi brotið höfundaréttarlög með því að spila lög Young á kosningafundum og öðrum viðburðum. Sérstaklega er um að ræða lögin Rockin‘ in the Free World og Devil‘s Sidewalk. Enn fremur segist Young hafa kvartað yfir notkun framboðsins á tónlist hans en það hafi verið hunsað. Í bloggfærslu sem hann skrifaði í síðasta mánuði ítrekaði hann mótmæli við því að Trump notaði lög hans. Í færslunni sagðist hann íhuga að höfða mál gegn forsetanum. Young er frá Kanada en hann er einnig bandarískur ríkisborgari, eftir að hafa búið þar í mörg ár. Mál hans gegn Trump var tekið fyrir dóm í New York í gær. Hann fer fram á 150 þúsund dali í skaðabætur, samkvæmt frétt BBC. Í máli lögmanna Young kom fram að tónlistarmaðurinn vildi ekki vanvirða rétt borgara til að styðja þá frambjóðendur sem þeir vilja. Hins vegar gæti hann ekki staðið hjá meðan tónlistin hans væri notuð við framboð sem byggi á sundrung, fávisku og hatri. Young er alls ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem er reiður yfir notkun Trump á lögum sínum. Meðal annars hafa meðlimir Rolling Stones hótað forsetanum lögsókn og hópur tónlistarmanna skrifuðu nýverið undir opið bréf þar sem stjórnmálamenn voru hvattir til að fá leyfi til að nota lög í pólitískum tilgangi. Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið voru Mik Jagger, Lorde, Sia, meðlimir R.E.M., Pearl Jam, Linkin Park og Elton John.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira